Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is BRESK stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa lausasölu á sýklalyfinu Clam- elle. Lyfið er aðallega notað gegn klamydíusýkingum, en þeim hefur fjölgað mjög í Bretlandi að und- anförnu. Hugmyndin er að 16 ára og eldri geti keypt próf í apóteki á rúmlega fjögur þúsund krónur. Reynist við- komandi hafa klamydíusýkingu get- ur hann og rekkjunautar hans eytt öðrum þrjú þúsundum í sýklalyf gegn sýkingunni. Öllu ferlinu lýkur því án þess að sjúklingurinn fari nokkru sinni til læknis. Markmiðið að baki lausasölunni er að auka aðgengi ungs fólks að meðferð en stofnunin telur að ungu fólki muni þykja þessi leið hentugri en að fara til heimilislæknisins. Þá hafa Bretar metið klamydíulyfið þannig að lítil hætta sé á misnotkun þess. Gæti komið til greina hér Að sögn Rannveigar Gunn- arsdóttur, forstjóra Lyfjastofnunar, er ekkert sýklalyf selt í lausasölu hérlendis. Þó kunni að koma til greina að selja t.d. umrætt klamyd- íulyf í lausasölu, en ekkert slíkt hafi þó verið rætt. Rannveig segir að engar hug- myndir séu uppi um að auka al- mennt aðgengi almennings að sýkla- lyfjum. „Það er mikilvægt að fólk ofnoti ekki sýklalyf,“ segir Rann- veig, „almennt er mikilvægt að sýklalyf séu tekin rétt. Ef það er ekki gert getur það valdið ónæmi bakteríustofna. Það þýðir að þau sýklalyf sem við erum með í notkun núna hætta að virka og þá erum við í mjög vondum málum.“ Tvær leiðir eru færar til að koma lyfi í lausasölu. Annars vegar getur lyfjafyrirtæki sótt um til Lyfjastofn- unar að tiltekið lyf fari í lausasölu og hins vegar getur stofnunin að eigin frumkvæði ákveðið að lyf sé selt í lausasölu. Að sögn Rannveigar hefur ekkert erindi borist frá lyfjafyrirtækjunum en slíkt yrði skoðað ef til þess kæmi. „Mér líst ekkert á þetta,“ segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir um þessa þróun í Bretlandi. Hann hefur í fyrsta lagi áhyggjur af nákvæmni prófsins. Reynt hafi verið að selja sjálfspróf hérlendis fyrir nokkrum árum en þeirri sölu hafi verið hætt eftir ábendingar frá Landlæknisembættinu. Í annan stað telur sóttvarnar- læknir að erfiðara verði að tryggja það að smit verði rakið. Líklegt væri að fólk meðhöndlaði sig og skipti sér svo ekki af fyrri rekkjunautum. Loks hefur Haraldur áhyggjur af lyfjaónæmi sem kann að fylgja í kjölfarið. „Sýklalyfjaónæmi er eitt af okkar stóru vandamálum. [...] Azithromycin [klamydíulyfið] er lengi að skiljast út úr líkamanum og hefur einmitt verið tengt sýkla- lyfjaónæmi. Þannig að það eru margar ástæður fyrir því að það yrði veruleg andstaða við að taka svona upp.“ Haraldur segir að miðað við önn- ur lönd sé tíðni klamydíu óvenju há á Íslandi. Það þurfi þó ekki að þýða annað en að hér séu menn duglegri við að greina sjúkdóminn. Sýklalyf í lausasölu?  