Morgunblaðið - 19.04.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.04.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 31 MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra í Reykjavík hafa kynnt aðgerðaráætlunina Borg- arbörn. Aðgerðaráætlunin er metn- aðarfull og raunsæ í senn. Þarna hefur greinilega verið vandað til verka og loksins komin heildstæð sýn á uppbyggingu í þjónustu við fjölskyldufólk í borginni. Hér er komin áætlun sem nær ekki eingöngu til barna þeg- ar þau ná leikskólaaldri heldur til fjölskyldna allt frá því fæðing- arorlofi lýkur. Við nú- verandi og verðandi foreldrar yngstu barnanna hljótum að fagna. Fjölbreytileikinn aukinn Fram kemur að á næstu 4 árum á að halda áfram uppbyggingu leik- skóla í borginni, bæði á að bæta við plássum hjá borgarreknu skólunum en einnig er gert ráð fyrir að sjálf- stætt starfandi leikskólar muni jafn- framt auka þjónustuflóruna. Frá- bært er að sjá að úrræði eins og ungbarnaskólar muni verða sett á fót en reynslan af slíkum skólum hefur verið góð. Unnið verður áfram að fjölgun dagforeldra og stuðlað að nýj- um úrræðum í dagforeldraþjónust- unni sem eykur val okkar foreldr- anna. Þjónustutrygging Eins og við vitum flest hefur mannekla verið helsta vandamál leik- skólanna. Á meðan leitað er leiða til að fjölga starfsfólki í leikskólunum og dagforeldrum munu margir foreldrar þurfa að hjálpa sér sjálfir. Þeir sem kjósa og eru í aðstöðu til að vera heima hjá barni sínu lengur eiga auðveldara að velja það vegna greiðslnanna. Þjónustutryggingin verður einnig hjálp fyr- ir þá sem geta snúið út á vinnumarkaðinn með hjálp sinna nánustu, vina eða þriðja aðila sem þeir geta treyst fyrir ungu barni. Þjón- ustugreiðslur munu ef- laust auðvelda mörgum að biðja um hjálp frá öðrum enda eru þeir bet- ur í stakk búnir til að greiða fyrir það. Hér gætu einnig verið tækifæri fyrir fjölskyldur að skipuleggja sitt eigið fjölskylduvæna umhverfi. Vel gæti verið að fjölskyldur ungra barna gætu tekið sig saman og hjálpast að. Ég þekki til dæmis til tveggja fjöl- skyldna sem einmitt þurftu að bjarga sér til að komast út á vinnumark- aðinn og til náms en báðar voru með ung börn sem hvergi komust að. Fjöl- skyldurnar ákváðu að passa hver fyr- ir aðra, hvert foreldri gætti barnanna einn dag í viku og svo var skipst á með fimmta daginn og þannig var því bjargað þar til börnin komust í leik- skóla. Þjónustugreiðslurnar munu örugglega koma fjölda fólks að góð- um notum og áætlunin ýtir undir fjöl- breytileika í úrræðum fyrir foreldra. Mjög mikið hefur verið gagnrýnt að með þjónustutryggingunni sé ver- ið að senda konur heim til að gæta barna. Þetta er ekki rétt. Í þeim til- fellum sem foreldrar kjósa að vera heima með barn en nota ekki þjón- ustu þriðja aðila verða þeir að komast að samkomulagi á sama hátt og með töku fæðingarorlofsins. Móðurinni er tileinkaður ákveðinn tími, föðurnum sami tími á móti og svo hafa þau ákveðið tímabil sem þau ráðstafa að eigin vild. Borgarbörn – verkin tala Með aðgerðaráætlun sinni hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra í Reykjavík sýnt hvað í honum býr, fyrir liggur á gagnsæjan hátt hvernig gengið verður til verks. „Verkin“ tala hefur gjarnan verið slagorð hægri manna í Reykjavík og ekki er hægt að segja annað en að það sé ljóst