Vikublaðið - 10.03.1997, Page 10

Vikublaðið - 10.03.1997, Page 10
01LÍMBU 10. mars 1997 O o O Ehn 15 skrifstofukonur Ræða Svanhildar Kaa- ber varaþingmanns í umræðum utan dagskrár um starfskjör yfirmanna í ríkisbönkunum - banka- stjóra Landsbanka, Bún- aðarbanka og Seðlabanka Margt athyglisvert hefur komið í ljós í þeirri umræðu sem nú fer fram um kjör bankastjóra. Það er greinilegt að þau hafa á undanfömum árum tek- ið allt öðrum breytingum en kjör venjulegs fólks í okkar samfélagi. Mörg undanfarin ár hefur það fengið að heyra að hógværar kröfur um við- unandi lífskjör muni steypa þjóðfé- laginu í glötun, hleypa af stað verð- bólgu og eyðileggja uppbyggingu ís- lenskra fyrirtækja. Og nú kemur fram að einn bankastjóri fær mánaðar- greiðslur sem svara launum 15 skrif- stofukvenna í þjónustu ríkisins, álíka margra sjúkraliða eða sem svarar til námslána tæplega 20 námsmanna. Mér finnst ákaflega mikilvægt að fá fram þessar upplýsingar um kjörin og kjaraskiptinguna í landinu, ekki síst í ljósi þess að nú standa yfir viðræður um kaup og kjör meginþorra þjóðar- innar. Viðbrögð atvinnurekenda við upplýsingum um bankastjórakjörin voru t.d. sérstaklega athyglisverð. Á talsmönnum þeirra var að skilja að ekkert væri óeðlilegt við að fólk sem er með hátt í milljón króna mánaðar- tekjur hækki um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði á sama tíma og við samningaborðið er verið að bjóða þeim sem búa við vægast sagt bágborin launakjör nánast ekki neitt. Ekki alls fyrir löngu mun Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hafa haft orð á því að í stað þess að jafna kjör landsmanna væri án'ðandi að auka launamuninn svo hann verði í takt við það sem gengur og gerist í öðrum löndum. Eftir að upplýsingar um launakjör bankastjóra komu ffam tel ég heldur líklegt að hann sé einn um þá skoðun. Ef eitthvert verkefni er brýnt er það einmitt að draga úr því kjaramisrétti sem viðgengst hér á landi eins og þessi könnun á kjörum bankastjóra staðfestir. Ég vek líka athygli á því að mark- tæk könnun á kjörum landsmanna er mun auðveldari í opinberum stofnun- um en á einkamarkaði þar sem frum- skógalögmálin ráða nkjum bak við Svanhildur: „Er nokkuð óeðli- legt þó launafólk í þessu landi krefjist þess nú að fá sinn skerf af góðærinu margnefnda sem hefur skilað bankastjórunum svo biessunarlegum kjarabót- um?” trausta múra. Með aukinni einkavæð- ingu mun almenningur ekki eiga jafn- greiðan aðgang og nú er að upplýs- ingum af þessu tagi. Það verða vel geymd leyndarmál. Er nokkuð óeðlilegt þó launafólk í þessu landi krefjist þess nú að fá sinn skerf af góðærinu margnefnda sem hefur skilað bankastjórunum svo blessunarlegum kjarabótum? Hjörleifur Guttormsson vill Lífsiðfræðiráð: s 9 og eifða- breytingar undir smasjána Hjörleifur Guttormsson hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að stofnað verði lífsiðfræðiráð á fs- landi. Tillagan gerir ráð fyrir því að hið fyrsta verði komið á fót lífsið- fræðiráði til að fjalla um siðfræðileg álitaefni sem tengjast erfðabreyting- um á lífverum og einræktun og afla til þess nauðsynlegra heimilda á Al- þingi. Ráðinu verði ætlað að fylgjast með þróun í líftækni innan lands og erlendis, veita stjómvöldum ráðgjöf og miðla fræðslu til almennings. Um leið verði endurskoðað núverandi kerfí ráðgefandi nefnda hjá hinu op- inbera á þessu sviði og stefnt að ein- földun þess og samræmingu. Einnig gerir tillagan ráð fyrir því að hið fyrsta verði komið á fót sam- starfsnefnd ráðuneyta sem fari með mál er snerta líftækni og rannsóknir á því sviði, hvort sem um er að ræða menn, dýr, plöntur eða örverur. Nefndin verði m.a. tengiliður lífsið- fræðiráðs við einstök ráðuneyti. Kindin Dollý og aparnir