Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 7 íþróttir Alls voru keppnisliðin á mótinu sjö. A-lið ÍR sigraði í kvennaflokki með 62 stig en í karlaflokki var það lið FH sem varð hlutskarpast, en það fékk 61 stig. Í heildarkeppninni var hníf- jafnt milli ÍR, FH og Breiðabliks, en sem fyrr segir var það A-lið ÍR sem bar sigur úr býtum. Tveir undir gamla tímanum Þrjú Íslandsmet í flokki fullorð- inna féllu á mótinu í gær. Óli Þór Tómasson úr FH bætti Íslandsmet í flokki karla í 200 m hlaupi um 16/100 úr sekúndu þegar hann hljóp á 21,65 sek. Óli Þór bætti þar með aðeins ársgamalt met Sveins Elíasar Elías- sonar úr Fjölni, en Sveinn varð ann- ar í hlaupinu. Báðir hlupu þeir þó undir gamla Íslandsmetinu í gær. Met slegin í boðhlaupum Kvennasveit Breiðabliks bætti eigið met í 4x400m boðhlaupi þegar þær hlupu á 3:56,92 mín, en gamla metið var 3:58,51 mín. Sveit Breiða- bliks var skipuð Lindu Björk Lár- usdóttur, Stefaníu Valdimarsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Herdísi Helgu Arnalds. Þá bætti sveit Fjölnis/Ármanns Íslandsmetið í karlaflokki í sömu grein, 4x400m hlaupi þegar sveitin hljóp á tímanum 3:21,66 mín. Gamla metið hafði verið í eigu ÍR og var 3:22,91 mín. Sveit Fjölnis/Ármanns var eingöngu skipuð Fjölnismönn- um, en þeir voru Leifur Þorbergs- son, Bjarni Malmquist Jónsson, Ol- geir Óskarsson og Sveinn Elías Elíasson. Raunar sigraði A-sveit Norðurlands í greininni í gær, en þar sem sveitin var skipuð liðsmönnum frá fleiri en einu félagi fær hún ekki árangurinn skráðan sem félagsmet. Auk þessara meta féllu einnig Ís- landsmet í unglingaflokki og telpna- flokki. Með þessu má segja að innanhús- tímabilinu í frjálsum íþróttum sé lok- ið, en þetta var síðasta stóra mótið í fullorðinsflokkum á þessum vetri. Miðað við metaregnið í gær er vart hægt að segja annað en þetta hafi verið frábær endir á þessu tímabili innandyra og ljóst að stefnir í spenn- andi mót utanhúss hjá iðkendum frjálsra íþrótta. Árvakur/Frikki ÍR-ingar fagna Mikill fögnuður var hjá bikarmeisturum ÍR í frjálsíþróttum innanhúss í Laugardalshöllinni. ÍR hreppti bikarinn ÞRJÚ Íslandsmet voru slegin á Bik- armeistaramótinu innanhúss í gær sem Frjálsíþróttasamband Íslands hélt. A-lið ÍR varð bikarmeistari eftir æsispennandi keppni í Laug- ardalshöllinni og hlaut aðeins einu stigi meira en FH sem varð í öðru sæti. Lið Breiðabliks hafnaði svo í þriðja sæti mótsins.  Óli Jón sló Íslandsmetið í 200 m hlaupi og skákaði Sveini  Boðhlaupsmet hjá Breiðabliki og Fjölni PETER Grave- sen, miðjumaður Fylkis, fór illa að ráði sínu í gær- kvöld þegar hann gat tryggt Árbæingunum stig gegn Kefla- vík í fyrstu um- ferð deildabik- arsins í knattspyrnu. Hann tók vítaspyrnu í uppbótartíma en skaut fram hjá marki Keflvíkinga, sem þar með unnu 4:3 í bráðfjörugum leik í Eg- ilshöllinni. Tíu mínútum áður fékk Hall- grímur Jónasson, leikmaður Kefl- víkinga, rauða spjaldið fyrir að slá til mótherja. Hann hafði áður skor- að fyrsta markið í leiknum.  Fram mátti sætta sig við jafntefli gegn 1. deildar liði KA á Akureyri, 1:1. Almarr Ormarsson kom KA yf- ir en Jón Þorgrímur Stefánsson var aðeins þrjár mínútur að jafna metin fyrir Fram.  Eyþór Guðnason skoraði sig- urmark HK úr vítaspyrnu þegar Kópavogsliðið vann Njarðvík naumlega, 1:0, í Kórnum.  Stefán Þ. Þórðarson byrjaði vel með Skagamönnum eftir heimkom- una frá Svíþjóð. Hann gerði bæði mörkin í 2:0 sigri á Haukum í Akra- neshöllinni. Skagamenn voru manni færri í 70 mínútur eftir að Andri Júlíusson fékk rauða spjald- ið.  Pétur Georg Markan innsiglaði sigur Fjölnis á Þór, 5:3, þegar hann skoraði á síðustu mínútunni í Bog- anum. Þór var 3:1 yfir þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum.  Jóhann R. Benediktsson tryggði Fjarðabyggð jafntefli gegn Stjörn- unni þegar hann jafnaði úr víta- spyrnu, 2:2, í leik liðanna í Kórnum.  Daníel Hjaltason skoraði fjögur mörk fyrir Valsmenn þegar þeir léku Eyjamenn grátt, 6:0, í Egils- höllinni á laugardaginn.  Björgólfur Takefusa skoraði tví- vegis fyrir KR-inga sem unnu Leikni úr Reykjavík, 3:1.  