Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku besta langamma mín. Þú varst alltaf svo góð við mig og ég fékk alltaf að koma yfir til þín þegar ég átti heima á 1. hæðinni hjá þér. Fékk heitan fisk í há- deginu svo spiluðum við Gömlu jómfrú og Olsen Ol- sen saman. Takk fyrir ljúfu stund- irnar. Þín, Auður Hrönn. HINSTA KVEÐJA Engin veit veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Elsku mamma hefur nú kvatt okkur, mig langar að minn- ast hennar með örfáum orðum, hún var alltaf siðprúð og lítillát, Eingin orð eru nógu falleg né innihaldsrík til að lýsa henni, þar sem hún var kona að skapi himnaföðurins, gafst aldrei upp þrátt fyrir að mótlætið mætti henni snemma, né kvartaði hún yfir hlutskipti sínu, heldur treysti stöðugt á að allt hefði tilgang og að lífið væri skóli. Minnist ég hér á örfá atriði sem dæmi um þrautseigju hennar. Hún var aðeins tveggja ára, þegar foreldrar hennar skildu. Sá hún ekki föður sinn fyrr en hálfstálpuð aftur. Þetta var henni þungbær reynsla, þar ✝ Kristín Árna Zop-haníasdóttir fæddist á Akureyri 14. september 1937. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 28. júlí 2008. Í æviágripum Kristínar Árnu í blaðinu 5. ágúst sl. féll niður nafn einnar hálfsystur hennar sammæðra. Hún heit- ir Steinunn Guðný og er fædd 15.11. 1952. Útför hennar fór fram frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 5. ágúst sl. sem hún saknaði hans stöðugt. Annað dæmi, var þegar Jökull bróðir minn brenndist, af völdum stjörnublyss, þegar hann var barn að aldri. Að horfa upp á stórslasað barn sitt en mega ekki vera hjá því vegna sýkingar- hættu. Erfiðust voru þó veikindi föður míns er stóðu í tíu ár. Sást þá best hversu andlega sterk hún var. Klettur sem allir treystu á. Einungis þrjátíu og fimm ára göm- ul með þrjá unglinga og mig þá níu ára. Mikið var mamma alltaf dugleg, útivinnandi. Samt gaf hún sér alltaf tíma til að hjálpa öllum er til hennar leituðu með góðum ráðum og mikilli visku. Hún sá alltaf ljósið framundan. Mamma var sjálfmenntuð, að undan- skildu landsprófi frá Eiðum. Sjálf hefði hún kosið að læra meira, en að- stæður buðu ekki upp á frekara nám. Nú er hún útskrifuð úr skóla lífsins, eflaust með bestu umsögn er hægt er að fá. Ég þakka guði fyrir þessa góðu móður og trúi því og treysti, að nú sé hún í himinsdýrð, umvafin kærleika og að við eigum eftir að hittast aftur. Helga Björk. Kristín Árna Zophaníasdóttir ✝ Ólafía Páls-dóttir fæddist að Fit undir Vestur- Eyjafjöllum á Þor- láksmessu 23. des- ember 1927. Hún lést mánudaginn 28. júlí 2008. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Guðmundsson bóndi á Fit, f. 22. júlí 1893, d. 30. janúar 1986, og Jóhanna Ólafsdóttir frá Núpi, f. 21. júní 1901, d. 16. mars 1982. Ólafía átti 3 hálfsystkin samfeðra og uppeld- isbróður sem öll eru látin: Eggert f. 19.10. 1916, d. 2.1. 2000, Ólafur, f. 27.6. 1921, d. 2.5. 2005, og Ás- dís, f. 13.6. 1919, d. 9.7. 2005 og uppeldisbróðirinn Einar Sig- urjónsson, f. 10.11. 1908, d. 11.1. 1993. Alsystkin Ólafíu voru sjö. Tvö þeirra eru látin: Vigdís, f. og d. 1933, og Markús, f. 8.11. 1926, d. 16.9. 