í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Þróun líftækni hefur verið afar hröð og gífurlegu fjár- magni á alþjóðamælikvarða er varið í rannsóknir sem henni tengjast. Rúmir þrír áratugir eru síðan tókst að ráða gátuna um uppbyggingu erfða- efnisins og fyrir 24 árum voru fluttir erfðavísar milli örvera. Nokkru síðar hófst tilraunaframleiðsla og mark- aðssetning á afurðum erfðabreyttra lífvera og nú keppast fjölþjóðafyrir- tæki um að tryggja sér einkaleyfí á lífverum til erfðabreytinga og afurð- um erfðabreyttra lífvera. Fyrir um tveimur áratugum tókst að einrækta fyrstu lífverumar á til- raunastofum og síðan hefur einrækt- un (klónun) þróast stig af stigi. Fyrsta einræktun mannlegra fóstur- vísa var framkvæmd við læknamið- stöð Georgs Washington háskólans í Bandaríkjunum í október 1993. Þann Hjörleifur Guttormsson: „Hörð viðbrögð víða um lönd við fregn- inni um einræktuðu sauðkindina Dollý eru skýr vísbending um að margir telji að vísindamenn séu nú komnir lengra en góðu hófí gegnir með inngrip í náttúruleg lífsferli.” 23. febrúar sl. barst sem eldur í sinu um heimsbyggðina fféttin um skosku sauðkindina Dollý, en hún varð til við einræktun hjá Roslin Ins- titute í Edinborg. Það nýja við þenn- an atburð er að ekki var einræktað úr frumum fósturvísa heldur notaðar líkamsfrumur úr fullvaxta kindum til að búa til einræktaðan einstakling. Tíu dögum síðar bættist svo við frétt- in um að apar hafi verið einræktaðir úr fósturfrumum vestan hafs. Fáir draga nú í efa að innan skamms verði hægt að einrækta menn. Siðferðileg- ar spurningar, sem fylgt hafa tilraun- um í sameindalíftækni undanfama áratugi, hafa að vonum magnast við þessi tíðindi. Joseph Rotblat, sem vann til friðarverðlauna Nóbels 1995 fyrir baráttu Pugwash-samtaka sinna gegn kjamavopnum, segir nú að mannkyninu stafi meiri hætta af ein- ræktun en gereyðingarvopnum.” Lífsiðfræðiráð fjalli um siðfræði- leg álitaefni Á Alþingi voru á síðasta ári sam- þykkt lög um erfðabreyttar lífverar og tæknifrjóvgun. Er meðal annars bann þar að finna við klónun (ein- ræktun) og er gert ráð fyrir sérstakri vísindasiðanefnd. Ymsar nefndir er að fmna sem hafa snertifleti við þessi mál, en Hjörleifur vill taka málin fastari tökum. Hann vísar til þess að í grannlöndum okkar séu starfandi sérstök lífsiðfræðiráð eða líftækni- nefndir sem fylgjast með þróun á þessu sviði, veita stjómvöldum ráð- gjöf og er ætlað að taka heildstætt á líftækni, þar á meðal á siðferðilegum þáttum hennar. Hjörleifur rifjar upp að áður hafi átt sér stað nokkur umræða á þingi um erfðabreyttar lífverur og tækni- frjóvganir en að þá skorti á að þessi mál væru sett í samhengi. „Það nefndakerfi, sem komið var á fót samkvæmt þessum lögum, kemur ekki í staðinn fyrir siðaráð sem fjall- að gæti heildstætt um álitaefni og dregið markalínur. Því er með tillög- unni gert ráð fyrir að sett verði á laggimar lífsiðfræðiráð sem hafi það meginverkefni að fjalla um siðfræði- leg álitaefni sem tengjast erfðabreyt- ingum á lífveram og einræktun. Til að valda slíku verkefni og vera fært um að veita stjórnvöldum ráðgjöf og miðla fræðslu til almennings er óhjá- kvæmilegt að lífsiðfræðiráði sé gert kleift að fylgjast náið með þróun á líftæknisviði innan lands og erlendis. Unnt ætti að vera að einfalda um leið það nefndakerfi sem fyrir er á grand- velli laga um erfðabreyttar lífverur, tæknifrjóvgun og dýravernd. Þá hlýtur slíkt lífsiðfræðiráð að hafa hliðsjón af alþjóðasamningnum um vemdun líffræðilegrar fjölbreytni og öðram ákvæðum alþjóðasamþykkta sem Island er aðili að.” Inngrip í náttúru- leg lífsferli í lok greinargerðar sinnar nefnir Hjörleifur síðan aftur umræðuna um hina víðfrægu sauðkind Dollý: „Hörð viðbrögð víða um lönd við fregninni um einræktuðu sauðkind- ina Dollý eru