Kristinn Steindórsson kom inn á sem varamaður og skoraði tvö marka Breiðabliks sem vann stór- sigur á Grindvíkingum, 5:1, í Reykjaneshöllinni. Gravesen brást og Keflavík fagnaði sigri Peter Gravesen BARCELONA vann stórsigur á Levante 5:1 í spænska fótbolt- anum í gær- kvöld þar sem Samuel Eto’o gerði þrennu í leiknum. Eiður Smári Guðjohn- sen var í leik- mannahópi Katalóníuliðsins en mátti hírast á tréverkinu allan leiktímann. Barcelona liðið fékk tvöfalda ástæðu til að fagna síðar um kvöldið því þá tapaði Real Madrid nokkuð óvænt fyrir Getafe á heimavelli sínum, Santiago Berna- beu, 0:1. Það hleypir heldur betur fjöri í toppbaráttu deildarinnar því nú eru það aðeins tvö stig sem skilja á milli þessara erkifjenda. Real Madrid er sem fyrr í fyrsta sæti og hefur 56 stig en Barcelona hefur 54 stig. Það er því alveg ljóst að áhugamenn um spænska knattspyrnu geta búast við raf- magnaðri spennu í toppbaráttu deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Eto’o með þrennu Samuel Eto’o Tiger Woodsátti ekki í vandræðum með Stewart Cink í úrslitum heims- mótsins í holu- keppni í gær- kvöld og er þetta 15. sigur hans á heimsmóti í golfi. Woods hefur nú titil að verja á öllum þremur heimsmótunum, hann sigraði einnig á Bridgestone- meistaramótinu og CA-meist- aramótinu á Doral vellinum. Úrslita- leikurinn var langt frá því að vera spennandi því Woods var með mikla yfirburði. Woods fékk 14 fugla á 29 holum og var hann með 8 vinninga þegar 7 holur voru eftir.    Emil Hallfreðsson var á ný í leik-mannahópi Reggina eftir meiðslin en kom ekki við sögu þegar liðið vann óvæntan en dýrmætan sig- ur á Juventus, 2:1, í ítölsku A- deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Nikola Amoruso skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma.    Jóhannes Karl Guðjónsson lék all-an tímann með Burnley sem tap- aði, 3:1, fyrir Plymouth í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag- inn.    Garðar B.Gunn- laugsson skoraði síðara mark sænska knatt- spyrnuliðsins Norrköping, úr vítaspyrnu, þegar það sigraði Mar- iehamn frá Álandseyjum, 2:0, í æfingaleik á laugardaginn. Gunnar Þór Gunnarsson var ekki með Norr- köping en hann var hvíldur vegna smávægilegra meiðsla. Mariehamn leikur í efstu deild í Finnlandi og var þar í sjötta sæti í fyrra en Norrköp- ing vann sænsku 1. deildina í fyrra og leikur í úrvalsdeildinni í ár eftir fimm ára fjarveru.    Arnar Þór Viðarsson var vara-maður hjá De Graafschap og kom ekki við sögu þegar lið hans tap- aði, 4:1, fyrir PSV Eindhoven í hol- lensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.    Kamerúninn Samuel Eto’o fór ákostum í liði Barcelona í gær og gerði þrennu þegar liðið sigraði Lev- ante, 5:1. Athygli vakti að þegar Eto’o fagnaði sínu þriðja og síðasta marki fékk hann myndavél lánaða hjá einum af fjölmörgum ljósmyndurum leiksins og smellti einni mynd af ljós- myndaranum í miðjum fagnaðarlát- unum.    David Beckham lék stórt hlutverkhjá félagsliði sínu, LA Galaxy um helgina er liðið lagði ástralska lið- ið Sidney FC í leik um þriðja sætið á meistaramóti Kyrrahafsins. Læri- sveinar hins hollenska Ruud Gullit hjá LA Galaxy, unnu leikinn 2:1 og lagði David Beckham upp bæði mörk- in. Það var japanska liðið Gamba Osaka sem vann Kyrrahafsmótið.    Garðar Jó-hannsson skoraði tvö marka Fredrikstad þeg- ar liðið gerði jafn- tefli, 3:3, við Våle- renga í viðureign norsku knatt- spyrnuliðanna á æfingamóti á La Manga á Spáni í gær. Vålerenga sigraði í víta- spyrnukeppni en Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék ekki með liðinu að þessu sinni. Fólk sport@mbl.is Meistaramót Íslands Þriðja og síðasta umferð, Ísafirði, laugar- daginn 23. febrúar: Lokastaðan í stigakeppni: HSK ....................................................... 100,5 Hörður..................................................... 99,0 HSÞ.......................................................... 97,0 UÍA .......................................................... 91,5 KR............................................................ 70,0 GFD ......................................................... 17,0 Lokastaða í opnum flokki karla: Pétur Eyþórsson, KR ............................... 