Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Peking seth@mbl.is Ragna tapaði fyrri lotunni 21:6 og þegar staðan var 19:7 í 2. lotu fyrir Hirose gaf vinstra hnéð sig á Rögnu og féll hún í gólfið. Það var strax ljóst að meiðsli hennar voru það al- varleg að hún gæti ekki haldið áfram keppni og gaf hún því leikinn. Mikil vonbrigði fyrir Rögnu sem hefur lagt hart að sér við æfingar og endurhæfingu eftir að hún varð fyr- ir því óláni að slíta fremra kross- band í vinstra hné í mars á sl. ári. Á þeim tíma varð Ragna að gera það upp við sig hvort hún færi í strax í aðgerð og missti af tækifærinu til að komast til Peking. Hún valdi að fara í gegnum gríðarlega erfiða end- urhæfingu og eru fáir sem hafa komist í hóp 50 efstu á heimslist- anum í einliðaleik kvenna – með slitið krossband. „Ég var ekkert að blóta eða hugsa eitthvað neikvætt þegar ég vissi að ég gæti ekki haldið áfram. Ég hef glímt við þessi meiðsli frá því í fyrra og ég hef alltaf þurft að hugsa um hnéð á mér í leikjunum. Í fyrstu lotunni fann ég að Hirose var að reyna að láta mig reyna á hnéð. Hún vissi alveg hvað hún var að gera. Ég hef verið hrædd um að eitthvað myndi gerast í hnénu á mér en það var eiginlega lán í óláni að þetta gerðist ekki á æfingunni í gær eða á æfingu á allra síðustu mánuðum. Þá hefði ég ekki komist hingað.“ Erfið byrjun Það var strax ljóst í upphafi leiks að Ragna ætti erfitt verkefni fyrir höndum gegn Hirose. Sú japanska skoraði fyrstu tvö stigin áður en Ragna komst á blað þegar Hirose sló útaf. Ragna náði fyrstu alvöru sókninni þegar hún skoraði sitt fjórða stig og staðan á þeim tíma var 10:4 fyrir Hirose. Smátt og smátt breikkaði bilið á milli þeirra. Hirose sló boltann hvað eftir annað vinstra megin við Rögnu og þurfti hún að beita vinstra hnénu í flestum tilvikum. Ragna var flutt til aðhlynningar á sjúkrastofu strax eftir leikinn þar sem Ágúst Kárason bækl- unarlæknir og Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari fóru yfir stöðuna með henni. „Ég veit ekki hvenær ég fer í þessa aðgerð en ég hlakka til að fá hnéð í lag. Ég veit að ég get höndlað áföll og ég mun undirbúa mig sem best fyrir aðgerðina. Ég ætla ekki að hætta á þessum tímapunkti og ég gæti alveg séð mig reyna að komast á Ólympíuleikana í London árið 2012. Ég var að ræða við Ágúst lækni um aðgerðina rétt áðan og það er ljóst að ég fæ lítið sætt ör á vinstra hnéð sem verður minning mín um Peking,“ sagði Ragna Ing- ólfsdóttir. „Lán í óláni að þetta gerðist núna en ekki fyrr“ „ÉG SÉ mig alveg reyna við Ólympíu- leikana í London árið 2012 og ég hlakka til að komast í aðgerð á vinstra hnénu þar sem krossbandið verður lagað. Ég komst í hóp 50 efstu á heimslistanum nánast á öðrum fætinum og ég er stolt af því að hafa náð að komast á Ólympíuleikana þrátt fyrir að vera með slitið kross- band,“ sagði Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona úr TBR, en hún varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Eriko Hirose frá Japan í forkeppni einliða- leiksins hér í Peking í gær. Þar með hefur fyrsti íslenski íþróttamaðurinn á þessum leikum lokið keppni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Búið spil Ragna Ingólfsdóttir leyndi ekki vonbrigðum sínum í gær þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún hafði lokið leik vegna meiðsla.  Ragna úr leik  Stefnir á ÓL 2012  Hnéð gaf sig þegar mest á reyndi Í HNOTSKURN »Ragna tapaði fyrri lotunnigegn Hirose 21:6, en stað- an var 19:7 fyrir þá japönsku þegar Ragna meiddist. »Það tekur sex til níu mán-uði að jafna sig eftir að- gerð á krossbandi en Ragna stefnir á að komast á ÓL í London árið 2012. KÍNVERJAR byrjuðu vel á fyrsta degi Ólympíuleikanna í gær og tóku fyrsta gullið sem í boði var í 48 kg. kraftlyftingum kvenna. Er það mark- mið kínversku íþróttamannanna sem á leikunum að reyna að tvöfalda verð- launafjölda Kína frá leikunum í Aþenu fyrir fjórum árum og hafa menn æft með það markmið í huga í langan tíma. Í Aþenu unnu Kínverjar næstflest verðlaunin á eftir Banda- ríkjamönnum sem tóku 35 gull á móti 32 gullum Kínverja og Bandaríkjamenn eignuðust þar 68 silfur- eða bronsverðlaun en Kínverjar aðeins 31 slík. Þá komu Rússar í þriðja sætinu og Ástralar og Japanar þar á eftir. Keppni hófst í fjölmörgum greinum í gær, meðal annars í skotfimi, kraftlyftingum kvenna, hjólreiðum. Fyrst til að hljóta gullverðlaun var Katerina Emmons frá Tékklandi en hún sigr- aði í