Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 20
matur 20 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ég á engar dósir eðapakkalausnir í mínumeldhússkápum heldurlegg ég mig fram um að elda allt frá grunni. Annað er ekki eldamennska, að mínu mati. Ég reyni að hafa hollmetið í öndvegi og nota til dæmis aldrei rjóma í mína eldamennsku,“ segir Kristín Guðmundsdóttir, sem er búsett í tyrkneska skútubænum Göcek við Miðjarðarhafið. Kristín hefur búið í Tyrklandi undanfarin tvö ár, unir sér vel í Miðjarðarhafsloftslaginu og segist ekki hafa svo mikið sem vott af heimþrá. „Hér kemst maður af með brotabrot af þeim fjárútlátum sem Íslendingar á Íslandi þurfa að sjá af í helstu nauðsynjar, en rétt er að taka fram að innflutt matvara og innflutt vínföng eru hér mjög dýr,“ segir Kristín, sem hefur það fyrir venju að trítla með inn- kaupakerruna sína á hverjum sunnudagsmorgni á markaðinn, sem er í göngufæri frá heimili hennar og bókstaflega ilmar af ferskleika. Þar kaupir hún græn- meti til vikunnar, en sem dæmi má nefna að kílóið af appelsínum og tómötum kostar sem svarar 60 krónum, stærðarinnar rucolavönd- ur er á 30 krónur og ferskjur og kirsuber eru á 120 kr. kílóið. Á veitingahúsum er líka ódýrt að borða því algengt verð á forréttum er frá 180 til 360 krónur og algengt verð á aðalréttum 600 til 1.500 krónur. Verð á tyrkneskum vínum út úr búð er algengt 600 til 1.200 krónur og bjór á bar kostar þrjár lírur eða 180 krónur. Kristín er orðin hagvön í Göcek og talar orðið tyrknesku með hjálp tyrkneskrar vinkonu sinnar Sevgi, sem hefur líka kennt henni sitthvað um tyrkneska matseld. „Sevgi, sem hjálpar mér við þrif á skútunum eftir hverja leigu, á svo dótturina Dilek, sem er á fjórða ári og er mikil prinsessa í bænum. Hún passar auðvitað upp á það að ég segi enga vitleysu og leiðréttir mig í tíma og ótíma. Svona finnst mér afskaplega gott að læra ný tungu- mál,“ segir Kristín, sem nestaði blaðamann með uppskriftum að hollum og góðum réttum, sem hún hefur margreynt á gestum sínum við góðan orðstír. Hver uppskrift er fyrir sex manns. Linsubaunabollur 1 glas rauðar linsubaunir 4 glös af vatni 1 glas fínar bulgur 2 laukar 2-3 msk tómatpúrra salt chilipipar cumin-duft 3-5 vorlaukar steinselja Linsubaunirnar eru soðnar í vatninu í um það bil hálftíma eða þar til smávatn er eftir á þeim. Þá er einu glasi af fínum bulgum bætt út í pottinn. Hrært saman í um það bil tvær mínútur á hita. Tekið af hitanum og látið standa í fimm til tíu mínútur. Laukarnir svissaðir í öðrum potti í smáolíu. Tómatpúrr- unni bætt út í og kryddað vel með salti, chilipipar og cumin-dufti. Engar skyndilausnir í Linsubaunabollur, kjúklingapottréttur og baunapott- réttur var meðal þess sem skútuskipstjórinn Kristín Guðmundsdóttir framreiddi á svölunum sínum í heitu Miðjarðarhafsloftslaginu í Tyrklandi þegar Jó- hanna Ingvarsdóttir brá sér til hennar í heimsókn. Linsubaunabollur Með rauðum linsum og fínum bulgum. Baunapottréttur Með grænum linsubaunum og gulrótum.Kjúklingapottréttur Með sveskjum og furuhnetum. 21. júní í 2 vikur frá kr. 44.990 Bjóðum nú allra síðustu sætin til Rhodos 21. júní í 2 vikur. Í boði er stökktu tilboð en þá bókar þú flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Einnig er í boði frábært tilboð á einum af okkar vinsælasta gististað á Rhodos, Hotel Forum, með hálfu fæði og stendur aðeins 100 m frá ströndinni. Á hótelinu er góð sundlaug, barir og veitingastaður. Góð aðstaða er fyrir börn s.s. barnalaug, leikaðstaða, billiard, pílukast, borðtennis o.fl. Á daginn og kvöldin er skemmtidagskrá fyrir bæði börn og fullorðna. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Verð kr. 44.990 - Stökktu tilboð Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Stökktu tilboð 21. júní í 2 vikur. Aukalega kr. 10.000 m.v 2 í herbergi / stúdíó / íbúð. Verð kr. 54.990 - Hotel Forum með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Hotel Forum 21. júní í 2 vikur. Aukalega kr. 10.000 m.v. 2 fullorðna í íbúð m/ 1 svefnherbergi. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. *** Allra síðustu sætin *** Ótrúlegt tilboð Kr. 54.990 í 2 vikur - með hálfu fæði Rhodos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.