Morgunblaðið - 05.08.2008, Side 2

Morgunblaðið - 05.08.2008, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina aðra leiðina til Alicante á hreint ótrúlegum kjör- um, 13. ágúst. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarauka á frá- bærum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Alicante *** Aðeins örfá sæti laus *** Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. frá kr. 19.990 13. ágúst kr. 19.990 Flugsæti aðra leið með sköttum til Alicante 13. ágúst. Netverð á mann. Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is ÓLYMPÍULEIKARNIR verða settir nú í vikulokin og íslensku keppendurnir eru því óð- um að búa sig undir dvölina í Ólympíuþorpinu en þeir sem þegar eru komnir á staðinn láta mjög vel af aðstöðunni. Þar mun íslenski hóp- urinn búa í 10 íbúðum og er lögð áhersla á að þær séu sem heimilislegastar. Von er á sundliðinu til Beijing í dag, en það hefur verið við æfingar í Singapore. Hand- knattleiksliðið mætti í gær og júdóliðið kemur á morgun svo að flestir keppendur verða komnir fyrir helgina ef frá er talið frjáls- íþróttaliðið, en það hefur ekki keppni fyrr en um miðjan mánuðinn og nýtir því tímann þang- að til í æfingabúðum í Japan. Fimmtudaginn 6. ágúst mun borgarstjóri Ólympíuþorpsins halda sérstaka athöfn fyrir íslensku keppendurna, en hefð er fyrir því að hver hópur sé þannig boð- inn velkominn á leikana. 50 manns í flokki Íslendinga Alls keppa 27 manns í 5 keppnisgreinum fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í ár auk eins varamanns fyrir handboltaliðið. Íþróttafólkinu fylgir svo 22 manna fylgdarlið sem samanstendur m.a. af liðsstjórum og þjálfurum, lækni, sjúkraþjálfara og sálfræð- ingi. Alls eru því 50 manns í Ólympíuhópnum en þess má reyndar geta að utan hans standa þrír þátttakendur til viðbótar við keppnis- liðið. Berglind Pétursdóttir fimleikadómari verður varadómari á leikunum, auk þess sem ÍSÍ hefur valið tvö ungmenni til að vera fulltrúar Íslands í ungmennabúðum Ólympíu- leikanna, þau Sigrúnu Ingu Garðarsdóttur skylmingakonu og Einar Daða Lárusson frjálsíþróttamann. Setningarathöfnin fer fram með pompi og prakt á föstudagskvöldið og munu Íslendingar ganga inn númer 86, á milli Togo og Guam, í búningum eftir Kristínu Halldórsdóttur, fata- hönnuð. Athöfnin hefst kl. 20 að staðartíma en 12 að íslenskum tíma, því 8 klukkustunda tíma- munur er á milli Kína og Íslands og fara því margar keppnirnar fram að næturlagi sam- kvæmt íslenskum tíma. Þær verða þó sýndar í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins. Koma sér fyrir í Beijing  Flestir af íslensku keppendunum 27 verða komnir í Ólympíuþorpið í vikulokin  Mikill tímamunur getur verið andsnúinn áhorfendum heima á Íslandi LÖGREGLAN á Akranesi handtók á níunda tímanum í gærkvöldi öku- mann bifreiðar sem fyllt hafði bens- íntankinn í Baulu án þess að greiða fyrir. Maðurinn, sem er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkni- efna, reyndist einnig vera með stolnar númeraplötur úr Reykjavík á bifreið sinni. Reyndi hann þannig að villa á sér heimildir. Bifreið mannsins var kyrrsett af lögreglunni. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu en hann játaði brot sín greiðlega. Telst málið upplýst en sýni úr manninum verða send til frekari rannsóknar. thorbjorn@mbl.is Ölvaður stal bensíni og númeraplötu BÍLVELTA varð nálægt Baldurs- heimi í Mývatnssveit í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var í nágrenninu, var send á staðinn og var einn þriggja farþega fluttur með þyrlu á sjúkrahús á Akureyri en er þó ekki talinn alvarlega slasaður. Að sögn lögreglunnar á Húsavík voru farþegarnir minna slasaðir en talið var í fyrstu. Óvíst er um tildrög slyssins, en ökumaður talaði um þreytu og taldi mögulegt að hann hefði sofnað undir stýri, að sögn lögreglu. halldorath@mbl.is Með þyrlu á Akureyri Sjúkraflutningar Þyrlan TF Gná sótti hina slösuðu í Mývatnssveit. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Á NÆSTU dögum kemur í ljós hvern- ig landið liggur í mönnun grunn- skólanna í haust. Upplýsingadeild menntasviðs byrjar í dag að safna upp- lýsingum frá skól- um um hvernig staðan sé, og skrif- stofa Kennarasambands Íslands verður opnuð eftir þriggja vikna sum- arfrí starfsmanna. Um helgina aug- lýstu 26 grunnskólar í Reykjavík eftir umsóknum um lausar stöður, en í Reykjavík eru um 38 skólar. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, seg- ir mun meiri bjartsýni ríkja meðal skólastjóra í grunnskólum borgarinn- ar, sem hann hefur rætt við, nú en á sama tíma í fyrra. „Í fyrra gætti veru- legrar svartsýni um þetta leyti,“ segir Júlíus Vífill. Á síðastliðnu ári hafi hlutfall leiðbeinenda af þeim sem sinna kennslustörfum í borginni farið úr um 2%, eins og það er venjulega, upp í um 4%. Það hlutfall geti vel breyst í vetur. Aðspurður hvað valdi bjartsýninni nú segir Júlíus Vífill líklegt að kjara- samningar kennara, sem almennt hafi virst ríkja jákvæðni gagnvart í kenn- arastétt, hafi góð áhrif en einnig geti skipt máli að fleiri séu nú í atvinnuleit en á sama tíma í fyrra. Meiri bjartsýni meðal skólastjóra í Reykjavík Sjá fram á auðveldari mönnun í kennarastöður í haust Í HNOTSKURN »Í Morgunblaðinu á laug-ardag auglýstu 26 skól- ar í Reykjavík eftir starfs- fólki fyrir skólaárið 2008-2009. »Nálægt tveimur og hálfustöðugildi virðist vanta í hvern skóla fyrir næsta ár. »Með eru taldar stöðurskólaliða, stuðningsfull- trúa og bókavarða. »Hátt í 90 starfsmenngæti því vantað í grunn- skóla borgarinnar. Júlíus Vífill Ingvarsson Ragna Björg Ingólfsdóttir badmintonkona ríður á vaðið fyrir hönd Íslendinga með keppni strax hinn 9. ágúst kl. 1 um nótt að ís- lenskum tíma. Sama dag keppir Jakob Jó- hann Sveinsson í 100 metra bringusundi klukkan 12:45. Á laugardaginn verður svo fyrsti leikur handboltaliðsins, sem keppir við Rússa kl. 2:45. Dagskrá íslensku keppend- anna má finna í heild sinni á www.isi.is. Íslendingar byrja á fyrsta keppnisdegi SÆLUDAGAR í Vatnaskógi, sem er áfengislaus fjölskylduhátíð á vegum KFUM og KFUK, voru haldnir í átjánda sinn núna um helgina. Um 1.000 manns sóttu hátíðina í ár og á dagskránni voru bátar og vatnafjör, risabingó, kvöldvökur og tónleikar með Bubba, svo fátt eitt sé nefnt. Morgunblaðið/hag Vatnafjör í Vatnaskógi Róleg umferð FREKAR rólegt var yfir umferðinni inn í höfuðborgina að lokinni versl- unarmannahelgi í gær. Segja má að hún hafi verið svipuð og á hefð- bundnum góðviðrissunnudegi í sum- ar, hvorki meiri né minni. Sam- kvæmt upplýsingum frá umferðar- deild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu dreifðist hún nokkuð jafnt yfir sunnudag og mánudag og var svipað álag á Suðurlands- og Vest- urlandsvegi. Seint í gærkvöldi höfðu hvorki nein óhöpp né tafir orðið. halldorath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.