Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Markmið sjóðsins er stuðningur við nýjungar í læknisfræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Með umsóknunum skulu fylgja greinargerðir um vísindastörf umsækjenda, ítarlegar kostnaðaráætlanir og upplýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Umsóknarfrestur er til 31.október n.k. og skulu þær sendar til formanns sjóðsins, sem er: Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, Lyflækningadeild, Landspítala við Hringbraut, 101 Reykjavík. Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun í lok nóvember n.k. Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is O líukenndur, illa lyktandi vökvi seytlaði inn um kjallaraveggina í hús- unum í þessu látlausa hverfi Niagara Falls- borgar. Lyktin hafði reyndar alltaf verið viðloðandi hverfið og efnaverk- smiðju í nágrenninu kennt um. Henni var líka kennt um veikindi barnanna í hverfinu. Hlutfall barna með astma og flogaveiki var hærra en annars staðar og þvagfærasýkingar voru mjög algengar. Og voru fósturlát ekki tíðari þarna en annars staðar? Hvers vegna fæddust svona mörg fötluð börn? Rúmur helmingur barna sem fæddust á árunum 1974-1978 átti við einhvers konar fæðingargalla að stríða, misalvarlega þó. Enginn vissi að orsökina var að finna beint undir íbúðarhúsunum. En eftir miklar rigningar undanfarna daga var jarðvegurinn gegnsósa og faldi ekki lengur grafin leyndarmálin: 21 þúsund tonn af eitruðum efnaúr- gangi. Ryðgaðar tunnur flutu upp á yfirborðið og grotnuðu niður í bak- görðum þar sem tré sortnuðu. Heil sundlaug flaut upp og maraði í daun- illum eiturpolli. Slíkir pollar voru um allt. Á kjallaragólfum húsanna og á skólalóðinni. Börnin í hverfinu léku sér úti og komu heim brennd á hönd- um og andliti eftir eiturvökvana sem hvarvetna var að finna. Fyrir þrjátíu árum, 7. ágúst 1978, lýsti Jimmy Carter, þáverandi Bandaríkjaforseti, yfir neyðarástandi í hverfinu Love Canal í Niagara Falls-borg í New York-ríki. Hluti íbúanna var fluttur á brott. Virkjunin sem aldrei varð Heiti hverfisins, Love Canal, hefur ekkert með ástir að gera heldur má rekja það til athafnamannsins Willi- ams T. Love. Undir lok nítjándu ald- ar taldi hann kjörið að virkja Niag- ara-ána til að sjá iðnaði fyrir nægu rafmagni og hófst handa við að grafa mikinn skurð sem vera átti farvegur árinnar. Hann varð uppiskroppa með fé og aldrei var lokið við verkið. Eftir stóð skurðurinn, 1,6 kílómetra lang- ur, 5 metra breiður og 3ja metra djúpur. Skurðurinn var engum til ama á þessum árum. Börn syntu þar á sumrin og skautuðu á veturna. Upp úr 1940 fór efnaverksmiðjan á staðn- um, Hooker Chemical Company, að svipast um eftir góðum losunarstað fyrir allan efnaúrganginn, sem safn- aðist upp við framleiðsluna. Fyr- irtækinu var heimilað að losa sig við úrganginn í skurðinn, sem var þurrk- aður upp og botn hans og bakkar huldir leir, til að einangra hann. Hver járntunnan á eftir annarri fór í skurð- inn. Á meðan efnaverksmiðjan fyllti jafnt og þétt upp í skurðinn fjölgaði íbúum Niagara Falls. Nú þurfti að byggja nýjan skóla og skólayfirvöld sóttu á verksmiðjuna að fá að kaupa af henni land, einmitt þar sem skurð- urinn var. Forsvarsmenn verksmiðj- unnar neituðu og sögðu það alls ekki öruggt. Þarna væru eiturefni grafin. Skólayfirvöld gáfu sig ekki og þegar verksmiðjunni var hótað með eign- arnámi gáfu eigendur hennar loks eftir og seldu landið. Á aðeins einn dollara. Verksmiðjumenn gerðu skóla- yfirvöldum alveg ljóst að hverju þau gengu. Í kaupsamningnum stóð skýr- um stöfum að eiturefni hefðu verið grafin þarna í jörð og kaupandinn axlaði alla ábyrgð af nýtingu lands- ins. Ekki væri hægt að gera neina kröfu á hendur efnaverksmiðjunni vegna slysa eða dauðsfalla, skemmda á húseignum eða annars þess sem rekja mætti til eiturefnanna í jörð- inni. Skólayfirvöld kvittuðu undir þetta allt saman og hófu skólabyggingu. Í fyrstu var grafið beint niður á eit- urpytt, en þá var skólinn bara fluttur dálítið til. Við allar þessar fram- kvæmdir skemmdist leirhlífin, sem verksmiðjan hafði byggt um eit- urpytt sinn, og efnin fóru að leka út í jarðveginn, þar sem hvert íbúðar- húsið á eftir öðru reis. Ný og upp- byggð hraðbraut, sem