Morgunblaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 1
föstudagur 9. 5. 2008 íþróttir mbl.isíþróttir Besta skíðakona landsins neyðist til að hætta >> 3 LAKERS OG KOBE Í STUÐI LAKERS LAGÐI UTAH ÖÐRU SINNI OG HEFUR UNNIÐ ALLA SEX LEIKI SÍNA Í ÚRSLITAKEPPNINNI >> 4 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Friðrik hefur glímt við veikindi frá því s.l. haust en hann fór í hjartaað- gerð í október vegna óreglulegs hjartsláttar og rúmlega viku síðar lék hann með liðinu í sigurleik gegn Snæ- fell. „Ég er búinn að fara í tvær hjarta- þræðingar á átta mánaða tímabili og ég geri því ekki ráð fyrir að æfa mikið í sumar eða búa mig undir nýtt tíma- bil. Í ágúst fer ég í ítarlega skoðun hjá læknunum sem sjá um mín mál. Eftir þær rannsóknir mun ég taka ákvörðun um framhaldið.“ Friðrik fór á dögunum til Noregs í þeim tilgangi að horfa á bróður sinn leika hand- bolta með Elverum í úrslitum um norska meistaratitilinn. „Jú, það er víst þekkt í Vestmanna- eyjum að við Sigurður Ari Stefánsson eru bræður. Ég fór með föður okkar til Noregs á úrslitaleikinn. Ég hélt að þetta væri svona deildabikarkeppni í lok leiktíðar eða eitthvað slíkt. Þetta var víst aðeins meira en það. Þeir komu gríðarlega á óvart í úrslita- leiknum með því að sigra Drammen. Það var ekki leiðinlegt að sjá þann „örvhenta“ skora 8 mörk,“ sagði Friðrik og bætti því við að það hefðu ekki verið not fyrir regnjakkann sem hann tók með til Bergen. „Það var sól og blíða.“ Þetta er aðeins í annað sinn sem Elverum verður meistari í sögu fé- lagsins en liðið varð meistari árið 1995. Elverum hafnaði í fimmta sæti í deildarkeppninni og sló út Runar í tveimur leikjum í úrslitakeppninni. Undanúrslitin og úrslitin voru spil- uð í Bergen á föstudag og laugardag í síðustu viku. Elverum sigraði Hauga- sund í undanúrslitum og skellti svo deildar- og bikarmeisturum Dram- men í úrslitunum, 33:31. Það er mikið óvissuástand í her- búðum Njarðvíkinga og segir Friðrik að hann viti lítið um hvað sé að gerast hjá félaginu. „Ég hef lítið fylgst með því hvað er í gangi hjá mínu liði. Teit- ur Örlygsson verður ekki áfram þjálf- ari, Brenton Birmingham er farinn í Grindavík og Guðmundur Jónsson í Þór á Akureyri. Ég hef heyrt að ein- hverjir leikmenn séu að hugsa sinn gang en það eru bara sögusagnir. Stjórn félagsins mun taka ákvörðun um hver verður þjálfari á næstunni og þá munu leikmannamálin skýr- ast,“ sagði Friðrik Stefánsson. „Spila bara á gítarinn“ Reuters Spenna Phil Mickelson hefur titil að verja á Players-meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á TPC Sawgrass-vell- inum í Flórída. Mickelson lék fyrsta hringinn á 2 höggum undir pari og er hann á meðal efstu manna á mótinu. »2 „Ég er ekkert að velta því fyrir mér hvort ég spili körfubolta á næsta tímabili eða ekki. Ég fór í hjarta- þræðingu eftir deildarkeppnina og er í raun bara að jafna mig eftir það. Körfuboltinn er ekki ofarlega á dagskrá þessa dagana. Ég spila bara á gítarinn í frístundum og er aðeins farinn að fikta við golfið,“ sagði Friðrik Erlendur Stefánsson landsliðsmaður í körfubolta og leik- maður Njarðvíkinga. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson fór í tvær hjartaaðgerðir á 8 mánuðum BIRGIR Leifur Haf- þórsson, atvinnukylf- ingur úr GKG, gæti þurft að draga sig al- farið úr keppni á þessu tímabili á Evr- ópumótaröðinni í golfi vegna meiðsla. Birgir gat ekki hafi leik á Opna ítalska meist- aramótinu sem hófst í gær. Dr. Roger Haw- kes, sem er læknir Evrópu- mótaraðarinnar, hefur ráð- lagt Birgi að taka sér frí í allt að fjóra mánuði vegna meiðsla í mjóbaki, hálsi og öxl. Í frétta- tilkynningu sem Birgir sendi frá sér segir m.a. að ef hann verði frá í fjóra mán- uði eigi hann mögu- leika á að sækja um læknisvottorð og þar með myndi Birgir halda keppnisrétti sínum á Evrópu- mótaröðinni þegar keppnis- tímabilið 2008-2009 hefst í nóvember. Þetta er annað mótið á þessu tímabili þar sem Birgir þarf að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Á þessu tíma- bili hefur Birgir tekið þátt á 6 mótum og komist í gegnum niðurskurðinn á 3 þeirra. Hann er í 252. sæti peninga- listans en 115. efstu í lok tíma- bilsins halda keppnisrétti sín- um. Birgir gæti verið frá keppni í fjóra mánuði Birgir Leifur Hafþórsson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,ÉG reikna ekki með að spila meira með á þessu tímabili og það er tvísýnt að ég geti verið á móti Wales í lok mánaðar- ins,“ sagði Eiður Smári Guð- johnsen, leikmaður Barce- lona, við Morgunblaðið í gær en Eiður varð að hætta leik eftir aðeins 23 mínútur gegn Real Madrid í fyrrakvöld vegna meiðsla á rist.,,Læknar liðsins skoðuðu mig í gær og þeir sögðu mér að hvílast sem mest næstu dagana. Ég er bú- inn að finna fyrir þessum meiðslum frá því fyrir jól en nú kom að þeim tímapunkti að ég gat ekki meira,“ sagði Eið- ur en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Til tíðinda dró hjá Börsung- um í gærkvöld þegar Joan La- porta forseti félagsins til- kynnti að Josep Guardiola tæki við liðinu í sumar af Frank Rijkaard. ,,Ég var nú bara frétta af þessu en ég get ekki sagt að þetta komi mér á óvart. Ég veit ekkert hvar ég stend gagnvart honum. Sum blöð hér úti segja að Barce- lona ætli að selja mig en önn- ur segja ekki. Þetta kemur bara í ljós en ef ég fer héðan þá er ekkert sjálfgefið að ég fari aftur til Englands. Ég ætla að bara að reyna njóta þess að spila fótbolta þau ár sem ég á eftir.“ Eiður Smári: Tímabilið líklega búið hjá mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.