Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 34
Hugh Hefner, hann á svo góða að … 36 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „EINAR er enn að jafna sig eftir slysið, og verður örugglega ekki kominn á almennilegt ról fyrr en í lok júlí eða byrjun ágúst. Þannig að við höfum þurft að fresta á bilinu 20 til 30 tónleikum,“ segir Róbert Aron Magnússon, umboðsmaður hljóm- sveitarinnar Steed Lord. Eins og margir eflaust muna lenti sveitin í al- varlegu bílslysi á Reykjanesbraut- inni hinn 9. apríl sl. Að sögn Róberts fór Einar Egilsson verst út úr slysinu og þótt hann hafi náð nokkrum bata hrakaði honum töluvert eftir aðgerð í síðustu viku. „Við vorum búin að plana tveggja vikna túr um Bandaríkin í júlí en við þurfum líklega að fresta honum,“ segir Róbert. Þá verður einnig ein- hver bið eftir fyrstu plötu sveitar- innar. „Platan átti að vera klár og við ætluðum að vera byrjuð að kynna hana bæði hér á landi og erlendis. Hún klárast hins vegar í sumar þann- ig að öll plön hjá okkur eru komin þrjá eða fjóra mánuði aftar en þau voru.“ Aðspurður segir Róbert ekki hafa komið til tals að hljómsveitin haldi tónleika án Einars. „Það var alltaf búist við því að þetta yrði svona tveggja mánaða strik í reikninginn. Ef þetta fer að teygjast eitthvað verður það kannski eitthvað skoðað. En Einar spilar bara svo stóran þátt í þessu að það væri rosalega mikill missir. Þannig að það hefur ekki komið til tals,“ segir Róbert. „Við erum annars með einhverjar tíu til fimmtán bókanir frá miðjum ágúst fram í september og ef við frestum þessum Bandaríkjatúr reyn- um við að tengja þetta eitthvað sam- an. Við vonum að það komist í samt horf eftir svona mánuð, þá ættum við að geta verið með eina tónleika hér og svo tekið Evrópu og Bandaríkin í framhaldinu,“ segir Róbert, en auk þess er Steed Lord bókuð á Iceland Airwaves hátíðina í október. „Það horfa allir björtum augum á fram- haldið, enda þýðir ekkert annað. Menn verða bara að stappa í sig stál- inu þótt þetta sé erfitt,“ segir Róbert. Hafa frestað 20-30 tónleikum Steed Lord Svala Björgvinsdóttir, söngkona sveitarinnar, ásamt hinum meðlimum hennar, bræðrunum Eðvarði, Einari og Erlingi Egilssonum. Meðlimir Steed Lord eru enn að jafna sig eftir alvarlegt bílslys  Tónleikar Whitesnake fóru fram í Laugardalshöll á þriðjudag og í gær birtust dómar í helstu fjöl- miðlum landsins. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamaður Morgunblaðsins, var ekki par hrif- inn af frammistöðu Davids Cover- dales og félaga og gaf tónleikunum aðeins eina stjörnu í dómi sem bar fyrirsögnina „Náhvítt snákshræ“. Íþróttablaðamaður Fréttablaðs- ins, Henry Birgir Gunnarsson, var hins vegar á öndverðum meiði og svo ánægður með tónleikana að hann hrósaði Coverdale sérstak- lega fyrir að bregða sér baksviðs í hvert skipti sem hann lenti í and- nauð, því þá hefði gefist tóm fyrir löng trommu- og gítarsóló!? Misjafn er smekkur ...  Íslenska lág- gjaldaflugfélagið Iceland Express býður enskum tónlistaráhuga- mönnum upp á sérstök tilboðs- sæti í tilefni af tónleikum Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum hinn 28. júní. Kostar miðinn aðra leið um 10 þúsund krónur sem telst nú ekki hátt verð á þessum síðustu og verstu tímum. Tónleikarnir hafa vakið athygli um allan heim og öll helstu tónlist- artímarit og vefsíður helgaðar tón- list hafa með einum eða öðrum hætti fjallað um tónleikana. Á vef- síðu ferðaskrifstofunnar Travel Counsellors segir að tónleikarnir séu haldnir í hveradal í miðborg Reykjavíkur og að líklegt sé að enn eigi eftir tilkynna um þátttöku fleiri listamanna, þ.