Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 25 Geymið auglýsinguna KÍNAKLÚBBUR UNNAR til Kína með konu sem kann sitt Kína 10. - 31. október 2008 á ári Rottunnar Farið verður til BEIJING, XIAN, GUILIN, YANGSHUO, SHANGHAI, SUZHOU og TONGLI. Siglt verður á LÍ FLJÓTINU og á KEISARASKURÐINUM og farið á KÍNAMÚRINN. Allt það merkilegasta verður skoðað á þessum stöðum. Heildarverð á mann kr. 395 þúsund Allt innifalið: nema ein gistinótt í Evrópu, þ.e. allar skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum (einb. + 75 þ.), fullt fæði, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur. Þetta verður 28. hópferðin sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Kínakvöld: Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími/símbréf: 551 2596 farsími: 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínakvöld“, á Njálsgötunni eða úti í bæ, með myndasýningu og mat, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum. Kínaklúbburinn sérhannar ferðir fyrir alla mögulega hópa fólks. sért ósvífinn bisnessmaður? „Mér þykja slíkir sleggjudómar ekki sanngjarnir. Ég er hins vegar fylginn mér í því sem ég geri. Ég horfi til langs tíma og hef þolinmæði til að bíða til að komast þangað sem ég ætla. Það fer ekki alltaf saman með öðrum sem vilja gera hlutina á annan hátt. Ég set mér lang- tímamarkmið. Það geri ég í sam- bandi við vatnsútflutninginn og það gerði ég á sínum tíma á Norður- ljósum. Segjum sem svo að þú ætlir að gjörbreyta Morgunblaðinu. Þá ákveður þú t.d. að eftir fjögur ár eigi blaðið að líta út eins og þú vilt sjá það en þú breytir blaðinu þannig að lesandinn sér ekki breyting- arnar. Hann sér þær ekki fyrr en hann ber saman blaðið sem hann fær í dag og blaðið sem hann fékk fyrir fjórum árum. Ef þú breytir hlutunum mjög hratt þá fara neyt- endurnir en ef þú breytir þeim hægt verður þróunin eðlileg. Svona eru fjölmiðlar, maður verður að skilja hvað viðskiptavinurinn vill og vera trúr honum. Sem forstjóri Norður- ljósa gætti ég þess alltaf vel að vera trúr þeim sem við vorum að þjóna.“ Made in Iceland Ertu pólitískur? „Ekki lengur. Ég var það sem krakki og fram eftir aldri. Eftir að ég stofnaði Bylgjuna hætti ég póli- tískum afskiptum. Ég fann að menn í Sjálfstæðisflokknum vildu ráða því hvernig ég hagaði mér og ég var ekki tilbúinn að fara eftir því. Þá var ég ekki lengur æskilegur. Mér fannst ég hvergi eiga heima í flokka- kerfinu annars staðar en í Sjálf- stæðisflokknum. Ég hef ekki kosið til Alþingis í mörg ár. Síðast þegar ég kaus kaus ég Alþýðuflokkinn. Ég sem hafði aldrei trúað því að ég gæti kosið annan flokk en Sjálfstæð- isflokkinn! Ég kaus Alþýðuflokkinn vegna Jóns Baldvins. Hann er mað- urinn sem opnaði íslenskt hagkerfi sem fjármálaráðherra, opnaði þjóð- félagið og gerði miklar breytingar sem skiptu okkur sem vorum í við- skiptum miklu máli. Ég er Evr- ópusinni og held að Íslendingum væri vel borgið innan Evrópusam- bandsins, fyrst og fremst vegna þess hvernig við höfum haldið á spil- unum. Það er illa staðið að efna- hagsmálum þjóðarinnar og menn hefðu átt að fara varlegar. Evrópu- sambandið er lausnin.