í þessu tilfelli. Borgarbörn – í góðum höndum Hanna Kristín Skaftadóttir kynnir aðgerðaráætlunina Borgarbör »Hér er komin áætlun sem nær ekki ein- göngu til barna þegar þau ná leikskólaaldri heldur til fjölskyldna allt frá því fæðing- arorlofi lýkur Höfundur er verðandi foreldri og nemi. Hanna Kristín Skaftadóttir Á VEF Hafrannsóknastofnunar, í skýrslu um Ástand og aflahorfur 2007, er að finna myndir af helstu veiðislóðum þorsks annars vegar og ýsu hins vegar. Með því að bera þessar myndir saman sést að nánast engin fiskislóð ýsu er til nema þar sé þorskur. Með öðrum orðum þá á ýs- an sér varla nein eigin mið og það er eftirtekt- arvert að þar sem mest veiðist af ýsu þar veiðist jafnan einnig mest af þorski. Það eru auðvitað á þessu und- antekningar eins og þekkt er og við vissar aðstæður og tímabund- ið kemur nánast hreinn ýsuafli í veið- arfærin. Hitt er þó meginreglan að ýsan er fyrst og fremst meðafli þorsks. Það var þannig 1945 eins og það var 2006 og öll árin á milli. Þegar skoðaðar eru aflatölur þorsks og ýsu síðastliðin 60 ár hefur ýsan verið að meðaltali 14% af sam- anlögðum afla tegundanna (þ+ý). Á vef Hagstofunnar er hægt að sjá tölur um afla íslenskra fiskiskipa eftir fisktegundum á ofangreindu tímabili (1945-2006). Þar sést t.d. að frá 1945–1983 var ýsuaflinn að með- altali rúmlega 36 þúsund tonn á ári. Fór hæst í 67 þúsund tonn 1982 og var minnst 15 þúsund tonn 1953. Eftir að kvótakerfið var lögfest mátti lengi veiða 60 þúsund tonn af ýsu og allt upp í 65 þúsund tonn frá 1988-1990. Á þessum árum og allt til 1999 náðist ekki að veiða allan leyfi- legan ýsukvóta. Þetta þótti ekkert óeðlilegt, enda hafði ársafli á ýsu rokkað frá 40-67 þúsund tonn und- anfarandi 20 ár. Jafnvel árin 1999 til 2002 þegar ýsukvótinn var ákveðinn undir 40 þúsund tonnum, þá komu samt sem áður að landi rúm 40 þús- und tonn að meðaltali. Síðustu ár hefur ýsukvótinn verið yfir 90 þús- und tonn og frávikið á lönduðum afla verið hverfandi. Þessar stað- reyndir benda til að öll ýsa sem veiðist skili sér í land. Annað væri óeðlilegt. Hlutfall ýsu í samanlögðum afla ýsu og þorsks hefur eins og fyrr er getið verið um 14%. Fram til ársins 1984, þ.e. fyrir kvótalög, var þetta hlutfall að meðaltali 12% en fór hæst árið 1962 í 19,5%. Eftir kvótasetningu hefur hlutfallið farið hækk- andi, en þó þannig að það hefur haldist í hendur við útgefinn heildarkvóta ýsu og þorsks. Árið 1990 var t.d. útgefinn kvóti þorsks 300 þúsund tonn, en ýsu 65 þúsund tonn (17,8%). Það ár var hlutfall ýsuafla 16,5%. Árið 2006 var heimilt að veiða 198 þúsund tonn af þorski og 105 þús- und tonn af ýsu, þ.e. tæp 35% ýsu- hlutfall heimilað. Og viti menn, raunin varð 33% af ýsu í sam- anlögðum lönduðum afla. Sömu sögu má segja frá 2004, þá var ýsan 27% og árið 2005 var ýsuhlutfallið 31%. Nú ætla ég að hætta mér út á hál- an ís og velta því upp hvort aukið hlutfall ýsu í samanlögðum lönd- uðum afla ýsu og þorsks geti verið vísbending um eitthvert misindi í veiðunum. Þrátt fyrir nýja tækni, stækkun fiskiskipa, breytta mark- aði, auknar stofnmælingar og kvóta- kerfi þá verður lítil breyting á hegð- unarmynstri fiska. Þeir synda sinn sjó burtséð frá hvað við erum að bralla hérna uppi í andrúmsloftinu. Nú eins og 1945 eru ýsa og þorskur veidd í sömu veiðarfæri; net, troll, línu