Bretar hafa ákveðið að leyfa lausasölu á klamydíulyfinu Clamelle  Gæti komið til greina að gera hið sama hér  Ekkert sýklalyf selt í lausasölu hér á landi Morgunblaðið/Sverrir Sýklalyf Bretar selja ákveðin sýklalyf í lausasölu og hafa nú ákveðið að gera slíkt með lyfið Clamelle sem er gegn klamydíu. Þetta er liður í viðleitni breskra stjórnvalda til að stemma stigu við klamydíufaraldrinum. Klamydíusýking orsakast af bakt- eríu sem getur sýkt bæði kynfæri og augu. Tíðni sjúkdómsins hefur aukist mikið og samkvæmt upp- lýsingum frá Landlæknisembætt- inu er vitað að þúsundir ein- staklinga hafa smitast hérlendis á undanförnum árum. Meðal fylgikvilla sjúkdómsins er bólga í eggjaleiðurum kvenna og getur slík bólga leitt til ófrjósemi og utanlegsfósturs. Meiri líkur eru á skaðlegum aukaverkunum, svo sem ófrjósemi, eftir því sem ein- staklingur smitast oftar. Þá getur klamydía sýkt augu og valdið verulegri bólgu með tíma- bundinni blindu. Auðvelt er að greina sýkingu með þvagprufu og þarf einungis þvagpróf til. Þá dugar stutt lyfja- meðferð með ákveðnum sýklalyfj- um yfirleitt til að kveða sýkinguna alveg niður. Fæstir fá einkenni sjúkdómsins HEILDARFJÖLDI frjókorna í Reykjavík í júlí var yfir meðallagi, rúmlega 1.600. Sumrin 1990, 1991 og 1998 mældust þau fleiri. Gras- frjó urðu 1.344 og hafa ekki mælst jafnmörg síðan 1991 en sumarið 1998 var fjöldinn álíka. Frjótala grasa fór þrisvar sinnum yfir 100 í mánuðinum, þar af tvisvar yfir 300, hæst 25. júlí þegar hún náði 316. Súrufrjó voru í lofti flesta daga framan af júlí, en segja má að tími súrufrjóa sé liðinn í ár. Þau náðu hámarki 27. júní en þá varð frjótal- an 21. Heildarfjöldi súrufrjóa er 219, vel undir meðallagi áranna 1988-2007, sem er 320. Heildarfjöldi frjókorna á Ak- ureyri í júlí var undir meðallagi, 646. Grasfrjó voru talsvert færri en í meðalári, 457. Frjótala grasa fór aldrei yfir 100 en fjórum sinnum yf- ir 30, fyrst 27. júlí. Það sem af er sumri hefur aðeins tæpur þriðj- ungur grasfrjóa meðalárs mælst á Akureyri. Í tilkynningu frá Náttúru- fræðistofnun segir að þó að víða sé gras tekið að sölna séu enn nokkrar grastegundir í blóma, einkum er- lendir slæðingar og ræktuð túng- rös, t.d. húsapuntur, axhnoðap- untur og vallarfoxgras. Frjókorn þess síðastnefnda eru talin skæður ofnæmisvaldur. Verði þurrt og vindasamt í ágúst geta frjótölur því orðið háar. Morgunblaðið/Ómar Frjókorn yfir meðallagi í júlí Í LJÓS hefur komið að Lithá- inn, sem var handtekinn á Keflavík- urflugvelli í vikunni grun- aður um fíkni- efnasmygl, gleypti um það bil 40 plastpakkningar af amfeta- míni. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar hafði maðurinn, sem er á þrí- tugsaldri, í gær skilað af sér um 20 pakkningum. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 15. ágúst. Gleypti 40 poka af amfetamíni FIMMTA og síðasta skógarganga sumarsins á vegum Skógræktar- félags Hafnarfjarðar verður farin í dag, laugardaginn 9. ágúst. Gangan hefst klukkan 10 árdegis og verður safnast saman við gróðr- arstöðina Þöll í Höfðaskógi við Kaldárselsveg. Verður gengið að skógræktarsvæðinu í Gráhellu- hrauni og þar mun verða afhjúp- aður minnisvarði um fjóra menn, sem lögðu sitt af mörkum við að efla skógræktarstarf í Hafnarfirði um miðja síðustu öld. Þeir eru Þor- valdur Árnason, Jón Gestur Vigfús- son, Jón Magnússon í Skuld og séra Garðar Þorsteinsson. Áttu þeir allir sæti í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um langa hríð. Jónatan Garðarsson, varafor- maður Skógræktarfélags Hafn- arfjarðar, verður í fararbroddi í göngunni en að henni lokinni verð- ur boðið upp á kaffi og meðlæti í Selinu í Höfðaskógi. Eru allir vel- komnir. Síðasta skógargangan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.