1974. Eftirlifandi eru: kvæntur Örnu Þóreyju Svein- björnsdóttur, börn þeirra eru: Sveinbjörn Pálmi, f. 1995, Ragn- heiður, f. 1999, Brynjólfur Óli, f. 2001 og Guðmundur Karl, f. 2005. c) Kristinn, f. 8.4. 1980, unnusta hans er Unnur Eir Björnsdóttir; d) Pálmi Örn, f. 23.10. 1982. 2) Sigríður Hrönn, f. 11. septmenber 1954, gift Brynjólfi Helgasyni, f. 19. 8. 1951. Ólafía ólst upp á Fit og gekk í skóla þar í sveit og stundaði ýmis störf. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1946 og hóf sambúð með Kristni Guðmundssyni, sem hún giftist árið 1949. Ólafía og Krist- inn bjuggu nær allan sinn búskap eða í yfir fimmtíu ár í húsinu sem þau byggðu sjálf í Langagerði í Reykjavík. Sem húsmóðir rak hún mjög gestkvæmt heimili þar sem systkini og ættmenni úr sveitinni voru tíðir og góðir gestir, oft til langdvalar. Hún stundaði lengi saumaskap, þar af um árabil á saumastofu Hagkaupa og síðustu starfsárin starfaði hún við skóla- dagheimili Breiðagerðisskóla. Útför Ólafíu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. Guðmundur f. 21.9. 1925, Guðsteinn, f. 18.1. 1929, Sigríður, f. 24.10. 1930, Viggó, f. 24.2. 1936 og Þór- dór, f. 4.4. 1943. Hinn 5. nóvember 1949 giftist Ólafía Kristni Guðmunds- syni, húsasmíða- meistara, f. 5. októ- ber 1925, en hann lést 10. febrúar 2004. Kristinn var sonur hjónanna Guð- mundar Árnasonar og Sigríðar Sigurðardóttur á Núpi undir Vestur-Eyjaföllum. Ólafía og Kristinn eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Guðmundur Pálmi, f. 24. maí 1947, kvæntur Ragnheiði Karlsdóttur, f. 20. jan- úar 1951. Börn þeirra eru: a) Ólafía, f. 4.8. 1970, gift Halldóri Má Sverrissyni, börn þeirra eru: Auður Hrönn, f. 1998, Halldór Pálmi, f. 2003, og Ragnar Már, f. 2005, b) Karl, f. 29.10. 1972, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald.Briem.) Tengdamóðir mín Ólafía lést á Landspítalanum að morgni mánu- dagsins 28. júlí. Hún fæddist 23. des. 1927 rétt um vetrarsólstöður á Fit undir Eyjafjöllum þar sem fjöllin rísa hátt og fegurð náttúrunnar er allsráðandi. Hún sleit þar barns- skónum ásamt bræðrum sínum og systrum. Líflegt hefur verið á þeim bænum þar sem börnin urðu mörg og handverkin ófá. Hún var dugleg til verka, t.d. þegar hún fékk yngsta bróður sinn í hendurnar þegar hann fæddist og var sagt að annast hann í veikindum móður sinnar þá rétt að- eins fimmtán ára gömul. Í kringum 1950 byggðu Ólafía og Kristinn ein- býlishús í Langagerði 74 og fluttu inn 1953. Ég kem inn í fjölskylduna fyrir tæpum fjörutíu árum þegar við Pálmi sonur þeirra fórum að vera saman og svo fæddust börnin og barnabörnin. Ólafíu og Kristni þótti vænt um fjölskylduna. Þegar við hófum að byggja í Breiðholtinu 1973 bjuggum við í Langagerði í þrjú ár ásamt tveimur elstu börnum okkar. Þá voru tengda- foreldrar mínir mjög hjálpleg við að smíða og naglhreinsa og taka til hendinni, ef þau voru ekki að vinna við húsið þá voru þau að passa börn- in okkar meðan við vorum að byggja. Ólafía var mjög dugleg að sauma föt enda hafði hún unnið við það í mörg ár. Hún saumaði á börnin mín. Hún var dugleg kona og man ég eftir því hvað hún var rösk við að baka flat- kökur, heilan stafla, þær bestu sem ég hef fengið. Ólafía hafði létta lund og kímni- gáfu. Gat