og dragnót. Reyndar er veitt á meira dýpi og farið lengra en þá og tækninýjungar hafa auðveldað mönnum verkin. Skip hafa stækkað og veiðar hafa aukist í sum veiða- færi og minnkað í önnur. Þessar breytingar hafa þó fyrst og fremst snúist um að auka veiðar á þorski en ekki ýsu. Það skýtur því skökku við að hlutfall ýsu í hin ýmsu veiðarfæri muni geta þrefaldast frá setningu kvótakerfis. Farið úr rúmlega 14% 1984 og verði 43% 2007/2008. Veiði- saga ýsu og þorsks í 60 ár segir ann- að. Með tilvísun í sögulegar aflatölur og með einföldum reikningi má sjá að ef veidd verða 100 þúsund tonn af ýsu á þessu fiskveiðiári, eins og leyfilegt er. Og ef það er rétt að ýs- an hafi verið frá 14-33% af sam- anlögðum afla þorsks og ýsu hingað til, þá bendir allt til þess að í veið- arfærin komi á bilinu 200-600 þús- und tonn af þorski á þessu kvótaári. Miðað við undangengið, er þá mögulegt að veidd verði 100 þúsund tonn af ýsu og aðeins 130 þúsund tonn af þorski á kvótaárinu? Getur veiðihlutfall ýsu orðið 43% á einu fiskveiðiári? Ráðherrar, fiskifræð- ingar, útvegsmenn og sjómenn, ég spyr ykkur, sem stjórnið og vinnið verkið. Er þetta hægt?! Koma 200-600 þúsund tonn af þorski í veiðarfærin? Sigurður T. Garðarsson veltir fyrir sér þorsk- og ýsukvót- anum » Þegar skoðaðar eru aflatölur þorsks og ýsu síðastliðin 60 ár hef- ur ýsan verið að með- altali 14% af sam- anlögðum afla tegundanna. Sigurður T. Garðarsson Höfundur er kaupmaður og fisksali. HINN 15.-17. apríl var alþjóðleg ráðstefna um skautsmiðjur álvera haldin á Grand hóteli í Reykjavík. Þetta var fjórða ráðstefnan á þessu sérsviði áliðnaðarins, en allar ráð- stefnurnar hafa verið haldnar hér í Reykjavík. Ráðstefnugestir voru 125 frá 15 löndum; 75 erlendis frá og 50 ís- lendingar. Fyrstu þrjár ráðstefnurnar fjölluðu einungis um forskautin (anóðurnar) en að þessu sinni var ákveðið að víkka við- fangsefnið út og beina athyglinni einnig að bakskautunum (katóð- unum). Til útskýringar má nefna að fram- leiðsla á áli fer fram í rafgreiningarkerum, sem hafa að geyma bráðið krýólít, en í það er blandað áloxíði, svo- kölluðu súráli (Al2O3). Ofan í kerin eru sett forskaut úr kolefna- blöndu sem hafa það hlutverk að leiða raf- straum niður í kerin, í gegnum blönduna af áloxíði og krýolíti og niður í bakskautin. Þegar rafstraumur er settur á þessa blöndu í kerunum losnar álið frá súrefninu og sekkur til botns, en súrefnið binst kolefninu sem er í forskautunum, myndar koltvísýring (CO2) og fer út í and- rúmsloftið. Kolefnisblokkirnar í for- skautunum endast í um fjórar vikur og þarf þá að fjarlægja skautleif- arnar, hreinsa þær og endurnýta og steypa nýjar kolefnisblokkir á ska- utgafflana. Þessi starfsemi fer fram í skautsmiðjunum, sem eru í öllum nútíma álverum heimsins. Kolefn- isblokkirnar eru hins vegar fram- leiddar í rafskautaverksmiðjum, en engin slík verksmiðja er hér á landi. Bakskautin endast mun lengur en forskautin eða í 4-6 ár. Gríðarleg starfsemi fer fram í ál- verunum dag hvern. Sem dæmi má nefna að í álveri Alcan á Íslandi í Straumsvík eru um 540 forskaut útbúin á hverjum sólarhring í skaut- smiðjunni, en það eru um 22 á klukkustund. Sérhvert þrep í fram- leiðslunni er vandasamt og að mörgu að hyggja. Mikið er í húfi að vandað sé til verka og hagkvæmni í