Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónína SigríðurGísladóttir fæddist 8. desem- ber 1921. Hún and- aðist á St. Jósefs- spítalanum í Hafn- arfirði 18. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Gísli Sig- urðsson, sjómaður, f. á Eyrarbakka 13. ágúst 1900, fórst með síðutogaranum Sviða 5. desember 1941, og Lilja Guð- mundsdóttir, f. á Hvítárvöllum í Andakíl 5. september 1900, d. 28. nóvember 1926. Alsystur Jónínu eru Guðrún Alfífa, f. 12. ágúst 1923 og Sigrún Helga, f. 4. júní 1925. Systur Jónínu, samfeðra, eru Auður Gísladóttir, f. 16. nóv. 1930, d. í Bandaríkjunum 30. okt. 2004 og Helga Friðrika Smith, f. 1. ágúst 1936. Jónína giftist 23. desember 1959 Pálma Jónssyni, f. á Hofi á Höfðaströnd 3. júní 1923, d. 4. apríl 1991, syni Jóns Jónssonar, bónda, f. 29. apríl 1894, d. 30. maí 1966, og Sigurlínu Björns- dóttur, f. 22. maí 1898, d. 11. október 1986. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Sigurður Gísli, f. 13. ágúst 1954, kvæntur 1990, Anton Felix, f. 16. nóv- ember 1994, og Stefán Franz, f. 11. desember 1997. 4) Lilja, f. 10. desember 1967, gift Baltasar Kormáki Baltasarssyni, f. 27. febrúar 1966. Börn þeirra eru Pálmi Kormákur, f. 7. júní 2000, og Stormur Jón Kormákur, f. 23. apríl 2002. Dóttir Lilju úr fyrra sambandi er Stella Rín Bieltvedt, f. 3. febrúar 1993. Börn Baltasars úr fyrra sambandi eru Baltasar Breki, f. 22. júlí 1989, og Ingi- björg Sóllilja, f. 17. mars 1996. Jónína ólst upp á Hörðuvöllum í Hafnarfirði þangað til hún flutt- ist til Reykjavíkur um tvítugt. Þar stundaði hún verslunarstörf ásamt því sem hún bjó í eitt ár í París þar sem hún stundaði frönsku- og enskunám. Hún hóf búskap með Pálma Jónssyni, stofnanda Hagkaups, í Reykjavík og helgaði fullorðinsár sín eig- inmanni og börnum. Hún hafði mikinn áhuga á menningu og list- um ásamt því að stunda hesta- mennsku og garðrækt. Heilbrigð- ismál voru Jónínu mikið hugðarefni og studdi hún t.a.m. við bakið á Hjartadeild Landspít- alans með peningagjöfum til tækjakaupa. Útför Jónínu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Guðmundu Helen Þórisdóttur, f. 25. mars 1954. Synir þeirra eru Jón Felix, f. 4. nóvember 1986, og Gísli Pálmi f. 7. júní 1991. 2) Jón, f. 3. ágúst 1959, kvæntur Elísabetu Björnsdóttur, f. 16. desember 1965. Börn þeirra eru Guðrún, f. 4. mars 1987, d. 28. febrúar 2006, Jónína Bríet, f. 24. maí 1990, og Snæfríður, f. 6. maí 1998. Sonur Jóns úr fyrra sambandi er Pálmi, f. 4. apríl 1979, í sambúð með Helenu Pétursdóttur, f. 11. mars 1976, dóttir þeirra er Elísabet Kolka, f. 8. ágúst 2006. Sonur Pálma úr fyrra sambandi er Benedikt Frank, f. 30. apríl 2001. 3) Ingibjörg Stefanía, f. 12. apríl 1961, gift Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, f. 28. janúar 1968. Börn Ingibjargar eru a) Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, f. 22. jan- úar 1982, í sambúð með Silju Magnúsdóttur, f. 9. mars 1983, b) Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir, f. 17. ágúst 1989, og c) Melkorka Katrín Tómasdóttir, f. 23. apríl 1995. Börn Jóns úr fyrra hjóna- bandi eru Ása Karen, f. 12. apríl Tengdamóðir mín, Jónína S. Gísla- dóttir, eða Stella eins hún var ávallt kölluð, hefur lokið göngu sinni. Hún reyndist mér einstaklega vel strax frá fyrstu kynnum, það var eiginlega eins og við hefðum alltaf þekkst. Við áttum fljótlega okkar prívat sam- band sem aldrei bar skugga á. Hún tók sjálfa sig ekki hátíðlega og var skemmtileg viðræðu, hafði skoðanir á mönnum og málefnum. Hún afar næm á fólk í