auðveldlega sett sig í spor annarra. Hafði góða nærveru og börnin hændust að henni. Þeim þótti gott að vera í návist hennar. Átti allt- af unga vini í hverfinu sem komu í heimsókn. Ólafía og Kristinn fóru oft austur undir Eyjafjöll en þangað liggja rætur þeirra beggja, til að njóta sveitarinnar og samskipta við fólkið sitt úr sveitinni og til að gá að hestunum sínum, en Ólafía var hestakona og hafði verið á hestum í sveitinni á yngri árum. Þau höfðu hesta í tæp þrjátíu ár lengst af í Víði- dal. Hestarnir voru oftast í haga á Fit á sumrin. Það var nú gaman að fá að taka þátt og vera með þeim í kringum hestanna þeirra. Við nutum þessara ferða og tókum líka þátt í heyskap á Fit. Margs er að minnast, ferðalagana, hjálpina við húsbygginguna okkar og stundanna í eldhúsinu í Langa- gerðinu, þar var alltaf fullt af fólki, mikið skrafað og heilræði frá tengdamömmu voru vel þegin. Ólafía lá banaleguna þegar sólin gekk sinn lengsta sólargang og sumarnæturn- ar voru bjartar, þegar birtan og feg- urðin er mest á okkar fagra landi. Hún sagði skilið við sitt jarðneska líf með hugann við Eyjafjöllin, hún vildi austur. Við erum mörg sem sjáum eftir yndislegri konu og eru minn- ingarnar margar og ljúfar. Elsku Ólafía, takk fyrir að fá að njóta samvista við þig þessi ár, mun ég geyma minninguna um þig um aldur og ævi. Ég bið góðan guð að styrkja börnin þín, barnabörn og fjölskylduna alla. Kveð ég með sökn- uði. Guð blessi þig. Ragnheiður. Í dag verður til moldar borin sæmdarkonan Ólafía Pálsdóttir tengdamóðir mín. Hún lést á Landa- kotsspítala eftir erfiða sjúkdómslegu á þessu annars bjarta og hlýja ís- lenska sumri. Með henni fer kona sem minnst verður sakir einstakrar hjartahlýju, sérlega þægilegs við- móts og góðrar nærveru. Barn- gæsku hennar var við brugðið og sóttu börn ávallt til hennar og fóru þar fremst í flokki barnabörnin og barnabarnabörnin. Ólafía var sterk- byggð og glæsileg kona. Hún þoldi ekki óréttlæti og var ákaflega sein- þreytt til vandræða. Henni fannst fátt skemmtilegra en að heimsækja æskuslóðirnar þar sem Eyjafjöllin gnæfa þverhnípt yfir grænum tún- um með óheftu útsýni til Eyja þegar bjart er í veðri. Eiginmaður hennar var Kristinn Guðmundsson húsa- smíðameistari.Ólafía og Kristinn voru bæði heimakær og ávallt góð heim að sækja. Þau voru lengi mikið hestafólk en Ólafíu var hesta- mennskan í blóð borin frá barnæsku. Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti Hendist áfram klárinn minn. ( Hannes Hafstein.) Þau hjónin voru með hestana sína í Víðidal á vetrum en í sunnlenskum haga á sumrin, þá oft á Fit. Þau stunduðu einnig sund snemma á morgnana um árabil. Samskiptin við tengdaforeldrana voru ávallt mikil og góð. Við Hrönn bjuggum fyrstu búskaparárin í góðu yfirlæti í Langagerðinu en þar var mér sér- lega hlýlega tekið af Ólafíu allt frá fyrstu tíð. Ólafía og Kristinn voru mjög samrýmd og samhent jafnt í stórum verkum sem smáum. Krist- inn lést á árinu 2004. Ólafía var afar traust og vinsæl heim að sækja. Hún var ráðagóð og alltaf til staðar þegar á þurfti að halda enda voru ósjaldan gestir í Langagerðinu. Stundum brá hún fyrir sig spádómsgáfunni og spáði í bolla fyrir þá sem það