loftriffilskotfimi af 10 metra færi. albert@mbl.is Heimamenn byrja vel á Ólympíuleikunum Fyrsta gullið í hús. EFTIRMINNILEGASTA atriði Ólympíuleikanna er vafalítið í huga flestra glæsileg opnunarhátíðin en það er annað sem á huga margra og það er loftmengunin í borginni. Fyrsta keppnisdaginn í gær mældist mengunin í hæsta lagi um nokkurra daga skeið en um tveggja vikna skeið fram að leikunum hefur rignt talsvert í Peking og nágrenni og því var mengun með minnsta móti þegar flestir erlendu gestirnir og íþróttafólkið kom til borgarinnar. Nú er þó mengunarský yfir og fer stækkandi og hafa fjöl- margir af þessu áhyggjur. Fjölmargir íþróttamenn, sérstaklega frá Bandaríkjunum, ganga um með grímu fyrir vitum sér í þeirri von að það breyti einhverju. Ljóst er að ekki verður keppt með slíkan búnað fyrir vitum en líkur á því fara vaxandi nema rigni í borginni á nýjan leik. Ekkert slíkt er þó í kortun- um eins og sakir standa . albert@mbl.is Mengun vandamál og fer vaxandi Mengunin versnar. EIN helsta vonarstjarna Bandaríkjanna í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna, hinn 19 ára gamli Gary Russell jr., verður ekki með á leikunum eftir að hann féll í yfirlið við æfing- ar í ólympíuþorpinu í gær. Var Russell, sem tvívegis hefur unnið bandaríska titla í grein sinni, að reyna sitt ýtrasta til að komast nið- ur í þyngd til að keppa í léttari flokki með þessum afleiðingum og missir af leikunum fyrir vikið. Var hnefaleikarinn fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann er undir eftirliti en ekkert mun ama alvarlega að nema þreyta og matarleysi. Fyrir vikið komst hann ekki í hefðbundna þyngdarmælingu sem nauðsyn- leg er fyrir keppni. Mun hann fljúga heim í kjölfar vistarinnar þar og væntanlega afar sár og svekktur auk þess sem vonir Bandaríkjamanna um medalíu í hnefaleikakeppninni þykja nú heldur litlar en Russell var jafnvel spáð gullverðlaunum fyrir mótið. albert@mbl.is Helsta von BNA í hnefaleikum úr leik Hnefaleikakeppnin er hafin á leikunum í Peking RAGNA Ingólfsdóttir, badminton- kona úr TBR, var fyrsti íslenski keppandinn á Ólympíuleikunum í Peking í Kína. Ragna hafði lengi stefnt að því að komast á leikana en í mars í fyrra varð hún fyrir alvar- legum meiðslum í hné þar sem hún sleit fremra krossband. Á þeim tíma var hörð keppni um þau sæti sem voru í boði á Ólympíuleikunum og Ragna stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Að fara í aðgerð á hnénu og vera frá í sex til níu mánuði og missa af þeim möguleika að safna stigum og vinna sér keppnisrétt á ÓL. Hún valdi að taka áhættuna og reyna að þjálfa hnéð upp og sjá til hvert það skilaði henni. Hún náði markmiði sínu og komst á leikana og ég efast um að margir af keppend- unum á ÓL séu að keppa með slitið krossband í hné. Fyrstu Ólympíu- leikum Rögnu lauk því með snöggum hætti en það er ánægjulegt að hún skuli horfa fram á veginn og setur hún stefnuna á ÓL í London árið 2012. Opnunarhátíð ÓL fór fram á föstu- dagskvöldið og er óhætt að segja að Kínverjar hafi reynt að búa til stór- kostlega sýningu. Sumt heillaði mig upp úr skónum og annað ekki. Fyrir þá sem sátu í áhorfendastúkunni voru það smáatriðin sem ekki sáust í sjón- varpsútsendingunni sem stóðu upp- úr. Innganga íþróttafólksins tók ótrú- lega langan tíma enda erfitt að koma því fyrir að kynna 204 þjóðir til leiks með öðrum hætti. Örn Arnarson, fánaberi Íslands, fékk minni athygli en margir aðrir fánaberar. Tenniskappinn Roger Federer frá Sviss varð nánast að forða sér þegar hópur íþróttafólks frá öðrum löndum streymdi að honum til þess að fá að taka mynd af sér með efsta manni heimslistans í tennis. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður NBA-liðs- ins Dallas Mavericks. Og svona mætti lengi telja. Það varð allt vitlaust á áhorfendapöllunum þegar körfu- boltakappinn Yao Ming gekk inn á leikvanginn með kínverska fánann. Eftir að hafa séð stórsýninguna sem stóð yfir í rúmlega fjóra tíma bjóst ég við því að eldurinn myndi loga í öllu þaki „fuglshreiðursins“ eins og aðalleikvangurinn er kallaður. Fimleikamaðurinn Li Ning fékk þann heiður að kveikja eldinn og var hann hífður upp í rjáfur leikvangins þar sem hann hljóp einn hring á þakkant- inum áður en hann kveikti eldinn. Sannarlega tilkomumikið. seth@mbl.is Afrek hjá Rögnu þrátt fyrir allt Á VELLINUM Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Peking

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.