Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 4
Elsa Nielsen, TBR (1991-2000) ............................. 8 Ebba Lárusdóttir, Snæfelli (1952-1957) .............. 6 Kristín Magnúsdóttir, TBR (1978-1984) .............. 6 Lovísa Sigurðardóttir, TBR (1961-1977)............. 6 Þórdís Edwald, TBR (1982-1990) ......................... 6 Ragna Ingólfsdóttir, TBR (2003-2007) ................ 5 Sigursælustu konur 4 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir CESE Fabregas, miðjumaður Ars- enal, segir að það verði allt gert til að ná að knýja fram sigrum bæði í deildarleiknum gegn Liverpool í dag og leiknum á Anfield á þriðju- daginn kemur í Meistaradeild Evr- ópu. „Við ætlum okkur að vera áfram með í baráttunni í báðum keppnunum,“ sagðir Fabregas. Robin van Persie getur ekki leik- ið með Arsenal í dag vegna meiðsla og þá er Emmanuel Adebayor meiddur á ökkla, en reiknað er með að hann verði með. Theo Walcott mun að öllum líkindum byrja leik- inn gegn Liverpool, en hann gerði mikinn usla í vörn liðsins þeg- ar hann kom inn á sem varamaður í Evrópuleiknum í vikunni, 1:1. Rafael Benítez knattspyrnu- stjóri, sem er kunnur fyrir að gera miklar breytingar á liði Liverpool á milli leikja, segir að hann ætli sér að gera breytingar fyrir deildarleikinn til þess að hvíla leikmenn fyrir Evrópuleikinn. Það bendir allt til að hann hvíli Fern- ando Torres, Steven Gerrard og Dirk Kuyt og láti þá Peter Crouch og leika í fremstu víglínu Andriy Voronin leika í fremstu víglínu. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en í dag hvað Benítez gerir en hann leggur meiri áherslu á Evrópuleik- inn. Arsenal hefur ekki tapað síðustu 20 heimaleikjum sínum í deildinni og hefur unnið síðustu fjóra heima- leikina gegn Liverpool og skorað 12 mörk í þeim. Liverpool hefur að- eins unnið einn af sex deild- arleikjum sínum á útivelli. Benítez ætlar að hvíla leikmenn Cesc Fabregas HRVOJE Custic, leikmaður króat- íska knattspyrnuliðsins NK Zadar, lést á fimmtudag vegna höfuðáverka sem hann varð fyrir í leik sl. laug- ardag gegn Cibalia Vinkovci. Custic fékk þungt högg á höfuðið þegar hann rann út af vellinum og skall á steinvegg sem var í aðeins tveggja metra fjarlægð frá grasvellinum. Custic var í baráttunni um boltann við einn leikmann Cibalia Vinkovci þegar atvikið átti sér stað strax á fjórðu mínútu leiksins. Custic missti meðvitund við höggið og komst hann aldrei til meðvitundar eftir að hann var fluttur á sjúkrahús. Steinvegg- urinn heldur uppi girðingu sem að- skilur áhorfendur frá keppnisvellin- um. Custic var 25 ára gamall og hefur öllum leikjum í efstu deild í Króatíu verið frestað vegna andláts hans. Custic lék 10 landsleiki með U21 árs landsliði Króatíu. Fjölmiðlar í Króatíu greina frá því að heimavöllur Zadar uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru og er þess krafist að knattspyrnusamband Króatíu setji af stað ítarlega rann- sókn á keppnisvöllum víðsvegar um landið, sem eru margir í slæmu ásig- komulagi og uppfylla ekki öryggis- kröfur. Króatar syrgja Custic David Beck-ham opnaði markareikning sinn í bandarísku MLS-deildinni í fyrrinótt þegar LA Galaxy sigr- aði San Jose Earthquakes, 2:0. Beckham skoraði fyrra markið í leiknum á 8. mínútu eftir sendingu frá Landon Donovan og þeir höfðu svo hlutverkaskipti þegar Donovan skoraði eftir und- irbúning Beckhams á 37. mínútu.    Harpa Dögg Steindórsdóttirhafnaði í 42. sæti og Sigrún Dís Tryggvadóttir í 50. sæti af 114 keppendum á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Frakklandi í fyrradag. Harpa Dögg náði að bæta sig í heildareinkunn frá því á Ís- landsmótinu, fékk 45,975, og Sigrún Dís bætti sig í gólfeinkunn. Báðar keppa þær fyrir Gerplu í Kópavogi.    Fjórar stúlkur í viðbót, allar úrGerplu, keppa í unglingaflokki á mótinu en það eru Thelma Rut Hermannsdóttir, Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Tinna Óðinsdóttir og Linda Björk Árnadóttir. Thelma Rut stóð sig best, endaði hún í 44. sæti í samanlögðu, hlaut 49,9 stig og aðeins tveir Norðurlandabúar fyrir ofan hana. Íslenska sveitin varð í 22. sæti í keppninni með 139,35 stig, í öðru sæti af Norðurlandaþjóðunum en Finnar urðu í 17. sæti.    