umhverfi sínu og líðan þess. Hún var berdreymin og dreymdi oft fyrir daglátum og leyfði mér stundum að fylgjast með því. Ég gleymi aldrei atviki sem átti sér stað nokkrum dögum eftir að ég kom heim af fæðingardeild með mitt fyrsta barn. Tengdamamma gerði sér erindi og kom í heimsókn. Hún handlék barnið eins og gengur og hafði orð á, að sér fyndist drengur- inn anda grunnt. Hún vildi að við leituðum til Björns Guðbrandssonar barnalæknis, sem tengdist fjölskyld- unni. Þessum ráðum var fylgt og Björn ræstur út á sunnudegi. Í ljós kom að barnið var með bráða lungnabólgu, en eins þeir vita sem til þekkja, er lungnabólga hjá unga- börnum oft einkennalaus. Drengur- inn lá þungt haldinn á vökudeild í þrjár vikur, en náði fullum bata. Hafði Björn læknir á orði að ekki hefði mátt tæpara standa, þetta skjóta inngrip hefði skipt sköpum. Hún fylgdist alla tíð náið með barnabörnum sínum og var ófeimin að láta í ljós skoðanir sínar, sér í lagi þegar kom að menntun þeirra. Hún var þeirrar skoðunar að besta lánið væri barnalánið. Hún eignaðist tólf barnabörn og leit á það sem ríki- dæmi. Tengdaforeldrar mínir höfðu verkaskiptingu með gamla laginu sín á milli, hún sá um heimilið, hann vann úti og aflaði tekna. Stella var alla tíð mjög ráðdeildarsöm og hafði ímugust á hvers kyns bruðli. Tengdaforeldrar mínir áttu hús í Hveragerði þar sem þau undu sér mjög vel. Þangað var alltaf gott að koma og var heimsókn, sundsprettur í Laugaskarði og kaffibrauð í Reykjamörkinni fastur punktur í til- verunni um langt árabil. Tengdamóðir mín var límið í fjöl- skyldu sinni. Hún vildi vera í bak- grunninum, en úr þeim grunni komu tilgangur og festa. Hún var fáguð kona og smekkvísi var henni í blóð borin. Hin síðari ár átti Stella við heilsu- brest að stríða sem takmarkaði lífs- gæði hennar nokkuð. Hún þurfti oft að leita á náðir hjartadeildar Land- spítalans og má segja að hún hafi gerst velgjörðamaður deildarinnar. Stofnaði hún sérstakan sjóð í þágu hjartadeildarinnar og veitti í hann verulegum fjármunum í gegn um tíð- ina. Mig langar með þessum orðum að þakka tengdamóður minni sam- fylgdina sem staðið hefur í hartnær þrjátíu og fimm ár. Ég fann aldrei fyrir öðru en umhyggju og stuðningi frá henni alla þá tíð. Ég mun sakna hennar. Guðmunda Þórisdóttir. Ég kynntist tengdamóður minni fimm árum eftir að hún missti lífs- förunaut sinn Pálma Jónsson. Ég kynntist konu sem hafði lifað stór- brotnu lífi en var orðin södd lífdaga, þess vegna kveð ég hana með sökn- uði og hlýju en umfram allt gleði að hún sé lögð af stað í langþráða ferð. Stella, eða amma Stella eins og hún var kölluð á okkar heimili, var stórbrotinn karakter í alla staði. Full af mótsögnum eins og svo margur merkismaðurinn. Kona sem átti ótal ævintýri að baki en fékkst vart leng- ur út úr húsi, líkt og bók sem var bú- ið að skrifa síðasta kaflann í en átti bara eftir að skrifa síðustu setn- inguna – ENDIR. Stella tók mér ekki fagnandi í fyrstu, heldur af heil- brigðri tortryggni. Þegar Lilja til- kynnti henni um samband okkar á hún að hafa sagt að bragði: „nei, ekki kvennarónann“. Þannig var Stella, hrjúf að utan og orðheppin með af- brigðum, á sama tíma og hún var óvenjufáguð í allri framkomu. Okkur Stellu varð vel til vina þeg- ar tíminn leið enda óvenjuskemmti- legt að rökræða við hana. Henni var ekkert óviðkomandi og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum sem hún setti fram af skerpu og ískrandi húmor. Listunnandi sem gerði miklar kröfur, þannig að ég prísaði mig stundum sælan að hún var hætt að