Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SKÝRSLA vísindanefndar um lofts- lagsbreytingar á Íslandi varpar ljósi á það að hlýnun loftslags er jafnmikil hér og meðaltalshlýnun jarðarinnar. Skýrslan var kynnt í fyrradag. Hvað þetta ber í skauti sér er háð mörgum atriðum en víst þykir að jöklarnir bráðni og hverfi að mestu, gróðurfar og dýralíf taki breytingum og lífríki sjávarins verði sömuleiðis fyrir áhrifum. Merki þess eru raunar löngu farin að sjást og fólk í mismun- andi stéttum er byrjað að takast á við afleiðingarnar. Ýmislegt í gangi Fljótt á litið virðist hlýnunin ekki sami boðberi válegra tíðinda hér eins og víða annars staðar í heiminum, enda langt í að hitinn hér verði svo yf- irþyrmandi að hamli landbúnaði. Aukna orku verður að fá á meðan jöklarnir bráðna og óvíst er hvað ger- ist í sjónum, fiskistofnar gætu farið eða minnkað og aðrir komið eða stækkað. En hvað eru Íslendingar að hugsa þegar kemur að loftslagsbreyting- um? Eru þeir að vinna að framtíðinni með þær í huga eða láta þeir reka á reiðanum? Erum við ein af þessum „heppnu“ þjóðum sem hagnast bara á hlýnun jarðar? Talsmenn atvinnu- greina sem rætt var við í gær gefa mismunandi svör en ýmislegt virðist vera í gangi til að bregðast við þeirri mynd sem við höfum af framtíðinni, sumt unnið af framsýni en annað ein- faldlega af nauðsyn til þess að bregð- ast við nýjum aðstæðum sem þegar eru komnar upp. Náttúruverndarsinnar kalla eftir markvissari stefnu frá stjórnvöldum, um að Ísland geri sitt til að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifum. Hin op- inbera stefna um þessar mundir, sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra hefur vísað í, er sú að minnka eigi losun gróðurhúsaloftteg- unda um 50-75% fyrir árið 2050. Í við- tali við fréttavef Morgunblaðsins auglýsir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, eft- ir stefnu stjórnvalda vegna gróður- húsaáhrifa til næstu tólf ára og sagði það ekki fullnægjandi að setja fögur markmið sem eigi að nást eftir að nú- verandi ráðamenn séu komnir undir græna torfu. ,,Ríkisstjórnin verður að koma með stefnu þar sem segir hversu mikið á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2020, þ.e. eftir rúm tíu ár. Þá vitum við hvað ríkisstjórnin vill,“ segir Árni og minnir á þau slæmu áhrif sem hlýn- unin hefur í öðrum heimshlutum. Einnar gráðu hlýnun hafi gríðarleg áhrif á lífríki jarðarinnar, og þá ekki síst á okkar minnstu meðbræður. En tveggja gráðu hlýnun hafi í sumum tilvikum algjör hamfaraáhrif. Sama fiskveiðiþjóð í aldarlok? Árni segir að það áhrifin hlýnunar á þorskstofninn, loðnustofninn og síldarstofninn þurfi að rannsaka bet- ur. Menn þurfi að huga að því hvort Íslendingar verði sama fiskveiðiþjóð- in árið 2100 og þeir eru núna. Brugðist við breytingunum?  Bændastéttin þróar íslenska ræktunarmenningu með loftslagshlýnun framtíðarinnar í huga  Margt jákvætt fyrir Ísland samfara óvissunni, á meðan sumir heimshlutar verða illa úti Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson Bygg Hrunamannahreppur er ein þeirra sveita þar sem kornrækt hefur verið tekin upp með góðum árangri á síð- ustu árum. Líklegt er að þreskivélar verði tíðari sjón á þessari öld og útlit sveita taki nokkrum stakkaskiptum. Í HNOTSKURN »Hækkandi vetrarhiti leiðiraf sér meiri