byggð var í kjölfarið, kom í veg fyrir að grunn- vatn rynni burt. Smám saman varð grunnur Love Canal-hverfisins að baneitruðum drullupolli og upp úr flóði eftir gríðarlegar rigningar vorið 1977. Hús til sölu Þótt hverfið væri á floti í eitri tók langan tíma að fá yfirvöld til að bregðast við. Íbúarnir höfðu reyndar krafist úrbóta í nokkur ár, enda var þeim þá mörgum ljóst að eitthvað ógnvænlegt var á seyði. Borgaryf- irvöld sendu menn á staðinn, skýrslur voru skrifaðar, en engin lausn var í boði. Íbúarnir vissu að eit- ur hafði verið grafið í skurðinn sem lá við hús þeirra, en þeir gátu ekki sýnt fram á að einmitt það eitur væri nú að fljóta upp í kjöllurum þeirra og görð- um, hvað þá að þeir gætu sýnt fram á með óyggjandi hætti að heilsufari þeirra væri ógnað. Þeir bjuggu í hverfi, þar sem í raun var ólíft, en komust hvergi. Hver vildi kaupa hús í Love Canal? Samtök íbúa áttu við ramman reip að draga. Skólanum í hverfinu var lokað og hann jafnaður við jörðu, en enn börðust þeir fyrir að fá borgaryf- irvöld og efnaverksmiðjuna til að axla ábyrgð á stöðu mála. Þeim tókst loks að vekja athygli fjölmiðla á málinu, enda vart hægt að líta framhjá járnt- unnum í görðum og fljótandi sund- laugum. Loks áttuðu yfirvöld sig á hve að- stæður fólksins í Love Canal voru skelfilegar. Nú breyttist tónninn, far- ið var að tala um hræðilegt umhverf- isslys og tímasprengju sem vofði yfir heilsufari íbúanna. Þegar forsetinn lýsti loks yfir neyðarástandi voru íbúarnir næst eit- urpyttinum fluttir á brott, alls 239 fjölskyldur. Öðrum var sagt að óhætt væri að vera um kyrrt. Í febrúar 1979 sögðu yfirvöld að þungaðar konur og börn undir tveggja ára aldri ættu ekki að búa í hverfinu næst þeim götum sem rýmdar höfðu verið. Í september 1979 voru 300 fjöl- skyldur fluttar á brott. En aðeins til bráðabirgða, á meðan ýmis heilsu- farsvandamál þeirra voru rannsökuð. Í maí 1980 voru birtar niðurstöður rannsókna, sem sýndu að íbúar í Love Canal væru með skaddaða litn- inga. Afleiðingarnir væru auknar lík- ur á krabbameini, frjósemisvanda- málum og erfðafræðilegum skaða. Þeir sem ekki höfðu fengið sig full- sadda þegar hér var komið sögu urðu æfir. 19. maí 1980 tóku þeir tvo emb- ættismenn í gíslingu og neituðu að sleppa þeim nema forsetinn héti því að allir gætu flutt á brott. Forsetinn fékk tveggja daga frest. Hann til- kynnti 21. maí að allir íbúar yrðu fluttir á brott. Áður en yfir lauk höfðu 833 fjöl- skyldur verið fluttar á brott úr hverf- inu og fengið bætur fyrir hús sín. Eiturefnin hafa verið fjarlægð frá Love Canal, á kostnað efnaverk- smiðjunnar, en jarðvegurinn er enn mengaður og verður svo um langa hríð. Yst á svæðinu hefur uppbygg- ing hafist að nýju, þótt fyrri íbúar hafi barist gegn því að þarna yrði reist nýtt hverfi. Í stórum hluta Love Canal- hverfisins voru öll hús jöfnuð við jörðu og aðeins götur og gangstéttir standa eftir, minnisvarði um eitt mesta mengunarslys í bandarískri sögu. rsv@mbl.is Eitrið lak inn um veggina © Bettmann/CORBIS Byggt á eitri Íbúarnir flýðu eitrið í jarðveginum, húsin voru flest rifin og götur og gangstéttir grotnuðu niður. Lois Marie Gibbs bjó í LoveCanal með fjölskyldu sinni.Hún var aðeins 26 ára þeg- ar hverfið fór bókstaflega á flot í eitruðum efnaúrgangi. Lois kynnti sér sögu svæðisins og upp- götvaði að skólinn, sem sjö ára sonur hennar sótti, var byggður ofan á eitruðum úrgangi. Raunar gilti það um stóran hluta hverf- isins. Lois beitti sér fyrir stofnun hverfasamtaka, sem létu mjög að sér kveða og kröfðust úrbóta frá borgaryfirvöldum, yfirvöldum í New York-ríki og alríkisstjórn- inni. Baráttan var erfið og oft virtist hún vonlaus, en Lois gafst aldrei upp. Þrautseigjan bar loks árangur þegar íbúar voru fluttir á brott og fengu hús sín bætt. Lois Gibbs varð þekkt um öll Bandaríkin vegna baráttu sinnar. Hún starfar nú sem fram- kvæmdastjóri Miðstöðvar heilsu, umhverfis og réttlætis, en þau samtök stofnaði hún sjálf. Hlut- verk þeirra er að styðja íbúa hvar á landi sem er, sem berjast gegn © Bettmann/CORBIS Barátta Lois Gibbs barðist árum saman fyrir því að íbúar Love Canal gætu flutt á brott og fengju hús sín bætt. Konan sem kaus að berjast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.