fara í leikhús. Heimili Stellu var látlaus þriggja herbergja íbúð í blokk en full af dýrmætum málverkum eftir íslenska meistara. Það var ekki að merkja að þarna byggi ein efnaðasta kona landsins, enda fyrirleit Stella fátt meira en bruðl. En stórmennsku Stellu kynnt- ist hjartadeild Landspítalans. Ég hefði viljað hafa haft tækifæri til að kynnast tengdaforeldrum mín- um fyrr, þegar þetta merkisfólk var í blóma lífsins. Þegar þau voru að byggja upp eitt mesta viðskiptaveldi Íslandssögunnar. Ríða út með þeim um sumarnætur á gráu gæðingunum þeirra úr ræktun tengdaföður Stellu, Jóns á Hofi. Ég hefði viljað hitta Stellu á Café Select í París í kringum 1950, glæsilegan bóhem, eins og stig- inn út úr kvikmynd eftir Truffaut. Og á einhvern furðulegan hátt gerir maður það samt. Í gegnum sögur þeirra og náin tengsl við þær. Í gegnum eiginkonu mína og börnin okkar, sem út af þeim eru komin. Einhvern veginn verða sögur þeirra að sögum okkar. Og fyrir það er ég þakklátur. Fyrir að fá að vera hluti af ykkar sögu og fá að halda áfram með hana. Því saga barnanna okkar verður saga okkar allra. Elsku Stella, takk fyrir þær stundir sem við áttum saman, þær sem við hlógum saman, og þær sem sárari voru. Takk fyrir Lilju og börn- in. Megi guð vera með þér og skilaðu ástarkveðju til Guðrúnar og Pálma frá okkur öllum. Þinn tengdasonur, Baltasar Kormákur. Elsku amma okkar. Það var erfitt að hugsa sér að þú værir farin frá okkur sl. þriðjudag (18.3.) einhvern veginn héldum við að þetta myndi ekki gerast. Hjörtun fylltust af sökn- uði, en það er mikil huggun til þess að vita að í dag ertu komin þangað sem þú þráðir mest, undir lokin, að komast til afa Pálma. Það birti ætíð yfir þér þegar við duttum inn um dyrnar hjá þér, annaðhvort eftir eltingaleik í stigan- um eða kapphlaup við lyftuna í blokkinni. Þó svo að meðalaldurinn í blokkinni hafi verið vel yfir ellilífeyr- isaldrinum, kipptirðu þér aldrei upp við lætin í okkur í göngum hússins. Eitt af því sem stendur upp úr hjá okkur systkinum eru stundirnar sem við áttum hjá þér við eldhúsborðið og var okkur þá yfirleitt boðið upp á ristað brauð með osti og te. Þegar við vorum búin að koma okkur vel fyrir hófst hin leynilega upplýsinga- söfnun, um foreldra okkar. Í fyrstu gerðum við okkur ekki grein fyrir þessu, þar sem þú sýndir okkur svo mikinn skilning á erfiðleikum þess að vera unglingur. Sérstaklega þeg- ar hann Nonni litli, eins og þú kall- aðir hann oft, var eitthvað að ráðsk- ast með börnin sín. Seinna áttuðum við okkur á því að þetta var þín leið til að skyggnast inn í líf okkar og barna þinna á annan hátt, en það breytti ekki því að við blöðruðum öllu eins og verstu slúðurblöð. Þegar þessum kafla var lokið hóf- ust samræðurnar um flest allt það sem gerðist í samfélaginu og ætlað- istu til þess að við hefðum bæði skoð- anir á því sem öðru. Þú tókst mein- ingum okkar og rökum sem full- gildum jafnframt því að líta á okkur sem jafningja í umræðunum. Þú varst einnig tenging okkar við söguna og uppruna okkar og ein af skemmtilegri minningum sem við eigum er þegar þú varst komin í sag- nagírinn og sagðir okkur frá fortíð- inni.Yfirleitt náðum við þér í þennan gír þangað til þú sagðir „uss“ við okkur í miðjum samræðum því nú byrjuðu dánarfréttir í útvarpinu. Það var þá sem þú gantaðist með það við okkur að þú vildir fá að vita hvort ein- hverjir gamlir kærastar hefðu dáið í gær. Þó svo að hjarta þitt hafi oft verið veikt, var það býsna stórt og um- hyggjusamt. Um leið og við áttum við einhverja sjúkdóma að stríða