Vikublaðið - 10.03.1997, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 10.03.1997, Blaðsíða 11
10. mars 1997 JJUiDUU EFTIRSPRETTIR Búrfellsstöð startar Undanfama mánuði hafa stað- ið yfir umfangsmiklar stækkanir á vélum Búrfellsstöðvar. Nú ný- verið lauk stækkun fyrstu vélar- innar og var henni startað í lið- inni viku. Aðgerðimar gengu vonum framar enda harðsnúið lið að verki. Áætlað er að stækk- anir þessar auki raforkufram- leiðslu Búrfells um 35% eða um heil 78Mw. Þetta er sá alódýrasti virkjanakostur sem um getur og eiga framkvæmdimar eftir að skila þjóðarbúinu miklu í fram- tíðinni. Félagshyggjumenn funda Á næstu vikum er fyrirhugað að halda sameiginlegan fund Birtingar-Framsýnar og Félags frjálslyndra jafnaðarmanna. Fé- lögin munu hugsanlega bjóða fulltrúum Grósku á fundinn enda er meðal umræðuefna aðild fé- laganna að Grósku. Áfengisvarnaráð með vímuvarnarvef Áfengisvamaráð hefur opnað vímuvamarvefinn sem er upp- lýsingavefur þess og var tekinn í notkun 20. febrúar á þessu ári. Tilgangurinn með vefnum er að veita upplýsingar um ávana- og fíkniefni og forvamir gegn þeim. í fréttatilkynningu sem áfengis- vamaráð sendi frá sér kemur fram að áhersla sé lögð á að efni sé ritað af sérfræðingum og kunnáttumönnum á hveiju sviði sem um er fjallað og að á vefn- um megi finna fjölbreyttar og áreiðanlegar upplýsingar. Net- fang vímuvamavefsins er http://ismennt.is/vefir/vimu- vamavefurinn. 300 umsóknir til Menningarsj óðs Frestur til þess að skila um- sóknum til Menningarsjóðs ís- lenskra útvarpsstöðva rann út þann 8. febrúar sl. Alls bámst sjóðnum tæpar 300 umsóknir í ár, þar sem alls er beðið um 540 milljónir króna. Kostnaðaráætl- anir verkefnanna er um 1.600 milljónir króna. Til úthlutunar em um 50 milljónir króna en vegna hins mikla fjölda um- sókna mun ekki ljóst hvenær niðurstöður sjóðsins munu liggja fyrir en reiknað er með að það verði í apríl nk. Gróskufundur á Akureyri Á dögunum hélt í Gróska í kynningarferð um Norðurland. Þar var tekið hús á nokkram skólum og haldinn stór fundur á Akureyri. Á þeim fúndi var hús- fyllir og mikil stemmning. Norð- lendingar tóku erindi Grósku vel og var ákveðið að stofna Gróskufélag á Akureyri innan skamms. A næstu vikum tekur Gróska hús á Vestfirðingum og síðan koll af kolli um landið þvert og endilangt. Áskriftarherferð Vikublaðsins Nú stendur yfir mikil áskrift- arherferð á vegum Vikublaðsins. Starfsfólk blaðsins ásamt ungu hugsjónafólki úr flokknum mun sitja allan marsmánuð við sí- mann og bjóða landsmönnum blaðið í áskrift. Herferðinni er ætlað að tryggja að þessi síðasta rödd vinstrimanna lifi góðu lífi áfram og vonandi er að fólk taki vel á móti upphringingunum og taki þátt í að tryggja framtíð op- innar og lýðræðislegrar umræðu í landinu. Sigríður Ella tekur lagið I kvöld hefur upp raust sína í Operakjallaranum Sigríður Ella Magnúsdóttir óperasöngkona. Skemmtunin hefst kl. 21.00 og stendur fram eftir kvöldi. Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla unnendur góðrar tónlistar til að heyra í þessari frábæra söng- konu þar sem hún dvelur að jafn- aði erlendis. Sigríður þykir með betri söngkonum heims og er mikill fengur að komu hennar til landsins bláa. Gjaldeyrisstaða Seðla- bankans versnaði í febrúar Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýmaði um 0.3 milljarða króna í febrúar og nam í mánaðarlok 24.8 milljörðum króna. Erlend skammtímalán jukust um tæpan 1.7 milljarð króna þannig að gjaldeyrisstaða bankans, nettó, versnaði um tæpa 2 milljarða króna í mánuðinum og nam 21.9 milljörðum króna í lok hans. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum jókst í febrúar um 2 milljarða króna og er þá miðað við mark- aðsverð í upphafi og í lok mán- aðarins. Eign bankans í spari- skírteinum lækkaði lítillega og ríkisbréfaeignin um 0.3 millj- arða króna en ríkisvíxlaeignin jókst um 2.3 milljarða króna en ríkisvíxlaeignin jókst um 2.3 milljarða króna. Kröfur Seðla- bankans á innlánsstofnanir juk- ust um 0.2 milljarða króna í febrúar og nettókröfur bankans á ríkissjóð um 1.7 milljarða króna. Grannfé bankans lækkaði um 0.8 milljarða króna. íslenskt dagsverk til styrktar fátækum Námsmannahreyfingamar í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar gangast fyrir íslensku dagsverki '97 hinn 13. mars næstkomandi. Fjáröflunin fer þannig fram að þann 13. mars yfirgefa nemendur skólastofur og fyrirtækjum og einstakling- um býðst að kaupa starfskrafta námsmanna í einn dag. Lág- marksgjald fyrir hálfan dag er 1997 krónur en 4000 fyrir heilan dag. Eiginlegt markmið verkefnis- ins er tvíþætt; Annars vegar að skapa umræðu um ástandið í löndunum í Suðri og leiðir til úr- bóta. Hins vegar að safna fé til uppbyggingar menntunar, á Ind- landi að þessu sinni. Afraksmr dagsins rennur í sjóð sem nýttur er til uppbygg- ingar og standa vonir til þess að söfnunin nemi að lágmarki sjö milljónum króna. Vikublaðið sími 552 8655 Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 26. útdráttur 1. flokki 1990 - 23. útdráttur 2. flokki 1990 - 22. útdráttur 2. flokki 1991 - 20. útdráttur 3. flokki 1992 - 15. útdráttur 2. flokki 1993 - 11. útdráttur 2. flokki 1994 - 8. útdráttur 3. flokki 1994 - 7. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu föstudaginn 7. mars. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. [£] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 690 Jóhanna fer mikinn f síðustu viku var lögð fram á Al- þingi skýrsla heilbrigðisráðherra um áhrif langrar biðar eftir læknisaðgerðum, en sú skýrsla var unnin sam- kvæmt beiðni Jóhönnu Sig- urðardóttur ásamt fleiri þingmönnum. í skyrslunni kemur fram að frá 1990 hafi meðhöndlun skurðsjúk- linga utan spítala og á dag- deildum stóraukist og á þessu tímabili hefur 90 rúmum á skurðdeildum ver- ið lokað endanlega í Reykjavík og á Reykjanesi eða u.þ.b. þriðjungur þeirra rúma sem til boða hafa staðið. Á sama tíma annast hjúkrunarfólk fleiri sjúk- linga en verið hefur eða um 17.2% aukning á hvert stöðugildi hjúkrunarfræð- inga. Samtals eru skráðir á biðlistum án endurhæfingar 3.372 og hefur þeim fjölgað um tæplega 800 frá árinu 1993 eða um 30%. Kostnaður við að afgreiða alla sem eru á biðlista Landspítalans er áætlaður 270 milljónir króna. Að- alvandamálið er í bæklunarlækning- um og er fyrirhugað að veita sér- staka fjárveitingu til átaks þar. Þá kemur fram að ekki eru til skil- greind öryggismörk um hámarksbið. Margir sjúklingar líða verulegar þjáningar, en sjúkdómur þeirra sem bíða á biðlista er ekki lífshættulegur. Margir eru óvinnufærir á biðtíman- um eftir aðgerð. Yfirlæknar í grein- inni telja að stefna eigi að 3-4 mán- aða hámarksbið eftir gerviliðaað- gerðum (er nú 9 mánuðir) og 6 mán- aða bið eftir bakspengingum ( er nú allt að 18 mánuðir). Sé miðað við 3- 4 og 6 mánaða bið samsvarar það um 600 manna biðlista. Biðlistinn er nú rúmlega helmingi lengri eða 1367 manns. Stór hópur þeirra sem bíða eftir bæklunaraðgerðum er með stöðuga verki og tekur að staðaldri ávana- bindandi lyf, eins og morfín og dolvipar. Ástandið á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri er mun betra og biðtími styttri, jafnvel niður í 4 mánuði. Fjórðungassjúkrahúsið gæti tekið við sjúklingum frá Reykjavík. Meðal fyrirhugaðra að- gerða í bæklunarlækningum er að gera áætlun um hvað fjölga þurfi að- gerðum tímabundið til þess að stytta biðlista niður í 3-6 rnánuð og halda honum þar. Til að setja heilbrigðiskerfinu markmið um að ákveðnir sjúklinga- hópar skuli aldrei bíða lengur en 3 mánuði, aðrir 6 eða jafnvel ennþá lengur og að biðlistar verði þannig af fleiri en einni tegund eða þyngd, þarf m.a. að koma upp ítarlegu upp- lýsingakerfi um hvaða áhrif biðtími sjúklinga hefur hvað varðar lyfja- töku, vinnufærni og fjárhagsástand. Takist ekki að ná settu markmiði um biðtíma þarf að skoða þann mögu- leika að sjúklingar geti valið að fá aðgerðina gerða annars staðar. Kostnaður við krans- æðagerð, er annars vegar fyrir fullorðna á bilinu 616-717 þúsund krónur og fyrir böm 1.5-1.8 milljónir króna. Á lýtalækningadeild Landspítalans í janúar 1997 vora alls 493 sjúk- lingar, þar af bíða 306 eft- ir brjóstaminnkunarað- gerðum, 53 vegna að- gerða vegna öra og 32 eft- ir aðgerðum á nefi. Algengur biðtími eftir aðgerðum vegna háls-, nef- og eymasjúkdóma er 1 ár. Oæskilegt er að biðin sé lengri en 4 mánuðir. Ásættanlegt er að biðhsti augndeildar sé um 150- 200 manns, íjöldi sjúk- linga á biðlista á augndeild Land- spítalans er 314. Á biðlista eftir glasaffjóvgun eru 345 pör. Á biðlista geðdeildar eru um 200 manns og á biðlista bamageðdeildar em 93 böm og unglingar. Á fíkni- og fjölkvilladeildum era 74 á biðlista. Yfirlæknir geðdeildar Landspítalans telur að öll mál sem þangað koma séu svo bráð að leysa verði úr þeim þegar f stað. Til að ná fullri uppbyggingu í öldranarþjónustu er talið að bæta þurfi um 15% við þau rými sem fyr- ir era í Reykjavík fram til ársins 2010 samkvæmt mannfjöldaspá. Af 189 með mjög brýna þröf sem bíða eftir plássi á öldranardeild, era um 70 á bráðasjúkrahúsum. Hópur fólks verður af launurn og missi bóta vegna biða eftir læknisað- gerðum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.