vildu og þóttu spádómar hennar oft ganga eftir. Hún sá ef til vill lengra en margur. Ef hnota trésins felst í rauðri fold, Þá fúnar hýðið, verður brátt að jörð. En mikil undur! Upp af sömu mold vex eikarbákn, sem gnæfir yfir svörð. Seg, hvaða kraftur heldur slíkan vörð? Var hnotan eigi dáin, má ég spyrja? Svo leit það út, en – lífið var að byrja. (John P. Hops / þýð. Matth. Joch.) Ferðir okkar Hrannar fyrst með Ólafíu og Kristni og síðar henni einni voru fjölmargar. Flestar voru þær þó í sumarbústaðinn við Hagavík en þar biðu ávallt næg verkefni. Austur undir Eyjaföll var vinsælt að fara til að heilsa upp á skyldfólkið sem og hestana. Ólafía hafði ekki ferðast mikið utan áður en Kristinn féll frá en hún fór síðar með okkur Hrönn í nokkrar skemmtilegar og eftir- minnilegar utanlandsferðir. Það er mikill missir og eftirsjá að Ólafíu hjá allri fjölskyldunni. Ég minnist hennar með miklum sökn- uði, virðingu og þakklæti fyrir marg- ar góðar samverustundir gegnum árin, sem aldrei bar skugga á. Bestu þakkir til allra sem önnuðust Ólafíu í veikindum hennar. Guð blessi minn- ingu Ólafíu. Brynjólfur Helgason. Í dag er borin til grafar mín elsku- lega góða amma. Amma var allt sem hægt var að hugsa sér í góðri ömmu. Hún var góð, hjartahlý, umhyggjusöm og með eindæmum barngóð og hún sýndi börnum ætíð mikinn skilning og sóttust þau eftir návist hennar. Henni var mjög umhugað um velferð þeirra sem stóðu henni næst. Amma var sannur vinur vina sinna og því var ætíð fjölmennt á heimili hennar því hún hafði svo góða nærveru. Amma þoldi ekki óréttlæti og ef brotið var á þeim sem minna máttu sín tók hún ávallt upp hanskann fyrir þá og lagði eitthvað gott til málanna en stjórnaði aldrei í fólki. Amma var einstök, með mikla manngæsku, hlýju og góðvild. Á kveðjustund streyma minning- arnar fram en hugurinn leitar til einnar af fyrstu minningum mínum um ömmu mína, þegar litla fjögra til fimm ára nafnan fékk að gista í eitt af mörgum skiptum. Minningin er skýr, þar sem amma lagði ætíð mikla áherslu á að fara með og kenna fað- irvorið og alla kvöldsálmana við rúmstokkinn í svefnherberginu sínu, með biblíuna á náttborðinu og yfir rúminu hékk mynd af Jesú með hjörðina sína. Í minningunni talaði amma um Jesú sem verndarann og hjörðina sem mannfólkið og þá sem minna mega sín. Þessi minning er mér dýrmæt eins og aðrar minning- ar um ömmu mína sem munu ávallt fylgja mér. Við nöfnurnar tengdumst sterkum böndum með gagnkvæma hlýju og væntumþykju hvor til annarrar sem styrktist enn frekar eftir því sem ár- in liðu í gegnum hestamennskuna og sveitaferðir í heimahaga ömmu und- ir Vestur-Eyjafjöllum, þar sem fjalladýrðin er tilkomumikil. Jafn- framt naut ég enn frekar góð- mennsku ömmu og afa þegar við Halldór eiginmaður minn hófum okkar fyrstu hjúskaparár í sambýli við þau í Langagerðinu. Gleði henn- ar var mikil þegar langömmubörnin bættust síðan í hópinn. Þessi tími sem við áttum í Langagerðinu var ómetanlegur. Mikil samgangur á milli hæða, líf og fjör. Verð ég æv- inlega þakklát fyrir hjálpsemi og vináttu hennar í okkar garð. Amma var mér sérstaklega dýrmæt og mik- ilvægur hluti af daglegu lífi okkar fjölskyldunnar en þrátt fyrir gott veganesti og leiðarljós sem hún hef- ur veitt eru tár á hvarmi og sökn- uður í hjarta. En jafnframt þakklæti og gleði yfir að hafa tengst henni sterkum böndum. Að leiðarlokum læt ég fylgja með kvöldsálminn sem amma kenndi mér. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gæskuríkur geymdu mig Guð í faðmi þínum. (Höf. ók.) Elsku hjartans amma mín og nafna. Ég bið góðan guð að geyma þig að eilífu. Þín ávallt, Ólafía. Förum í langó. Hversu oft hefur maður heyrt þetta kallað? Hversu oft kallaði ég þetta sjálfur? Að fara og hitta afa og ömmu í Langagerði, það var alltaf gaman. Að sitja inni í eldhúsi og ræða allt milli himins og jarðar. Allir velkomnir. Amma standandi við eldavélina „Á ég ekki að slá í pönnukökur eða viljið þið frekar vöfflur?“ Frá því ég man eftir mér hafa heimsóknir í Langagerðið verið fastur punktur í tilverunni. Fá ráð, leiðbeiningar, heilræði, svör við lífsins ráðgátum eða bara til að slappa af komast frá amstri dagsins. Alltaf tekið vel á móti manni. Amma (og afi) voru alltaf boðin og búin til að aðstoða fólk. Börn elskuðu að vera í kringum hana enda var ömmu umhugað um velferð þeirra. Að fá að vera í pössun yfir nótt hjá afa og ömmu, það var nú bara draumur út af fyrir sig. Ólýsanlegt. Að minnast ömmu er erfitt án þess að hugsa um afa því þau voru alltaf svo samrýmd. Amma staðfestan uppmáluð, tók samt þátt í gríninu frá karlinum en leiðrétti svo rangar staðhæfingar svo sem að afi hafi far- ið gangandi niður á tún 3ja mánaða til þess að taka þátt í heyskapnum, hann var nú víst bara 2ja ára. Eftir að afi lést fyrir fjórum árum þá dró mikið af ömmu þó svo að lífsgleðin hafi enn verið til staðar. Amma hafði svo gaman af öllum langömmubörn- unum og passaði upp á að vel væri um þau hugsað. Var það líka með því fyrsta sem langömmubörnin lærðu að segja: „Amma langó.“ Við komum til með að varðveita þau ógrynni af minningum sem við eigum um ömmu og afa um ókomna framtíð. Minn- ingar sem gleðja hjarta okkar. Þökk- um um leið fyrir að hafa fengið að ganga lífsins veg með svo yndislegu fólki, yndislegri ömmu. Fólki sem aðrir geta svo sannanlega tekið sér til fyrirmyndar. Amma, við pössum krakkana! Karl Pálmason. Ólafía frænka hafði góða nærveru. Mikið eigum við eftir að sakna henn- ar. Hún er búin að vera svo stór partur í okkar fjölskyldu í gegnum árin ásamt öllum sínum afkomend- um. Á fyrstu árum búskapar for- eldra okkar leigðu þau íbúðina hjá Ólafíu og Kristni í Langagerði í eitt ár. Við systkinin sem fædd vorum á þessum tíma nutum því snemma góðs af umhyggju Ólafíu. Alla tíð hefur verið mikið samband milli fjöl- skyldnanna þar sem fjölskyldu- og vináttubönd fléttuðust. Það var alltaf gott að koma í heimsókn í Langa- gerði. Það hafa ekki verið jól án þess að við hittum Ólafíu frænku og alla fjöl- skylduna heima hjá foreldrum okkar á jóladag. Sú hefð skapaðist snemma og þrátt fyrir að fjölskyldurnar hafi stækkað í gegnum árin hefur siður- inn haldist og alltaf verið tilhlökkun að hitta alla. Þegar búið var að spjalla svolítið og fá sér kaffi var fastur liður að hvolfa bolla og lokka Ólafíu inn í eldhús þar sem hún las Ólafía Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.