varst þú ætíð til staðar og kunnir svo sann- arlega að taka á þeim. Oft göntuð- umst við systkini með það að þú væri örugglega færasti sjúkdómagreinir á landinu. Þú kannaðist við flesta sjúk- dómana og hafðir í mörgum tilfellum fengið þá sjálf. Þú fylgdist gaumgæfi- lega með okkur í gegnum allt veik- indaferlið og passaðir vel upp á það að okkur yrði sýnd samúð og skiln- ingur í gegnum veikindin. Þú varst okkur miklu meira en bara venjuleg amma; þú varst okkar uppeldisfræðingur, sagnfræðingur, læknir en umfram allt góður vinur. Elsku besta amma, þú hefur gefið okkur systkinunum mikið og skilið eftir þig djúp spor í líf okkar. Við eig- um margar skemmtilegar minningar um þig sem við munum geyma í hjörtum okkar um alla tíð. Við þökk- um þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og þær dýrmætu samveru- stundir sem við áttum með þér. Pálmi, Jónína Bríet og Snæfríður. Elsku amma mín. Í hvert einasta skipti sem ég kom í heimsókn til þín, sérstaklega í seinni tíð, spurðirðu mig nokkra spurninga: hvernig mér gengi í skólanum, hvort ég væri ekki örugglega ennþá að æfa á fiðluna, og hvort ég ætlaði ekki að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. Ég svaraði þessum spurn- ingum alltaf hreinskilnislega, og fannst gott að tala við þig um skólann og allt það sem gekk á þar. Fiðlu- spurningunni svaraði ég alltaf eins, enda ekki búin að spila í 5 ár, og alltaf var svarið það sama við þriðju spurn- ingunni: „Nei amma, ég held ég fari ekki í hjúkrun.“ Ég á eftir að sakna þessara þriggja spurninga og heim- sóknanna til þín, elsku amma. Það verður seint sagt um þig að þú hafir verið amman sem prjónaði á mann vettlinga og bakaðir kleinur þegar barnabörnin komu í heimsókn. Þú varst í rauninni svo miklu meira en það. Þú varst svo góður fé- lagsskapur og það var gaman að koma til þín í heimsókn, með sitt- hvora pylsu af Bæjarins Bestu fyrir okkur. Mér fannst svo ótrúlega gam- an að ræða, og þrasa, við þig um fjöl- skylduna, Glæstar Vonir og heims- mál yfir höfuð. En núna ertu farin frá okkur, og yfir til afa og Guðrúnar, þar sem ég veit að þér mun líða vel. Hvíldu í friði elsku amma. Þín, Júlíana Sól. Jæja, amma mín, þá er þessu lokið hjá þér. Ég er varla ennþá búinn að átta mig á þessu, þrátt fyrir þína óhóflegu svartsýni, þá þraukaðirðu alltaf í gegnum öll veikindi og ég bjóst einhvern veginn alltaf við því að þú myndir gera það í þetta skiptið eins og áður. Ég var sannfærður um að þú yrðir a.m.k. 93 ára. Ég held að fáir utan okkar innsta hrings hafi áttað sig á því hversu mik- inn karakter þú hafðir að geyma. Þú lést lítið fyrir þér fara en líf þitt var svo sannarlega ekki viðburðalaust. Þú hafðir ótrúlegan baráttuvilja, barðist við erfiða stjúpu, þegar flestir hefðu gefist upp, fórst til Parísar skömmu eftir stríð í litlum efnum, þegar nánast ómögulegt var að kom- ast út fyrir landið, byggðir upp með afa Pálma hluti sem engan hefði órað fyrir að hægt væri að byggja. Og síð- ast en ekki síst, þú barðist við hjarta- gallann og öll veikindin á síðari árum, þrátt fyrir að þú segðist alltaf vera á leiðinni yfir móðuna miklu. Baráttu- andinn var sjaldan á yfirborðinu, en hann kraumaði undir niðri. Þú varst eins og kafbátur stundum. Veturinn sem ég og Jón Felix kom- um í mat til þín í hverju hádegi renn- ur mér seint úr minni. Þér fannst þetta óttalegt vesen en fannst samt gaman að fá okkur. Þú slengdir fram ýmsum yfirlýsingum um menn og málefni sem við áttum vart orð yfir, slík þótti okkur forneskjan í hugsun þinni. Æstumst við þá upp