Karen Stupples frá Englandi ermeð eitt högg í forskot á Lor- ena Ochoa frá Mexíkó og Ai Miya- zato frá Japan að loknum fyrsta keppnisdegi á fyrsta stórmóti ársins á LPGA-kvennamótaröðinni í golfi, Kraft Nabisco-meistarmótinu. Stupples sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 2004 og hún gerði ekki mistök á fyrsta keppn- isdeginum á Mission Hills-vellinum í Kaliforníu þar sem hún fékk fimm fugla og lék hún á 67 höggum.    Bandaríkja-maðurinn Andy Roddick lagði Roger Federer frá Sviss í átta manna úr- slitum á ATP Masters-mótinu í tennis en Federer er í efsta sæti heimslistans. Roddick sigraði í þremur settum, 7:6, 4:6, 6:3. Federer hefur ekki náð að fagna sigri á atvinnumóti í tennis á þessu ári en þetta er aðeins í annað sinn sem Roddick sigrar Federer en þeir hafa mæst 17 sinnum. Frá árinu 2000 hefur Federer ekki þurft að bíða eins lengi eftir fyrsta sigri árs- ins. Nikolay Davydenko frá Rúss- landi og Roddick eigast við í undan- úrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum leika Rafael Nadal frá Spáni og Tékkinn Tomas Berdych. Fólk sport@mbl.is Ragna hefur orðið meistari í einliðaleik kvenna fimm ár í röð og er að vonum sigurstranglegust í þeirri keppni. Hún er í 55. sæti heimslistans og nær örugg með sæti á Ólympíuleikunum í Peking. Sara Jónsdóttir, Tinna Helgadóttir og Katrín Atladóttir eru þó allar líklegar til að veita henni harða keppni, sérstaklega Sara sem hefur verið ósigrandi innanlands í vetur. Ragna ekki með í tvenndarleiknum Magnús Ingi varð Íslandsmeistari í einliða- leik karla í fyrsta skipti í fyrra og hann er tal- inn eiga góða möguleika á að verja titilinn í ár. Helgi Jóhannesson hefur þó gefið honum lítið eftir í vetur og þá mætir Tryggvi Nielsen til leiks frá Svíþjóð en hann hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari, síðast 2004. Í tvíliðaleik karla eru Magnús og Helgi lík- legir til að verja meistaratitilinn frá því í fyrra og sama er að segja um Rögnu og Katrínu í tví- liðaleik kvenna. Systkinin Magnús og Tinna þykja sigurstrangleg í tvenndarleiknum. Helgi og Ragna unnu þann titil í fyrra en Ragna ætl- ar að sleppa tvenndarleiknum í ár vegna meiðsla og þau munu því ekki freista þess að verja hann. Broddi enn meðal keppenda Broddi Kristjánsson, sigursælasti badmin- tonmaður landsins frá upphafi, verður enn á meðal keppenda á meistaramótinu. Hann hefur unnið langflesta Íslandsmeistaratitla í grein- inni, 43 talsins, en Broddi hefur 14 sinnum orð- ið meistari í einliðaleik karla, síðast árið 2002, og hann vann síðast til gullverðlauna á mótinu árið 2006 þegar hann og Helgi Jóhannesson sigruðu í tvíliðaleik karla. Broddi, sem er 47 ára gamall, keppir með Þorsteini Páli Hængs- syni í tvíliðaleik karla og með Karitas Ósk Ólafsdóttur í tvenndarleik. Íslandsmótið í badminton var fyrst haldið ár- ið 1949 en þá var aðeins keppt í einliða- og tví- liðaleik karla. Frá 1950 hefur verið keppt í öll- um greinum en keppni í einliðaleik kvenna lá þó niðri í áratug, frá 1963 til 1973, vegna ónógrar þátttöku. Morgunblaðið/Golli Á ferðinni Tinna Helgadóttir, Ragna Ingólfsdóttir og Magnús Ingi Helgason verða í sviðsljósinu í TBR-húsinu um helgina. Magnús og Ragna reyna að verja titlana FIMMTUGASTA Meistaramót Íslands í badmin- ton hófst í gærkvöld í TBR-húsunum í Reykjavík og lýkur með úrslitaleikjum í meistaraflokki um miðjan dag á morgun, sunnudag. Þar eiga Magn- ús Ingi Helgason og Ragna Ingólfsdóttir Íslands- meistaratitla að verja í einliðaleik karla og kvenna en Magnús Ingi varð tvöfaldur meistari í fyrra og Ragna þrefaldur. Fimmtugasta Meistaramót Íslands í badminton í TBR-húsinu um helgina Broddi Kristjánsson, TBR (1980-2002)............... 14 Óskar Guðmundsson, KR (1960-1970) .................. 8 Ágúst Bjartmarz, Snæfelli (1950-1959) ................ 5 Haraldur Kornelíusson, TBR (1971-1975) ........... 5 Wagner Walbom, TBR (1952-1957)....................... 5 Jón Árnason, TBR (1962-1967) .............................. 3 Tómas Viborg, Víkingi (1999-2001) ...................... 3 Tryggvi Nielsen, TBR (1996-2004)........................ 3 Sigursælustu karlar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.