sveiflur í kringum frostmark. Þá eykst þörf fyrir þungatakmarkanir á vegum. »Smitsjúkdómar og ofnæm-issjúkdómar gætu orðið skæðari með hlýnun. Vaxandi magn frjókorna mun valda auknu ofnæmi. »Líklegt þykir að íslensktsamfélag og heilbrigð- iskerfi ráði við heilsuógnir vegna hlýnunar loftslags. ÚTVEGSMENN glíma við margvísleg viðfangsefni vegna hlýnunar í sjó. Breytt ganga og útbreiðsla fiski- stofna hefur margvíslegar afleiðingar, að sögn Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Mikil um- ræða sé um hlýnunina en hins vegar afar takmarkaðir möguleikar á að vinna fram í tímann með tilliti til henn- ar. Afleiðingar hlýnunar þurfi að takast á við jafnóðum, eftir því sem menn finni fyrir þeim á eigin skinni. Endur- skoða þarf lokanir á stórum svæðum vegna þessa og a.m.k. undanfarna fjóra vetur hefur farið mikið púður í leit og mælingu á loðnu vegna breyttrar göngu. Fleiri stofnar verði fyrir áhrifum og nýir veiðist við landið, svo sem makríll og skötuselur í meiri mæli en verið hefur. Þá útilokar Friðrik ekki að í framtíðinni geti tilfærsla fiskstofna orðið að þrætueplum milli ríkja. Það geti jafnvel átt við um helstu nytjastofna við Ísland ef mikil umskipti verði í hafinu. Íslenskar útgerðir leiti alltaf að hagkvæmni. Þær spari olíu eftir fremsta megni og minnki útblástur, sem dugi þó skammt gegn gróðurhúsaáhrifum. Lítið hægt að vinna í haginn Friðrik Jón Arngrímsson „VIÐ munum sjá breytt ræktunarlandslag á næstu ár- um. Við munum víðar sjá akra og oftar sjá tún tekin upp til endurræktunar. Við leggjum meiri áherslu á orku- meiri fóðurjurtir og bætta landnýtingu, að láta hverja einingu lands framleiða fleiri fóðureiningar,“ segir Har- aldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hann segir bændur þegar vinna í takt við hlýnun lofts- lags. Í sumar hófust tilraunir með fjárhagslega hvata, landgreiðslur, sem hvetja til grænfóðursframleiðslu, kornræktar og nýræktar. Samtökin hafa í þrjú ár und- irbúið landsupplýsingakerfi þar sem skráð er hvað er ræktað í hverri spildu lands og bændur geta sótt um framlög eftir því. Þá er gæðavottun á landnotkun að ryðja sér til rúms og stefnan að bæta land á meðan hlýnunar nýtur við. Hins vegar segir Har- aldur hlýnun og breyttum aðstæðum geti fylgt ýmis óværa, svo sem nýjar illgresistegundir í ræktarlandi, sem gæti þurft að berjast gegn með efna- notkun. Sömuleiðis hafa bændur áhyggjur af uppgangi refa- og minka- stofna, sem spáð er að sæki í sig veðrið fram eftir þessari öld. Ræktunarlandslag breytist Haraldur Benediktsson ERNA Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, segir loftslagshlýnun lítið rædda á vett- vangi samtakanna. Fjárfestingar í afþreyingu séu yf- irleitt ekki til svo langs tíma að áratuga eða árhundraða þróun hafi þar áhrif. Hins vegar sé sífelld nýsköpun í ferðaþjónustu og þeir sem þar starfi hafi augun opin fyr- ir möguleikum sem breytingar hafi í för með sér. „Þetta er framtíðarmúsík enn sem komið er. Við höfum meiri áhuga á því í dag að stuðla að verndun ákveðinna svæða í íslenskri náttúru,“ segir Erna. Hún kveðst ekki vita annað en að Ísland haldi enn ímynd sinni sem hreint og kalt land jöklanna. Einnig samsinnir Erna því að auðnin á hálendi Íslands sé verðmæt fyrir ferðaþjónustuna, en á meðal þess sem fram kom í skýrslu vísindanefndar