Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÍSLENSK málnefnd, Bók- menntasjóður og Lands- bókasafn Íslands – háskóla- bókasafn bjóða til málþings um íslensku erlendis. Meðal þess sem rætt verður á þinginu er kennsla íslenskra barna er- lendis og tvítyngi, íslensku- kennsla við erlenda háskóla og þýðingar á íslenskum bók- menntum. Frummælendur verða Annette Lassen, dósent í dönsku við Háskóla Íslands, Jón Gíslason, stunda- kennari við Háskóla Íslands, Philip Roughton þýðandi, Sjón og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri í Laugalækjarskóla. Umræður. Tungan Málnefnd ræðir íslensku erlendis Sjón DANSSMIÐJA Ís- lenska dansflokksins er með öðru sniði nú en venjulega þar sem sýnd verða tvö dans- verk til styrktar ABC barnahjálp í kvöld og annað kvöld kl. 20 í gamla Heimilistækjahúsinu, Sætúni 8. Ágóði af miðasölu rennur óskert til að kosta skóla- göngu barns í Pakistan ásamt skólamáltíðum í heilan mánuð. Verkin eru „Tímarú“m eftir Guð- mund Helgason og „Special Treatment“ eftir Pet- er Anderson. Danssmiðja Íslenska dansflokksins er tilraunastöð fyrir unga danshöfunda og tæki- færi til ýmissa æfinga. Miðaverð er kr. 1.500. Dans Dansa til styrktar ABC barnahjálp Úr Danssmiðjunni Á HÁDEGI í dag fjallar Einar Falur Ingólfsson um sýningu sína Staðir – Úr dagbók 1988- 2008 sem nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Viðfangsefni sýningarinnar er að finna í dagbók ljósmynd- arans sem hann hefur haldið frá árinu 1988 en sem skrá- setningartæki notar hann þar myndavél í stað penna. Einar Falur hefur yfirgrips- mikla þekkingu á ljósmyndun og hefur einnig vegna starfs síns sem blaðaljósmyndari í gegnum árin ferðast víðar en margur. Hann á því safn ljós- mynda af stöðum víðs vegar um heiminn. Myndlist Hádegisleiðsögn í Ljósmyndasafninu Einar Falur Ingólfsson Á DEGI bókarinnar, 23. apríl nk., stendur Rithöfundasamband Ís- lands fyrir dagskrá helgaðri ald- arminningu Steins Steinars. Yf- irskrift dagskrárinnar er Ég kvaðst á við fjandann. Eftirtalin ljóðskáld munu velja ljóð eftir Stein og flytja, að undangengnum formáls- orðum: Bragi Ólafsson, Gerður Kristný, Kristján Þórður Hrafns- son, Linda Vilhjálmsdóttir, Matth- ías Johannessen, Óskar Árni Ósk- arsson og Sigurður Pálsson. Þórður Helgason flytur erindi um áhrif Steins og Guðmundur Ólafsson leikari les úr prósa skáldsins. Þá syngur Kvennakór við Háskóla Íslands lög við ljóð Steins undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Dagskráin fer fram í Iðnó og hefst kl. 20. Hún er ókeypis og öll- um opin á meðan húsrúm leyfir. Aldarminning Steinn Steinarr. Ég kvaðst á við fjandann Rithöfundar heiðra aldarminningu Steins Steinars BANDARÍSKA listakademían, The American Academy of Arts and Letters kaus nýverið átta nýja fé- laga inn í sinn útvalda hóp. Rithöf- undarnir Robert A. Caro og Calvin Trillin eru þar á meðal, en einnig kollegar þeirra Kwame Anthony Appiah, Stephen Greenblatt, Paul Muldoon og Joy Williams. Þá munu myndlistarmennirnir John Baldess- ari og Ursula von Rydingsvard einnig hreppa þennan heiður. Við inngönguathöfnina í maí veitir akademían meira en 50 verð- laun til listamanna í arkitektúr, myndlist, bókmenntum og tónlist. Richard Meier arkitekt hreppir gullpening fyrir verk sín, en hann er frægur fyrir stórar byggingar eins og samtímalistasafnið í Barce- lona og útvarps- og sjónvarpssafnið í Beverly Hills. Edmund S. Morgan fær gullpen- ing fyrir störf að sagnfræði og Ju- dith Jamison, listrænn stjórnandi Alvin Ailey-dansleikhússins, fær verðlaun fyrir merkt framlag til bandarískra lista. Fjölgun í bandarísku akademíunni Hvítt Útvarps- og sjónvarpssafnið í Beverly Hills eftir Meier. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is KANNSKI nálgast ég viðfangsefnið eins og myndlistarlegur félags- fræðingur,“ segir Sigríður Melrós hugsi. „Það mætti segja að ég noti aðferðir félags- eða mannfræði við að skilgreina og nálgast viðfangs- efnið en ég vinn úr því sem myndlist- armaður. Mín verk hafa þess vegna ekki hagnýtan tilgang.