Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 21 MENNING SHAIKH Abdurraheem Muslim Dost, pakistanskt ljóðskáld og fyrr- um fangi Bandaríkjahers í Guant- anámo á Kúbu, hefur nú endurritað safn ljóða sem fangar þar ristu með steinvölum í frauðmál, 21 ljóð alls. Málin voru tekin af föngunum að loknum máltíðum en Dost skrifaði þau eftir minni eftir að hann var leystur úr haldi árið 2005. Fangarnir fengu hvorki bréfsefni né skriffæri fyrr en ári eftir að hafið var að flytja menn í búðirnar. Ljóðin eru eftir 17 karla, gefin út á bók sem ber heitið „Poems From Guant- ánamo: The Detainees Speak“, eða „Ljóð frá Guantanámo: Fangarnir tala“. Flestir höfundanna eru enn bak við lás og slá, nokkrir þeirra rit- höfundar, skáld eða blaðamenn. Þó þreyta margir frumraun sína í ljóða- gerð. Það var bandarískur prófessor í lögfræði, Marc Falkoff, sem tók að sér ljóðaútgáfuna en mennirnir 17 eru skjólstæðingar hans. Falkoff hafði áður veitt því eftirtekt að í bréfaskriftum sínum létu fangarnir oft fylgja með ljóðbrot eða heilu ljóð- in. Falkoff segir þessi ljóð öll hafa verið rituð án þess að mennirnir byggjust við því að nokkur læsi þau nokkurn tíma, að samföngum þeirra undanskildum. Falkoff telur það ganga krafta- verki næst að tekist hafi að gefa ljóð- in út. Fangarnir fylgdu í fótspor þeirra sem ort hefðu í Gúlaginu eða útrýmingarbúðum nasista. Flest ljóðanna hafa þó horfið með öllu, litið var á þau sem ógn við Bandaríkin. Ljóð fanga Ort í Guantanámo- fangabúðunum Fangabúðirnar Mynd sem tekin var í Guantanámo í janúar 2002. SÓPRANSÖNGKONURNAR Kristín R. Sigurðardóttir og Hulda Guðrún Geirsdóttir halda jólatónleika í Dómkirkj- unni á morgun kl. 17. Meðleik- ari þeirra verður Julian Hew- lett píanóleikari. Sönkonurnar lofa jólaskapi og jólastemmningu, en á efnis- skránni verða jólalög, aríur og dúettar – gömul og ný tónlist eftir tónskáld á borð við Händ- el, Mozart, Gounod, Cesar Franck, Vivaldi, Bell- ini, Sigurð Þórðarson og fleiri. Þá ætla þær einnig að frumflytja nýjan jóladúett eftir píanóleikarann. Tónlist Hátíðlegur jóla- söngur í Dómkirkju Kristin og Hulda Guðrún JÓLATÓNLEIKAR Karla- kórs Reykjavíkur verða í Hall- grímskirkju í dag kl. 17 og 21 og á morgun kl. 17 og 20. Kór- inn syngur sígildar jólaperlur í sannri jólastemningu. Ein- söngvarar eru Sveinn Dúi Hjörleifsson tenór og Ásgeir Eiríksson bassi, en þeir hafa áður sungið einsöng með kórn- um. Lenka Mátéova leikur með á orgel og trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson koma einnig fram. Stjórnandi Karlakórs Reykja- víkur er Friðrik S. Kristinsson. Tónlist Karlakórssöngur í Hallgrímskirkju Friðrik S. Krist- insson með kórnum KOMIÐ er að síðasta upplestri í upplestraröð Gljúfrasteins. En þar munu rithöfundar lesa úr verkum sýnum 16. des. Jón Kalman Stefánsson les úr bók sinni Himnaríki og helvíti, Vig- dís Grímsdóttir úr Bíbí Ólafs- dóttur, Pétur Gunnarsson úr bók sinni ÞÞ í fátækralandi og að lokum Ólafur Ragnarsson – Til fundar við skáldið Halldór Laxness, Guðmundur Ólafsson leikari les. Andrúmsloftið í stofunni er einstakt og tilvalið að gleyma jólastressinu og njóta upplestra í kyrrðinni í sveitinni sem hefst kl. 16. Bókmenntir Upplestur í sveitarkyrrðinni Halldór Laxness árið 1928 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÉG hefði líka farið að skæla í spor- um Klöru. Þessi furðumaður, herra Drosselmeyer sem kom í heimsókn á aðfangadagskvöld, gaf öllum í fjöl- skyldunni jólagjöf – nema henni. Og svo … þegar hann var loksins búinn að töfra fram handa henni æðislegan hnotubrjót, þurfti ótætis litli bróðir, hann Frank, að mölva hann í ein- tómri öfundsýki. Frekar lásí jól það. Ég get varla ímyndað mér að Klara hafi verið í góðu skapi þegar hún fór að sofa. En … hókus, pókus … það var þá sem ævintýrið lifnaði við, og þegar upp var staðið var einmitt þessi jólanótt sú allra besta í lífi Klöru. Þessi frábæri ballett, Hnotubrjót- urinn eftir Pjotr Tsjaíkovskí, verður aðalefnið á jólatónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í dag kl. 14 og 17. Sviðið verður fullt af krökkum úr Listdansskóla Íslands sem dansa at- riðin úr ballettinum, og Barbara trúður segir frá því sem gerðist eftir að Klara var sofnuð. Áður en Hnotubrjóturinn hefst spilar hljómsveitin Jólaforleik eftir Leroy Anderson – tónskáldið sem samdi Sleðaferðina, en eftir tón- leikana syngja allir saman með hljómsveitinni, Heims um ból. Stjórnandi á tónleikunum verður Gary Berksson, en stúlkur úr skóla- kór Kársness syngja jólalög í and- dyri bíósins áður en þeir hefjast. Þegar leikföngin lifna við Nemendur Listdansskóla Íslands dansa Hnotubrjótinn með Sinfóníuhljómsveitinni Morgunblaðið/Ómar Tónleikar Elsa M. Hilmarsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir og Jóhanna D. Stefánsdóttir dansa kínverska te-dansinn. Síðumúla 30 - Sími 568 4242 - www.heimahusid.is OPIÐ Í DAG, LAUGARDAG 11-18 OPIÐ Á MORGUN, SUNNUDAG 13-16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.