er væntanleg efling gróðurþekju landsins og hækkun skóglínu. Hjá ferðafyrirtækjum sem rætt var við í gær komu fram þau við- horf að á komandi áratugum gæti ferðamannastraumur tengdur jöklum og jöklaferðum heldur aukist, því fólk fái á tilfinninguna að nú séu síðustu for- vöð að sjá hverfandi fyrirbæri eins og jökla. Möguleikar í breytingunum Erna Hauksdóttir Í skýrslu vísindanefndar kemur fram að meðalhlýnun við yfirborð jarðar síðustu hundrað árin er 0,74°C. Hins vegar hitnaði um 0,18°C á áratug síð- ustu tvo áratugi, sem er tvöfalt hrað- ari hlýnun en meðaltal síðustu hundrað ára, og fjórfalt hraðari en meðaltal síðustu 150 ára. Sums stað- ar sjást verulegar langtímabreytingar á úrkomu á tímabilinu 1900-2005. Úrkoma hefur aukist um austanverða N- og S-Ameríku, í N-Evrópu og Norð- ur- og Mið-Asíu. Hún hefur minnkað í suðurhluta Afríku, umhverfis mið- jarðarhafið og í sunnanverðri Asíu. Hitinn hækkar hraðar og hraðar í seinni tíð Í sumum ríkjum Ástralíu er þurrkur orðinn viðvarandi vandamál og hefur verið það sem af er þessari öld. Inn- streymi í mikilvæg ferskvatnskerfi hefur minnkað vegna hita og þurrka, sem eru nú orðnir þeir mestu í heila öld. Kornuppskera hefur brostið ár eftir ár og búpeningi orðið að farga í stórum stíl. Haustið 2006 var talið að fjórða hvern dag svipti ástralskur bóndi sig lífi vegna erfiðra aðstæðna. Sums staðar hefur óþarfa vatns- notkun verið bönnuð, að viðlögðum háum sektum. Til dæmis er bannað að þvo bíla og vökva garða. Miklir þurrkar í Ástralíu það sem af er 21. öld Sumarið 2003 gekk mikil hitabylgja yfir stóran hluta Evrópu, en slíkar hitabylgjur verða nú tíðari. Hvelfing af heitu lofti náði þá yfir vestan- og sunnanverða álfuna vegna hæðar sem hindraði lægðagang frá Atlants- hafinu. Hitinn fór m.a. í 36,4 gráður í Eng- landi. Skógareldar loguðu í Frakk- landi, Króatíu, Ítalíu, á Spáni og í Portúgal. Fjölmargir létust úr hjarta- áföllum í hitanum og enn fleiri í skóg- areldunum. Þúsundir þurftu að flýja heimili sín. Í Portúgal brunnu meira en 54.000 hektarar lands. Gríðarleg hitabylgja í Evrópu sumarið 2003 Helliregn jókst víða mjög mikið á tímabilinu 1900-2005, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu, segir í skýrslu vís- indanefndar. Merkja má samband milli úrkomubreytinga og hitabreyt- inga. Hellirigningar orsaka stundum skyndileg flóð sem geta valdið aur- skriðum og eyðilagt uppskeru, skemmt ræktarland og mengað drykkjarvatn. Loftslagsráð SÞ telur úrkomubreytingar af þessu tagi geta haft áhrif á lífsviðurværi milljóna manns í Asíu, Afríku og S-Ameríku. Dembur tíðari, líka með minni heildarúrkomu Vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa spáð því að hækkandi yfirborð sjávar, sem tengist hlýnun jarðar með beinum hætti, hafi víða mjög slæm áhrif á lífsskilyrði fólks á þessari öld. Spáð hefur verið að 17% af núverandi landsvæði Bangladesh kaffærist fyrir árið 2050. Afleiðingar þess væru þær að 30 milljónir manna yrðu heimilislausar. Hækkandi yfirborð sjávar eykur hættu á flóðum hér á Íslandi, meðal annars í Reykjavík þar sem á stór- streymi og við óhagstæð veðurskil- yrði er nú þegar hætta á flóðum. Hækkandi sjávarborð hrekur fólk á vergang Loftslagsbreytingar á Íslandi Vill stefnu til 12 ára mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.