“ Sigríður Melrós Ólafsdóttir sýnir myndverk sín þessa dagana í tveim- ur listasöfnum. Í Listasafni Reykja- nesbæjar sýnir hún ásamt Karli Jó- hanni Jónssyni á sýningunni Ljós- myndin, ímyndin, portrettið? og í Listasafni Árnesinga í Hveragerði sýnir hún ásamt Borghildi Ósk- arsdóttur og nefnist þeirra sýning Er okkar vænst? Leynilegt stefnu- mót í landslagi. Í báðum söfnum er Sigríður Mel- rós með raðir af portrettum sem hún vinnur í grafík; hún ljósmyndar fólk og sker ásjónurnar síðan út í dúk eða tré. Ástæðan fyrir því að við ræðum um félagsfræði er að á ann- arri sýningunni eru fyrisæturnar fangar á Litla-Hrauni og á hinni er annars vegar röð mynda af nekt- ardansmey og hins vegar ásjónur karlmanna sem listamaðurinn kallar Herra Ísland. „Ég set mér leikreglur að fara eft- ir, aðferð við að velja myndefnið,“ segir hún. „Ég þekki vel mennina á myndunum sem ég kalla Herra Ís- land og þykir vænt um þá, en ég setti mér þá reglu að fara í vinnuna til þeirra og mynda þá þar.“ – Þegar fólk veit að fyrirsæturnar á sýningunni í Hveragerði eru fang- ar, þá horfir það öðruvísi á mynd- irnar en ef það vissi ekkert um þá. „Já og þess vegna langaði mig í kjölfarið að gera seríu með venjuleg- um mönnum. Þeir eru á sama aldri og fangarnir og ég vinn verkin á sama hátt.“ – Í titlinum, Herra Ísland, felst ákveðin írónía. „Kannski,“ segir hún og brosir. „Ég var búin að hugsa um nöfn eins og Íslenskir heimilisfeður eða Hinir vammlausu. Þetta eru góðir og gegnir menn sem standa sig í sínu. Þeir kunna að hafa lent í tukthúsi eða farið að horfa á súludansmeyjar en það er ekki til umræðu í þessum myndum. Þeir eru bara venjulegir en fullkomnir menn.“ Dansararnir tortryggnir – Þú gerðir röð mynda af súlu dansmey sem heitir Lísa. „Það var flókið ferli að fá dansmey til að sitja fyrir. Ég hafði samband við eiganda Goldfinger og fékk eftir langa bið grænt ljós en þá þurfti ég að vinna traust stúlknanna. Ég kom því nokkur kvöld á staðinn en þær voru ekki mjög tilkippilegar í þetta. Þeim fannst minn heimur svo skrýt- inn og voru tortryggnar. Í fangaserí- unni myndaði ég um 30 og gerði síð- an myndir af 20 föngum, en ég lét Lísu duga sem fulltrúa dansaranna. Það var heillandi að vinna með henni. Föngunum fannst ekkert skrýtið að taka þátt í þessu. Þeir eru innilokaðir en miklu opnari en stúlk- urnar, sem hins vegar eru útilok- aðar. Það er mín tilfinning. Ég er samt ekkert að velta mér upp úr því hver er innilokaður eða útilokaður, mér þykja þetta bara áhugaverðir hópar að vinna með.“ Reyni að vera heiðarleg – Þetta eru grafíkmyndir, dúk- og tréristur en ekki í tölusettu upplagi. „Allar myndirnar eru einstakar. Ég sker út línur og bý til stimpil, síð- an ber ég mismunandi prentliti á. Fram að þessu hef ég unnið málverk og er líklega föst í hinum einstöku myndum þar sem engar tvær eru eins. Í þessu get ég verið frjálsari og expressjónískari – og ég er orðin frjálsari í málverkinu eftir að ég fór að vinna grafíkina.Ég reyni að vera heiðarleg í að færa ásjónur frá ljós- mynd í línurnar sem ég sker út. Eft- ir að hafa farið í heimsókn til fólks er gaman að rýna í andlitin; það þarf að umbreyta ljósmyndinni mikið til að skera það út. Þá tekur frelsið við og hægt er að gera óendanlega margar myndir.“ Verk Sigríðar Melrósar eru sett í ólíkt samhengi í söfnunum tveimur. Karl Jóhann málar raunsæislegar myndir af fjölskyldum og vinum en Borghildur er með innsetningu um bakgrunn föðursystkina hennar; texta, ljósmyndir og leirverk. „Mér finnst forvitnilegt að vera sett á þessi tvö stefnumót,“ segir hún. „Framlag mitt í sýningunum rennur nokkuð saman, þótt það séu einir 70 kílómetrar á milli þessara jaðarhópa í söfnunum tveimur.“ Venjulegir en fullkomnir Lísa Dúkrista 2007. Ein myndanna af dansmeynni. Herra Ísland Dúkrista 2008. Sigríður Melrós Ólafsdóttir sýnir myndir af föngum, dansmey og heimilisfeðrum Guð sér um vini mína, ég sé um óvini mína Dúkrista, 2007, eftir fanga á Litla-Hrauni. Morgunblaðið/Einar Falur Myndskerinn „Ég er ekkert að velta mér upppúr því hver er innilokaður eða útilokaður, mér þykja þetta bara áhugaverðir hópar að vinna með,“ segir Sigríður Melrós um reynslu sína af vinnu með föngum og dönsurum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.