18 Stefán Geirsson, HSK............................... 15 Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK............... 12 Lokastaða í +90 kg flokki karla: Stefán Geirsson, HSK............................... 18 Stígur B. Sophusson, Herði...................... 13 Jón Birgir Valsson, KR............................. 10 Lokastaða í -90 kg flokki karla: Pétur Eyþórsson, KR ............................... 18 Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK............... 15 Arnar Halldórsson, Herði ........................ 11 Lokastaða í -80 kg flokki karla: Snær Seljan Þóroddsson, UÍA................. 18 Steinar B. Marinósson, Herði .................. 11 Óttar Ottósson, KR ................................... 11 Lokastaða í +80 kg flokki unglinga: Stígur B. Sophusson, Herði...................... 16 Hjalti Þ. Ásmundsson, UÍA................... 11,5 Magnús K. Ásmundsson, UÍA ................. 10 Lokastaða í -80 kg flokki unglinga: Bjarni Þór Gunnarsson, HSÞ................... 18 Hreinn H. Jóhannsson, HSK ................... 14 Steinar B. Marinósson, Herði .................. 12 Lokastaða í opnum flokki kvenna: Soffía Björnsdóttir, HSÞ.......................... 18 Sylvía Ósk Sigurðardóttir, HSÞ .............. 14 Laufey Frímannsdóttir, UÍA..................... 9 Lokastaða í +65 kg flokki kvenna: Soffía Björnsdóttir, HSÞ.......................... 18 Laufey Frímannsdóttir, UÍA..................... 9 Sylvía Ósk Sigurðardóttir, HSÞ ................ 5 Auður Gunnarsdóttir, HSK........................ 5 Lokastaða í -65 kg flokki kvenna: Sylvía Ósk Sigurðardóttir, HSÞ .............. 12 Guðrún Heiður Skúladóttir, UÍA .............. 9 Guðbjörg L. Þorgrímsdóttir, GFD............ 5   Þróttur Vogum 15 2 13 1233:1340 4 Reynir S 15 2 13 1149:1461 4 NBA-deildin Aðfaranótt laugardags: Boston – Phoenix .............................. 85:77 Charlotte – Sacramento ............... 115:116 Orlando – Philadelphia................... 115:99 Indiana – New Jersey .................. 113:103 New York – Toronto....................... 103:99 Cleveland – Washington .................. 90:89 Detroit – Milwaukee ..................... 127:100 Chicago – Denver.......................... 135:121 Memphis – Dallas ............................. 83:98 New Orleans – Houston ................. 80:100 LA Clippers – Utah ...................... 114:104 Golden State – Atlanta ................. 110:117 Seattle – Portland............................. 99:87 Úrslit í fyrrinótt: San Antonio – New Orleans............. 98:89 Washington – Charlotte ................. 110:95 Miami – Philadelphia...................... 96:101  Eftir framlengingu. New Jersey – Indiana .................... 102:91 Milwaukee – Denver..................... 115:109 Utah – Atlanta ................................ 100:94 LA Clippers – LA Lakers.............. 95:113 Bikarmót SKÍ Keppt í skíðabrekkum Böggvisstaðafjalls við Dalvík á laugardag og sunnudag Svig karla: Sigmar Örn Hilmarsson ................... 1:44,07 Gunnar Þór Halldórsson................... 1:44,87 Sigurgeir Halldórsson ...................... 1:45,06 Svig kvenna: Tinna Dagbjartsdóttir ...................... 1:52,57 Fanney Guðmundsdóttir .................. 1:54,07 Eyrún Kristín Eyjólfsdóttir ............. 1:56,14 Stórsvig karla: Gunnar Þór Halldórsson................... 1:51,06 Kristinn Ingi Valsson........................ 1:51,92 Sigurgeir Halldórsson ...................... 1:53,16 Stórsvig kvenna Inga Rakel Ísaksdóttir ..................... 1:59,49 Selma Benediktsdóttir...................... 2:00,59 Silja Hrönn Sigurðardóttir............... 2:02,19 Svig karla 17-19 ára: Sigmar Örn Hilmarsson ................... 1:44,07 Gunnar Þór Halldórsson................... 1:44,87 Björn Ingason.................................... 1:46,17 Svig kvenna 17-19 ára: Silja Hrönn Sigurðardóttir............... 1:56,99 Selma Benediktsdóttir...................... 2:00,41 Stórsvig karla 17-19 ára: Gunnar Þór Halldórsson................... 1:51,06 Sigurgeir Halldórsson ...................... 1:53,16 Björn Ingason.................................... 1:56,57 Stórsvig kvenna 17-19 ára: Selma Benediktsdóttir...................... 2:00,59 Silja Hrönn Sigurðardóttir............... 2:02,19  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.