fram- leiðslu náð. Stöðugt er unnið að því að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstrinum með nýjum lausnum á viðfangsefnunum. Sama má segja um kerin, en rekstur þeirra er einn- ig langt frá því að vera sjálfgefinn og krefst sérfræðiþekkingar og vand- virkni þeirra starfs- manna sem að því koma. Það er vel þekkt í þessum iðnaði að álver Alcan á Íslandi í Straumsvík og Norður- ál á Grundartanga eru í hópi best reknu álvera heimsins. Af upplýs- ingum sem hafa m.a. komið fram á skaut- smiðjuráðstefnunum sem haldnar hafa verið hér má fyllilega búast við að Fjarðaál í Reyð- arfirði verði einnig í þessum hópi. Þess má geta að þegar Fjarðaál verður komið í fulla starfsemi verður sam- anlagður fjöldi starfs- manna álveranna þriggja hér á landi um 1.350 starfsmenn. Skautsmiðj- uráðstefnurnar hafa all- ar verið undirbúnar og haldnar af Nýsköp- unarmiðstöð Íslands, áður Iðn- tæknistofnun Íslands og DMG World Media í Englandi, sem m.a. gefur út mánaðarlega tímaritið Al- uminium International Today. Fag- legt innihald er hins vegar skilgreint af tækninefnd ráðstefnunnar, sem ákveður hverjum er boðið að halda erindi. Sérfræðingar frá Alcan á Ís- landi og Norðurál hafa tekið virkan þátt í þeirri vinnu og er framlag þeirra lykillinn að því að svo vel hef- ur tekist til sem raun ber vitni. Það hefur því sýnt sig að sú sér- fræðiþekking sem til staðar er í ál- iðnaðinum hér á landi er sannarlega nægilega mikil til að hægt sé að halda alþjóðlegar ráðstefnur á þessu sérsviði áliðnaðarins hér á landi. Sú staðreynd er einnig vitnisburður um faglega hæfni þeirra sem þar starfa. Fjórða skaut- smiðjuráðstefnan á Íslandi Birgir Jóhannesson segir frá nýliðinni skautsmiðjuráðstefnu Birgir Jóhannesson » Alþjóðleg ráðstefna um skaut- smiðjur álvera var hald- in á Grand hót- eli í Reykjavík fyrir skömmu. Höfundur er verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. birgirj@nmi.is ÍBYGGINN á svip með hendur læstar fyrir aftan bak og bundið fyr- ir innri augu spássera ég daglega um markaðstorg lífsnautnanna með girndina að leiðarljósi. Ráfandi um götur og torg í ein- hvers konar firringu, smjattandi, líkt og í leiðslu í leit að ein- hverju. Skoðandi hvað hlaðborð heimsins hafa upp á að bjóða. Áreitið er mikið. Fullt af girnilegum til- boðum sem freista mín blasa við nánast hvert sem litið er. Freistandi tilboðum sem ég á erf- itt með að hafna. Hlað- borðið svignar undan lygilegum krásum lystisemda hégómans. Ég litast um og staðnæmist eitt augnablik. Úr innsta kjarna mínum brjótast fram þankar, góðviljaðir en hjáróma: Hvers vegna að kaupa lyg- ina, þegar sannleikurinn fæst ókeyp- is? Og baráttan heldur áfram. Í boxi við sjálfan mig Það er nefnilega þannig að þegar ég gef mér tíma til að líta inn á vígvöll tilverunnar, þá sé ég mig ætíð inni í hringnum í boxi við sjálfan mig. Þar sem þeir eigast við betri helmingurinn og sá verri. Og daglega bið ég af veikum mætti en ein- læglega þó, að Guð gefi að betri helmingurinn mætti bera sigurorð af hinum verri. Í boxi við sjálfan sig Sigurbjörn Þorkelsson skrifar hugleiðingu um freistingar Sigurbjörn Þorkelsson »Daglega bið ég af veikum mætti, en einlæglega þó, að Guð gefi að betri helming- urinn mætti bera sig- urorð af hinum verri. Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.