Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is TVEIR erlendir karlmenn á fertugs- aldri voru handteknir í Leifsstöð í fyrradag grunaðir um kortasvik í hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu um páskana. Mennirnir voru með á fjórðu milljón íslenskra króna í far- angri sínum og grunar lögreglu að jafnvel sé um hærri fjárhæðir að tefla. Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, segir að mennirnir, sem séu frá Rúmeníu og Þýskalandi, hafi verið á leið í flug til London þegar ákveðnar grunsemdir hafi vaknað hjá árvökulum lögreglu- manni í landamæradeild. Hann hafi kallað til tollvörð og þeir komist að því að grunurinn reyndist á rökum reistur og voru mennirnir handtekn- ir í kjölfarið. Lögreglan telur að mennirnir hafi afritað kreditkort erlendis og fært yfir á önnur kort sem þeir síðan not- uðu til að taka út peninga í hrað- bönkum á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er á frumstigi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald fram yfir helgi. Teknir með á fjórðu milljón Í REYKJAVÍK Skúla Magnússonar á átjándu öld voru engir farsímar til. Skúli, sem stundum er nefndur faðir Reykjavíkur, stóð ábúðarfullur vörð er maðurinn sem átti leið um Fógetagarðinn í miðborginni í gær nýtti gönguna til þess að spjalla í símann sinn. Faðir stendur vörð Frakkaklæddir menn þá og nú Morgunblaðið/Valdís Thor Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÝTT 150 bása fjós, búið tveimur mjaltaþjón- um, verður tekið í notkun í Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu eftir 3-4 vikur. Fyr- irtækið Lífsval á Akureyri á búið og sagði Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Lífsvals, að nú væri verið að leggja lokahönd á fjósið en erfitt veðurfar í vetur hefði tafið framkvæmdirnar. Reiknað er með að ársframleiðsla búsins í Flatey verði a.m.k. 600.000 lítrar af mjólk til að byrja með og að við það starfi allt að fimm starfsmenn. Mjólkin verður lögð inn hjá MS á Selfossi. Lífsval er búið að kaupa bústofn í nýja fjósið í Flatey. Jón sagði mikla stækkunarmöguleika í Flatey og taldi víst að uppbyggingu yrði hald- ið áfram þar enda næg eftirspurn eftir mjólk. „Við erum í landbúnaði og höfum trú á hon- um, ekki síst þegar maður sér heimsmark- aðsverð á matvælum rjúka upp,“ sagði Jón. „Við trúum því að það sé skynsamlegt að þjóð- in sé sjálfri sér nóg með mat og ætlum okkur að taka þátt í því. Þótt þetta sé erfiður rekstur þá höfum við trú á því til framtíðar að vera í matvælaframleiðslu.“ Fimmta bú Lífsvals og þriðja kúabúið Lífsval rekur nú þegar tvö kúabú, í Skriðu- felli í Jökulsárhlíð og á Ytrafelli í Eyjafirði. Einnig er fyrirtækið með tvö sauðfjárbú, á Barkarstöðum í Húnavatnssýslu og Miðdal í Skagafirði, með samtals um 1.400 fjár. Á kúabúum Lífsvals verða alls um 300 mjólkandi kýr eftir að búið í Flatey bætist við. Hjá fyr- irtækinu starfa nokkrir búfræðingar og sagði Jón að þeir mótuðu rekstur búanna. Vegna stærðarinnar í Flatey verður t.d. að beita nokkuð öðrum aðferðum en tíðkast á litlum kúabúum. Þrátt fyrir stærð búsins verður kún- um tryggð næg útivist yfir sumarið. Jón sagði Flatey bjóða upp á mikla stækk- unarmöguleika en óvíst er hvenær ráðist verð- ur í frekari uppbyggingu. Hann taldi að víst að byggð yrðu fleiri ný fjós í Flatey frekar en að byggja við nýja fjósið. Jón sagði stærðar- hagkvæmni mikla í kúabúskap, líkt og í ann- arri frumframleiðslu. Hann sagði að t.d. í Flat- ey yrði hægt að rækta allt að því þúsund hektara tún á sléttlendi og nútíma heyvinnu- vélar og önnur tæki nýttust þar mjög vel. Því mundi bæði fylgja mikill sparnaður og minni mengun. Lífsval keypti jörðina Flatey árið 2006 en þar var áður rekin graskögglaverksmiðja. Jörðin er um 1.300 hektarar að stærð. Lífsval tekur á næstu vikum í notkun nýtt fjós í Flatey á Mýrum en þar er rúm fyrir 150 kýr Hafa mikla trú á búrekstrinum Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson Kúabú Nýja fjósið í Flatey er byrjunin. Ætl- unin er að efla búið frekar enda jörðin stór. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær manninn, sem hand- tekinn var í Reykjanesbæ í fyrra- kvöld og er grunaður um að aðild að hrottalegri líkamsárás í Keilufelli í Breiðholti sl. laugardag, í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann er fimmti maðurinn sem úrskurðaður er í gæsluvarðhald vegna málsins en fleiri er leitað. Fjórir menn voru handteknir skömmu eftir árásina og staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúr- skurði þeirra í gær. Þar er haft eftir íbúa í húsinu þar sem árásin var gerð að 10 til 12 menn hafi komið á tveim- ur bifreiðum sem þeir hafi lagt á bílastæði síðdegis á laugardag. Mennirnir hafi verið vopnaðir járn- rörum, slaghömrum og sleggju. Þeir hafi farið inn í húsið og í kjölfarið hafi heyrst mikil læti og barsmíðar. Sagðist vitnið hafa séð einn mann hlaupa af vettvangi blóðugan í and- liti. Mikil heift Mennirnir óku síðan á brott og tóku vopnin með sér. Sjónarvottur- inn gat gefið lögreglu upp skráning- arnúmer annars bílsins og lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislög- reglustjóra stöðvuðu nokkru síðar bíl sem kom heim og saman við lýs- ingu á öðrum bílnum sem hafði sést í Breiðholtinu. Í honum voru fjórir menn og við leit fannst blóðug sleggja, blóðugt steypustyrktarjárn, rörbútur og tveir hnífar. Sjö menn hlutu áverka í árásinni. Fram kemur í úrskurðunum að mikl- ir áverkar hafi verið á höfði nokk- urra þeirra og sumir höfðu hlotið op- in beinbrot. Sjáanleg voru djúp för eftir gaddakylfur á líkama þeirra. Einn mannanna var brotinn á nokkr- um stöðum, með djúpa skurði og bólgur víðsvegar um líkamann og loftbrjóst. Segir í úrskurðunum að enginn vafi leiki á að árásarmenn- irnir hafi gengið fram gegn árásar- þolunum af mikilli heift með stór- hættulegum vopnum. Lýst eftir sjötta manninum Lögreglan lýsti eftir sjötta mann- inum í gær, Tomasz Krzysztof Ja- giela, sem er 28 ára gamall. Að sögn lögreglu er hans enn leitað. Þeir sem hafa upplýsingar um hann eru beðn- ir um hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444- 1000. Fimm í gæslu- varðhaldi Blóðug sleggja, blóðugt steypustyrktar- járn, rörbútur og tveir hnífar í bílnum Morgunblaðið/Kristinn Leit Lögreglan hefur handtekið fimm menn vegna málsins. GEIR Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fari með rangt mál er hann segir að honum hafi ekki fyrr en nýverið verið kunnugt um að kostnaður við framkvæmdir nýrrar áhorfenda- stúku Laugardalsvallar hefði farið fram úr upphaflegri áætlun. Kemur þetta fram í greinargerð sem Geir hefur sent Ólafi F. Magn- ússyni, borgarstjóra Reykjavíkur, um framkvæmdirnar. Geir segir að Dagur, sem átti sæti í byggingar- nefndinni, hafi setið báða fundi nefndarinnar, en þar „voru teknar afdrifaríkustu ákvarðanir verksins sem réðu mestu um þann kostnað sem á það féll“, segir í bréfinu. „Á hvorugum fundinum mótmælti Dag- ur samningnum við Ístak eða taldi þörf á að sækja frekari heimildir til borgarráðs,“ segir þar ennfremur. Dagur kvaðst undrandi á ummæl- um Geirs, og miður að málið skyldi rata í opinbera umræðu áður en KSÍ gæfist færi á að leiðrétta þær augljósu missagnir sem væru í bréf- inu um hans komu að málinu. Ítrekaði Dagur í samtali við blaðamann að á fundum bygging- arnefndar hefði ekkert verið lagt fram um hugsanlega framúr- keyrslu, og að stærstur hluti þess viðbótarkostnaðar sem lagðist á verkið hefði fallið til eftir kosningar 2006 þegar eftirlitshlutverki hans í nefndinni var lokið. Geir tjáði blaðamanni að þær full- yrðingar sem settar væru fram í bréfinu væru samkvæmt bestu vit- und KSÍ, sem vildi með greinar- gerðinni skýra sína stöðu og svara yfirlýsingum sem fram hefðu komið og gáfu í skyn að upplýsingum hefði verið leynt.“ Ekki náðist í borgarstjóra í gær- kvöld vegna málsins. Segir Dag hafa vitað um kostnað Morgunblaðið/ÞÖK Í GÆRKVÖLDI höfðu um 77.000 manns talið fram til skatts á netinu, en framtalsfrestur rann út í gær. Þeim fækkar stöðugt sem skila skattframtölum sínum hérlendis á pappír en nú telja rúmlega níu af hverjum 10 fram rafrænt á vef skattstofa landsins. Opnað var fyrir vefframtöl ein- staklinga á vefnum skattur.is 1. mars síðastliðinn og var nokkur aukning í árituðum upplýsingum frá fyrri árum. Almennur frestur til að skila framtölum rann út í gær en hægt var að sækja um frest á net- inu og var hann veittur lengst til 2. apríl. Um 77.000 netframtöl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.