á.m. einnar enskrar hljómsveitar. Hvaðan Tra- vel Counsellors hefur sínar heim- ildir er ekki gott að segja en hér hafa menn verið þöglir sem gröfin. Hvaða enska hljóm- sveit er þetta? Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ELDGLEYPIR, kandífloss, popp, freyðivín og bjór verður á boð- stólum á skemmtistaðnum 7-9-13 á Klappastíg í kvöld kl. 10, en þar mun nýstofnað útgáfufyrirtæki, Ching Ching Bling Bling Records, kynna sýna fyrstu afurð, nýjan disk með Peter and Wolf. Úlfurinn er Bjarki Magnússon, sem einnig gef- ur út hjá fyrirtækinu undir nafninu Orustubjarki og Pétur er Pétur Jó- hann Einarsson, einn af fjórum for- sprökkum útgáfunnar. Þá vekur at- hygli að hann er í meira en helm- ingi þeirra hljómsveita sem eru á snærum þessa nýstofnaða útgáfu- fyrirtækis. „Þetta er svona kokteill, hinir og þessir, stór vinahópur sem hópar sig saman og býr til músík,“ segir Pétur um böndin, sem virðast vera mismunandi útgáfur af klíkum inn- an hópsins sem skarast þvers og kruss. Auk Péturs standa Hafsteinn Michael Guðmundsson og hjónin Berglind Björk Halldórsdóttir og Hannes Þór Baldursson að útgáf- unni sjálfri. „Við vorum búin að gefa út þrjá diska fyrir og ákváðum bara að slá til og búa til fyrirtæki í kringum þetta,“ segir Pétur en öll eru þau einnig í einhverjum sveit- um útgáfunnar fyrir utan Berglindi sem heldur utan um allt saman. „Hún er fyrrverandi grúppía. Þegar við vorum með Spírandi baunir var hún bara að elta bandið, og svo enduðu þau saman, söngv- arinn og hún, í mikilli hamingju.“ Rekast listin og viðskiptin ekki á? „Það hefur ekki reynt á það ennþá, en við ætlum bara að láta það ganga upp. Það er nú eitthvað af bisnessfólki í útgáfunni á meðan aðrir hafa ekkert bisnessvit, við lát- um þá sem hafa vitið sjá um þetta.“ Þau leggja áherslu á tilrauna- kennda tónlist. „Okkur langar að gera eitthvað skapandi og skemmtilegt, gæða hversdagslífið töfrabjarma og koma góðri tónlist á framfæri. Næst er svo ný skífa Black Valentine í ágústbyrjun. Svo er stefnan að vera dugleg og gefa út 3-4 skífur á ári,“ bætir Pétur við. En þetta er ekki lokaður hópur. Kabarett-tölvupopp „Við höfum mjög gaman af að fá demó til okkar, það eru allir vel- komnir með efni, þetta er ekki lok- uð útgáfa.“ Vefsíða útgáfunnar er tilbúin og verður með tímanum hægt að kaupa plöturnar og nú má nota síðuna til að heimsækja My- space-síður sveitanna. En hvernig tónlist má búast við frá Pétri og úlfinum í kvöld? „Tilraunakennt kabarett-tölvu- popp,“ svarar Pétur þegar hann er rukkaður um skilgreiningu og bæt- ir við: „Þá má oft heyra hversdags- legt spjall tónlistarmannanna í bak- grunni. Eins eru þarna nokkrar eldgamlar upptökur af foreldrum og frændfólki Bjarka að syngja þjóðlög og spila á nikkuna.“ Úlfar og eldgleypar Útgáfufyrirtækið Ching Ching Bling Bling Records fagnar fyrstu plötunni Morgunblaðið/Frikki Í skjóli Drekans Aðstandendur plötufyrirtækisins Ching Ching Bling Bling á horni Njálsgötu og Frakkastígs. www.chingchingblingbling.com Black Valentine Pornopop Mountain Zero Caps Lock Forever! Peter and Wolf Orustubjarki California Cheesburger Rafgashaus Böndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.