Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 1
laugardagur 5. 4. 2008 íþróttir mbl.isíþróttir Tvær íslenskar landsliðskonur í sterkustu deild heims >> 2 FJAÐRAFOK Í TBR-HÚSINU RAGNA OG MAGNÚS INGI EIGA TITLA AÐ VERJA Á ÍSLANDSMEISTARAMÓTINU Í BADMINTON >> 4 ERLA Dögg Har- aldsdóttir, sund- kona úr ÍRB, bætti í gærkvöldi 17 ára gamalt Ís- landsmet Ragn- heiðar Runólfs- dóttur í 100 metra bringusundi á Ís- landsmeist- arramótinu í 50 metra laug en keppt er í Laugardalslauginni. Erla Dögg synti á einni mínútu og 11 sekúndum sléttum en metið henn- ar Ragnheiðar var 1.11,87 og það setti hún árið 1991 í Aþenu í Grikk- landi. Árangur Erlu Daggar er undir ól- ympíulágmarkinu þannig að hún bætist í hópinn sem heldur á Ólymp- íuleikana í Peking í ágúst. Fjórir sundmenn hafa því tryggt sér rétt til keppni þar því auk Erlu Daggar hafa Ragnheiður Ragnarsdóttir, Jakob Jó- hann Sveinsson og Örn Arnarson tryggt sér farseðilinn til Peking. Íslandsmeistaramótið heldur áfram í dag í Laugardalslauginni og því lýkur síðan á sunnudaginn. Met og lág- mark hjá Erlu Dögg Erla Dögg Haraldsdóttir FLEST bendir til þess að Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, missi af stærsta leik tímabilsins hjá Portsmouth. Lið hans mætir WBA í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley- leikvanginum í London í dag en Hermann hefur ekki getað æft í vikunni þar sem hann fékk spark í hásin um síðustu helgi og sauma þurfti fjögur spor til að loka sárinu. Harry Redknapp, knatt- spyrnustjóri Portsmouth, sagði við fréttamenn í gær að mjög tvísýnt væri um Hermann og kantmanninn John Utaka, sem hefur heldur ekki getað æft í vikunni vegna tognunar í læri. Hinsvegar hefur enski lands- liðsmarkvörðurinn David James jafnað sig af veikindum og franski landsliðsmaðurinn Lassana Diarra hefur náð sér af tognun í læri. Markaskorarinn Jermain Defoe má ekki spila með Portsmouth í bik- arkeppninni þar sem hann lék með Tottenham í henni fyrr í vetur. Leikur liðanna hefst á Wembley klukkan 11.15 í dag. Seinni undan- úrslitaleikurinn, á milli 1. deildar liðanna Cardiff og Barnsley, fer fram á sama stað á morgun klukk- an 15. Ólíklegt að Hermann spili á WembleyLjósmynd/Víkurfréttir Meistarar Keflvíkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik kvenna í gærkvöldi eftir eins stigs sigur, 91:90, á KR í þriðja leiknum í úr- slitarimmunni, 3:0. Bikarinn er nú kominn á sinn stað, segja Keflavíkingar, en síðustu tvö árin hefur hann verið að Ásvöllum hjá Haukum. » 3 Eftir Sigmund Ó. Steinarsson sos@mbl.is ÞAÐ má með sanni segja að leik- menn íslenska landsliðsins í hand- knattleik undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, landsliðs- þjálfara, komi ekki til með að sitja auðum höndum í maí og júní, en þá bíður þeirra erfitt verkefni – keppni um ólympíufarseðil til Peking í ágúst og farseðil á heimsmeistaramótið í Króatíu í janúar 2009. Landsliðsmenn Íslands verða á ferð og flugi í 29 daga og þar af 19 daga í útölndum, á Spáni, Þýska- landi, Póllandi og Makedóníu. Landsliðið keppir um einn ólymp- íufarseðil í Wroclaw í Póllandi, ásamt Pólverjum, Svíum og Argent- ínumönnum. Fyrsti leikurinn í Póllandi verður gegn Argentínu föstudaginn 30. maí, þá gegn Pólverjum á laugardegi og Svíum sunnudaginn 1. júní. Landsliðsmenn Íslands, sem leika í útlöndum koma heim til æfinga 18. maí. Guðmundur Þórður stjórnar æfingum hér á landi í þrjá daga áður hann heldur með sína menn til Spán- ar 22. maí til að leika tvo æfingaleiki gegn Spánverjum – laugardaginn 24. maí í Cordoba og á sunnudaginn í Madrid. Frá Spáni heldur liðið til Magde- borgar í Þýskalandi, þar sem liðið verður í æfingabúðum fyrir keppn- ina í Póllandi. Frá Póllandi heldur liðið aftur í æfingabúðir í Magdeburg – fyrir við- ureign gegn Makedóníu um farseðil á HM í Króatíu 2009. Fyrsti leikurinn gegn Makedóníu fer fram í Skopje laugardaginn 7. júní og seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 15. júní. Mikil keyrsla á liðinu „Það verður mikil keyrsla á liðinu. Þá má segja að þetta sé miklu meiri törn og ferðalög heldur en þegar landsliðið tekur þátt í stórmótum. Við sáum að það borgaði sig ekki að koma heim með liðið á milli leikjanna á Spáni og í Póllandi og síðan á milli leikjanna í Póllandi og leiksins í Makedóníu,“ sagði Einar Þorvarðar- son, framkvæmdastjóri Handknatt- leikssambands Íslands. Mæta fyrst Argentínu  Leikið verður um ólympíufarseðilinn í Póllandi  Íslenska landsliðið í handknatt- leik verður á ferð og flugi í 29 daga – þar af 19 daga í útlöndum Guðmundur Þ. Guðmundsson Einar Þorvarðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.