Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. LOGI Geirsson hlýtur náð fyrir augum Markusar Baur, þjálfara Lemgo, þessa dagana og er farinn að sýna sitt rétta andlit. Logi var markahæstur í liði Lemgo sem varð að sætta sig við tap gegn Rhein- Neckar Löwen í gær, 25:29, á heimavelli. Logi gerði sex mörk, þar af tvö úr vítaköstum og var með fullkomna nýtingu af vítapunkt- inum. Lið Lemgo er í sjöunda sæti þýsku 1. deildarinnar með 24 stig. Einar Örn Jónsson var í liði Minden sem sótti Hamburg heim í gær. Hamburg sigraði 27:22 en Ein- ar Örn gerði eitt mark í leiknum fyrir Minden og kom það úr víta- kasti. Minden situr enn þá í fallsæti, en liðið hefur 11 stig. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach sem vann Balingen á útivelli, 33:30. Ró- bert Gunnarsson gerði 3 marka Gummersbach en hann var rekinn tvisvar af velli og Sverre Jakobsson einu sinni. Alfreð Gíslason og læri- sveinar hans eru nú með 30 stig í sjötta sæti deildarinnar. Jaliesky Garcia skoraði 5 mörk fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Melsungen á heimavelli, 30:34. Birkir Ívar Guðmundsson varði 4 skot á 40 mínútum þegar N- Lübbecke tapaði fyrir Wetzlar á heimavelli, 24:30. Þórir Ólafsson er úr leik í bili vegna meiðsla hjá N- Lübbecke. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener sem tapaði fyrir Essen, 30:28, í fallslag Logi kominn í náðina hjá Lemgo á ný HSK tryggði sér á laugardaginn Ís- landsmeistaratitilinn í glímu en þá fór þriðja og síðasta umferð Meist- aramóts Íslands fram í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Lokastaðan varð sú að HSK fékk 100,5 stig, Hörður 99 stig, HSÞ 97 stig, UÍA 91,5 stig, KR 70 stig og GFD fékk 17 stig. KR varð stigahæst í karlaflokki með 66 stig en HSÞ í kvennaflokki með 67 stig og Hörður í unglinga- flokki með 41 stig. KR-ingar urðu efstir í stigakeppni karla með 66 stig en HSK varð í öðru sæti með 63 stig. HSÞ fékk flest stig í kvennaflokki, 67, en UÍA kom næst með 41 stig. Hörður var með 41 stig í unglingaflokki en síðan kom HSK með 28,5 stig. Sigurvegarar í einstökum flokkum voru Pétur Eyþórsson, KR, Stefán Geirsson, HSK, Snær Seljan Þór- oddsson, UÍA, Stígur Berg Sophus- son, Herði, Bjarni Þór Gunnarsson, HSÞ, Soffía Björnsdóttir, HSÞ, og Sylvía Ósk Sigurðardóttir, HSÞ. Þau Pétur og Soffía sigruðu einnig í opnum flokkum karla og kvenna, auk síns þyngdarflokks.  Ólafur Oddur Sigurðsson var kjörinn nýr formaður GLÍ á ársþingi þess á Suðureyri um helgina. HSK tryggði sér titilinn Flensburgbeið lægri hlut fyrir króat- íska liðinu Croatia Zagreb 25:29 í Meist- aradeild Evrópu í handknattleik á útivelli í gær. Al- exander Pet- ersson gerði tvö mörk fyrir Flens- burg en Einar Hólmgeirsson kom ekki við sögu í leiknum. Zagreb- liðið er geysi sterkt og hefur menn eins og Mirza Dzomba, Vlado Sola og Igor Vori innanborðs, auk þess sem landsliðsþjálfarinn sjálfur, Lino Cervar þjálfar liðið. Flens- burg er í neðsta sæti riðils síns með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki.    Sigfús Sigurðsson lék með liðisínu, Ademar León sem gerði sér lítið fyrir og vann þýsku meist- arana í Kiel 28:24 í Meistaradeild- inni í gær. Sigfús var þó ekki með- al markaskorara í leiknum. Með sigrinum jafnaði lið Sigfúsar Kiel að stigum en bæði liðin eru með fjögur stig eftir fyrri umferð riðla- keppninnar.    Dómararnir Gunnar Jarl Jóns-son, knattspyrnumaður úr Leikni í Breiðholti, og Hörður Að- alsteinsson, sem dæmdu leik Fram og Hauka í N1 deild karla í hand- knattleik í gær eiga lof skilið fyrir frammistöðu sína en þeir eru ný- liðar í faginu. Þeir höfðu virkilega góð tök á leiknum, voru yfirveg- aðir og öruggir í sínum aðgerðum og engu líkara en þeir væru búnir að dæma í efstu deild í mörg ár.    Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf-ari Íslandsmeistara Vals í handknattleik karla, var í blaða- mannastúkunni með upptökuvél á leik Fram og Hauka í gær. Óskar var að kortleggja leik Framara en Valur og Fram mætast í bikarúr- slitum um næstu helgi.    Vignir Svav-arsson skoraði 6 mörk fyrir Skjern sem vann nauman sigurá Mors-Thy á útivelli, 31:30, í dönsku úrvals- deildinni í hand- knattleik. Þorri Björn Gunnarsson gerði eitt mark fyrir Ringsted sem tapaði fyrir toppliði FCK, 36:30. Arnór Atla- son er enn frá hjá FCK vegna meiðsla.    