skýr vísbending um að margir telji að vísindamenn séu nú komnir lengra en góðu hófi gegnir með inngrip í náttúraleg lífsferli. Menn skynja þá miklu óvissu sem fram undan er ef ekki tekst að koma böndum á tæknigetu mannsins þegar í hlut á stafróf lífsins í formi erfða- efnis og náttúralegrar tímgunar. Mikilsvert er því að samstaða takist sem víðast um skipuleg viðbrögð, bæði innan þjóðríkja og á alþjóða- vettvangi, með það að markmiði að móta sameiginlegar reglur og við- miðanir. Afar brýnt er að litið sé heildstætt á þetta stóra viðfangsefni og siðfræðileg gildi fái aukinn sess við mat á því hvert skuli stefna. Þeirri tillögu, sem hér er flutt urn stofnun lífsiðfræðiráðs, er ætlað að vera lóð á þá vogarskál. 1 MOLAR Aðbúnaður og rétt- indi fanga Margrét Frímannsdóttir hefur lagt fram ítarlegar fyrirspumir um mál- efni fanga á íslandi, sem hér fara á eftir í styttri útgáfu. Margrét óskar eftir skriflegum svörum frá dóms- málaráðherra og verður fróðlegt að sjá þau, því fyrirspumir Margrétar eru yfirgripsmiklar og ná yfir svið sem vanrækt hafa verið í þjóðmála- umræðunni. - Hvemig er staðið að framkvæmd laga um fangelsi og fangavist hvað varðar sálfræðiþjónustu og félagsráð- gjöf? - Hvemig er staðið að almennri læknis- og hjúkrunarþjónustu í fang- elsum annars vegar og sérhæfðri læknisþjónustu, þar með talinni þjón- ustu geðlækna, hins vegar? - Hvemig er staðið að greiðslum fyrir sérhæfða heilbrigðisþjónustu sem fanga er veitt utan fangelsis? - Hvemig er staðið að framkvæmd laga þar sem kveðið er á um að í fang- eísum skuli vera aðstaða og tæki til fjölbreyttrar vinnu? Hvemig er að- staðan í hverju fangelsi fyrir sig? - Hversu margir fangar stunda fulla vinnu eða vinna hluta úr degi? - Hversu margir fangar eru án vinnu vegna veikinda eða annarra persónulegra ástæðna eða vegna þess að aðstæður eru ekki fyrir hendi í fangelsum til að standa við umrætt ákvæði laganna? - Hvemig er staðið að launa- greiðslum til refsifanga, annars vegar hvað varðar greidd laun á vinnustund og hins vegar skil á launatengdum gjöldum af greiddum launum? - Hvemig er staðið að framkvæmd laga þar sem kveðið er á um að fangi skuli eiga kost á að stunda nám? Hversu margir fangar stunduðu nám árin 1995 og 1996 og hversu margir áttu þess ekki kost? - Hversu margir fangar hafa á síð- ustu fimm árum stundað nám á verk- námsbraut, lokið slíku námi, stundað nám á bóknámsbraut og lokið slíku námi á meðan á refsivist stóð? - Hver var heildarkostnaður við nám fanga innan og utan fangelsa á sama tímabili, annars vegar kostnað- ur ríkisins og hins vegar kostnaður fanga? - Hvernig er staðið að framkvæmd laga þar sem kveðið er á um að fanga skuli séð fyrir aðstöðu til tómstunda- iðkana og líkamsþjálfunar? í hvaða fangelsum er slik aðstaða og hvemig er hún? I hvaða fangelsum er ekki slík aðstaða? Má þar vænta úrbóta og ef svo er, hvenær? OKKAR FOLK Hrafnkell Proppé er bjartsýnn garðyrkjumaður í Hveragerði. Hrafnkell sem er sjálfstætt starf- andi er jafnframt formaður Al- þýðubandalagsmanna í Hvera- gerði og nágrenni. Hrafnkell hefur ásamt konu sinni, Önnu Margréti Sveinsdóttur, fyrir stóni fjöl- skyldu að sjá en saman eiga þau fjögur böm. Helstu lífsmottó Hrafnkels eru að líta björtum augum á framtíðina. Það er ekki heimur versnandi fer heldur öfugt. Hann tekur þátt í stjórnmálum til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsmála. Hann er í pólitík til að breyta þjóðfélaginu til batnaðar og segist ákafur stuðn- ingsmaður sameiningar og sam- vinnu jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks. Menn verða að sjá haginn í því að vinna saman segir Hrafnkell og sameinast í því að gera samfélagið manneskjulegra en það er.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.