“ Þú býrð í þremur löndum, Íslandi, Englandi og Frakklandi. Hvað eyðirðu miklum tíma á Íslandi? „Það er misjafnt. Ég er mikið á ferðalögum víða um heim vegna fyr- irtækisins en á sumrin er ég meira hér en aðra mánuði ársins. Mér líð- ur ákaflega vel á Íslandi. Og ís- lenskt fólk, sérstaklega upp til sveita, er besta fólk í heimi. Þetta er vel lesið fólk og vel hugsandi, í góðu jafnvægi. Það er svo vel tengt við sjálft sig, almættið og náttúruna. Ég get endalaust hlustað á bændur tala. Þeir hafa svo mikið gott að segja.“ Hvernig sérðu framtíðina? „Ég er bjartsýnn á framtíðina fyrir mína hönd og vatnsins. Vatnið er ein af grunnforsendum alls lífs á jörðinni og Íslendingar eiga gíf- urlega mikil tækifæri fólgin í vatns- forða sínum. Ég held reyndar að við eigum alla möguleika á því að verða bæði dáð og eftirsótt um allan heim fyrir heilbrigða lifnaðarhætti og vistvæna framleiðslu. Ef rétt er að málum staðið getur „Made in Ice- land“ orðið einn af þekktari gæða- stimplunum á alþjóðlegum neyt- endamarkaði og skilað íslensku samfélagi mikilli viðurkenningu og verðmætum þegar fram líða stund- ir. Framtíðin er í vatninu. Það eru fimm atriði sem maðurinn þarf svo hann þrífist á þessu jarðríki. Súr- efni, birta, fæða, vatn og kærleikur – og það skaðar ekki að hafa mikið af kærleika.“ gull Morgunblaðið/RAX „Við Íslendingar ráðum yfir gífurlega miklum vatnsauðlindum sem renna óbeislaðar til sjávar. Við eigum hiklaust að taka forystu í aðgerðum til þess að koma þessu vatni til fólks sem býr við hörmungar vegna vatnsskorts. Við getum skapað okkur mikla sérstöðu og sterkt nafn á alþjóðavett- vangi með slíku framlagi sem auðvitað krefst þess að öflugir aðilar víða að úr heiminum leggi hönd á plóg.“ » auður skipti þig ekki máli. „Ég hef mikinn metnað til þess að ná árangri í viðfangsefnum mínum og viðskiptum. Peningar eru drif- kraftur í þeim efnum og skipta þar af leiðandi miklu máli. En það skipt- ir líka máli að láta gott af sér leiða og skila verðmætum til samfélags- ins og samferðamanna eftir því sem unnt er. Vatnsævintýri okkar feðg- anna er að mínu viti líklegt til að geta í senn skilað okkur viðunandi hagnaði og skapað um leið ýmis tækifæri til að gera gagn bæði hér- lendis og erlendis.“ Er ekki rétt sem sagt er að þú uga ímyndunarafl, var staddur mitt í atburðarásinni. Þetta var eins og að fara í bíó. Ég hef séð og reynt að andlegur máttur er til og það er fallegt og gott að vita af því. Við erum öll hluti af almættinu. Ég er maður sem fer alltaf með bænirnar sínar. Lífið er dapurt án Guðs.“ Margir sjá þig örugglega ekki sem trúaðan mann. „Menn sjá það sem þeir vilja sjá. Þeir sem hafa sterkustu skoð- anirnar á mér eru gjarnan þeir sem þekkja mig minnst.“ Ekki segja mér að peningar og trú á Guð. Ég ólst upp hjá ömmu minni sem var dásamleg kona. Hún var mjög trúuð og ég segi stundum að hún hafi haft beint samband við almættið. Hún gat sagt fyrir hverjir væru að koma í heimsókn og rak mig oft til dyra til að opna fyrir þeim, en svo komu gestirnir ekki fyrr en nokkrum mínútum seinna. Hún gat farið úr líkamanum og í skoðunarferðir í aðra heima. Í æsku fór ég í sunnudagaskóla til séra Björns Jónssonar. Hann hafði frá- bæran talanda og sögurnar sem hann fór með úr Biblíunni urðu ljós- lifandi fyrir mér. Ég, með mitt auð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.