Hreiðar Guðmundsson, lands-liðsmarkvörður í handknatt- leik, og félagar hans í Sävehof töp- uðu fyrir Hammarby, 32:27, í toppslag í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Sävehof er í þriðja sæti deild- arinnar með 30 stig en Hammarby er með 35 stig á toppnum og Ystad kemur næst með 31 stig. Fólk sport@mbl.is Bergur Ingi sagði við Morgunblað- ið að frostið og vindurinn hefðu ekki haft nein áhrif á sig. „Nei alls ekki. Undanfarnar æf- ingar hjá mér heima hafa byrjað á því að moka snjó á kastsvæðinu í Kaplakrika og svo þarf ég að salta allt sjálfur líka áður en ég get byrjað að kasta. Á Íslandi get ég ekki æft inni, þannig ég þarf að gera viðeigandi ráðstafanir eftir veðri til að ég geti æft. Hérna í Finnlandi t.d. eru aðstæður aðrar. Þeir hafa hér glæsilegt kastbúr innandyra og æfingaaðstæður eru góðar. Hins vegar er aðeins mælt utandyra og þess vegna var keppt úti.“ Berg vantar aðeins um þrjá og hálfan metra til að ná lágmarki inn á Ólympíuleikana í Peking í haust og sjálfsagt hlýtur markmiðið að vera að komast þangað. „Auðvitað er það markmiðið. Það er mjög raunhæft eins og staðan er núna og hugurinn stefnir til Peking. Það er alveg á hreinu. Núna taka bara við stífar æfingar þegar heim verður komið. Planið á næstunni hjá mér verður bara að æfa vel, vera duglegur að lyfta og borða hollt.“ Næsta mót sem Hafnfirðingur- inn tekur þátt í fer fram um miðj- an næsta mánuð í króatísku borg- inni Split. Bergur segir það þó ekki endilega vera markmiðið að ná Ólympíulágmarkinu þar. „Auð- vitað væri stórkostlegt að ná lág- markinu á mótinu í Split, en það er ekkert endilega stefnan hjá mér þar. Ég á eftir að æfa meira og fer í heilmiklar æfingabúðir með vor- inu. Þetta kemur örugglega í ljós í sumar hvort ég næ á Ólympíu- leikana eða ekki,“ sagði Bergur Ingi Pétursson Íslandsmethafi í sleggjukasti. Árvakur/Golli Sterkur Bergur Ingi Pétursson var ekki í vandræðum í frosti og funa í Finnlandi og bætti Íslandsmetið. Hitar sig upp með snjómokstri og salti BERGUR Ingi Pétursson úr FH bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti á laugardaginn á vetrarkastmóti í Kaustisen í Finnlandi. Bergur kast- aði sleggjunni 70,52 metra og bætti þar með sitt eigið met um 22 senti- metra. Ætla má að aðstæður hafi ekki verið sem bestar, en keppnin fór fram í töluverðum vindi og 4 stiga frosti. Bergur bætti Íslands- metið í greininni fimm sinnum á síðasta ári og nálgast nú ólympíu- lágmark óðfluga, en lágmarkið er 74,00 metrar. Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is  Bergur Ingi bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti í Finnlandi og nálgast ólympíulágmarkið  Hugurinn stefnir til Peking Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is BJARNI Fritz- son, landsliðs- maður í hand- knattleik, var ekki í leikmanna- hópi St. Raphael sem beið lægri hlut fyrir Cham- béry 37:31 í efstu deildinni í Frakk- landi á laugardag. „Ég gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Þetta er sem sagt magavöðvinn sem er rifinn og er í raun og veru búinn að vera það í einn og hálfan mánuð. Ég harkaði þetta af mér í Noregi og var þá „teipaður“, til þess að geta verið með á Evrópu- mótinu, en hefði svo bara átt að hvíla að því loknu. Í stað þess spilaði ég tvo leiki þegar ég var kominn heim til Frakklands og sýndi í raun hálf- gjört kæruleysi með því,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann vonast þó til að geta spil- að með liði sínu um næstu helgi. „Það er auðvitað ekkert sniðugt að spila næsta leik, en ég stefni samt að því að vera með. Ég er alveg heill að öllu öðru leyti. Ég ríf bara upp þenn- an vöðva í hvert skipti sem ég tek skot.“ Erum í fínum málum Bjarni segir St. Raphael eiga þrjá mikilvæga leiki framundan og með því að safna stigum úr þeim sé staða þeirra vænleg. Liðið er nú í tíunda sæti deildarinnar, en aðeins þremur stigum munar milli sjötta sætisins og þess tíunda. „Við erum í þannig séð í fínum málum, en liðið lék í næstefstu deild á síðustu leiktíð. Framtíðin er bara björt og við erum strax farnir að kaupa leikmenn fyrir næstu leiktíð,“ sagði Bjarni Fritz- son, en hann er með samning við St. Raphael til vorsins 2009. Bjarni með rif- inn maga- vöðva Bjarni Fritzson CIUDAD Real komst í gær á topp spænsku 1. deildarinnar í hand- knattleik á ný með því að sigra Val- ladolid á heimavell, 30:27. Ólafur Stefánsson átti góðan leik, skoraði 4 mörk sjálfur og lék stórskyttuna Siarhei Rutenka vel upp. Rutenka gerði 9 mörk í leiknum. Ciudad Real er með 34 stig en Barcelona, sem vann Aragón fyrir helgina, er með 33. Sigfús Sigurðs- son og félagar í Ademar León koma næstir með 30 stig. Árni Þór Sigtryggsson náði ekki að skora fyrir Granollers sem tap- aði fyrir Portland, 33:30. Ciudad aft- ur á toppinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.