en þú hlóst yfir þessu öllu, hafðir þá meira gaman að því að æsa okkur upp en ræða tiltekið málefni. Síðar nærbuxur voru þér afskap- lega hugleiknar. Þú hneykslaðist mikið á því að ég klæddist þeim ekki. Ef skortur varð á umræðuefni þá var öruggt að bera þetta hugðarefni þitt upp. Mér tókst að koma þér út úr húsi síðasta vor og keyrði þig um borgina til að sýna þér ýmsar breytingar og hvernig landið lægi. Það tók á að sannfæra þig um að koma í bíltúrinn en tókst að lokum. Við fengum okkur pulsu með tómat og sinnepi og sáum Risessuna arka um Sæbrautina. Þér fannst lítið til hennar koma og skildir ekki af hverju fólk væri ekki bara heima hjá sér og bölvaðir eins og þér var einni lagið. Já, já, sama hvað gekk á, þá hélstu alltaf karakter. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki talað lengur við þig, heyrt sögur af afa og heyrt þig bölva pólitíkusum. Þú varst merkileg kona, amma Stella. Sigurður Pálmi. Mér finnst ég vera heppinn að hafa kynnst ömmu eins vel og ég gerði. Það var virkilega gaman að heim- sækja hana og verja tíma með henni. Hún hafði gríðarlega skemmtilegan húmor og var alla tíð með skarpa heyrn og sjón, sem er ekki sjálfsagð- ur hlutur þegar fólk er orðið aldrað. Mér þótti afar gaman að ræða við hana um liðna tíma og hvernig lífið var í gamla daga. Við vorum sam- mála um það að margir hlutir voru betri í gamla daga og að agaleysi og tepruskapur væru allt of ríkjandi í dag. Ungt fólk væri t.a.m. alveg hætt að taka lýsi. Á meðan ég var í MH byrjuðum við Siggi Pálmi að fara til hennar í hádegismat. Þar pössuðu amma og Helga upp á það að við Siggi Pálmi horuðumst ekki. Það voru alltaf súkkulaðirúsínur með dökku súkku- laði í skál á stofuborðinu sem maður greip lúkufylli af eftir matinn, en Anthon Berg konfekt ef maður var heppinn. Hitastigið í íbúðinni var oft- ast nær í kringum 30 gráðurnar, en samt var ömmu alltaf kalt. Hún hafði líka miklar áhyggjur af því hvort maður væri nú ekki örugglega vel klæddur. Við héldum þessum sið lengi vel að hittast hjá ættmóðurinni í hádeginu og búum vel að því í dag. Hún sagði mér að hún vildi alls ekki fara á elliheimili, þá fyrst myndi hún deyja. Ég var ánægður að hafa getað var- ið svona miklum tíma með henni síð- ustu árin og getað verið hjá henni síðustu klukkutímana. Kær kveðja. Jón Felix. Líf okkar Jónínu S. Gísladóttur hefur verið samofið lungann úr ævi okkar beggja. Eiginmenn okkar voru náfrændur, Andrés maður minn var móðurbróðir Pálma, manns Jónínu. Stella og Pálmi voru á fyrstu búskap- arárum sínum í nánu sambýli við okkur Andrés og allar götur síðan hafa leiðir okkar legið saman. Ófá voru fjölskylduboðin. Þá verða ekki auðveldlega talin samtöl okkar, bæði augliti til auglitis og í síma. Hitt verð- ur aðeins metið á mælikvarða tilfinn- inganna hvernig minningarnar geyma fólk. Í heimi minna minninga skipar Stella verðugan sess. Stella var fagurkeri. Sennilega var það engin tilviljun að hún hélt sem ung stúlka utan til Parísar, höfuð- borgar lista og menningar. Heimili hennar bar vitnisburð smekkvísi og listrænni tilfinningu húsmóðurinnar. Stella bjó yfir góðri kímnigáfu og hafði það sem kallað er að hafa „glimt í øjet“. Blöndu af öllu þessu geyma minningar mínar; góða vin- átta í blíðu og stríðu auk þess sem upphaflega tengdi okkur saman, fjöl- skylduböndin. Megi birta fylgja minningu Jónínu S. Gísladóttur. Ég votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð. Margrét Helga Vilhjálmsdóttir. Jónína Sigríður Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.