Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÓM brennur var sagt eitt sinn og nú brennur allt efnahagskerfið hér á landi eins og það leggur sig. Hvar er ríkisstjórnin? Það er ekkert eins hörmulegt og að horfa upp á það sem er að gerast í íslensku þjóðlífi þessar vikurnar og öll okkar vandamál eru að mati ríkisstjórnarinnar ein- hverjum öðrum að kenna! Sagði Geir ekki fyrir síðustu kosningar að fólk skyldi kjósa Sjálfstæðisflokkinn þá yrði allt í lagi. xD=stöðugleiki. Ég held að hann hafi ekki verið alveg tengdur við það sem þá var að gerast. Þessi ríkisstjórn sem nú situr tekur öllu fram í fáránleikanum: Ráðherrar tala hver í sína áttina og keppast svo við að segja í fjölmiðlum að ágrein- ingur sé með öllu óþekkt fyrirbæri innan stjórnarinnar. Mér er næst að halda að ráðherrar þessarar stjórnar tali ekkert saman. Nýjasta dæmið eru aldeilis forkastanleg vinnubrögð umhverfisráðherra vegna fyrirhugð- ara framkvæmda við álver á Bakka. Í því skilur maður hvorki upp né niður. Er ekki sama hver á í hlut, þegar kemur að fagra Íslandi, það mætti halda að svo sé ekki. Það er svo ótal margt sem að er í stjórn landsmála hér að það væri að æra óstöðugan að telja það allt upp. En örfá atriði. Til dæmis vextir og verðbætur; hvernig í ósköpunum dettur fólki í hug að það sé hægt að reka þjóðfélag þar sem stýrivextir eru 15-16% og verðbólga upp á annað eins, er fólk ekki í sambandi við raun- veruleikann? Hvað er verið að halda úti afætustofnunum eins og Seðla- bankanum, sem ekki er í neinum takti við það sem er að gerast, enda er æðsti maður þar afdankaður stjórn- málamaður sem ætti að sjá sóma sinn í því að láta efnahagsmálin alveg eiga sig. Ég fylgist mikið með fréttum og blöskrar oft fréttir utan úr hinum hrjáða heimi sem við búum í og velti því oftsinnis fyrir mér hvers vegna kjörnir fulltrúar almennings vinna ekki fyrir þá sem kusu þá. Skýrasta dæmið um algjöra veruleikafirringu og algjört sambandsleysi við umbjóð- endur sína er forseti Simbabve, áður Ródesía eitt ríkasta og besta land í Afríku, sem var matarkista miðað við mörg önnur lönd í þeirri álfu. Nú er þar allt í rúst. Þessu má líkja við óstjórn Sjálfstæðisflokksins und- angengin misseri sem er að leiða okk- ur í algjöra glötun, flokkurinn stend- ur vörð um arfavitlaust kvótakerfi í sjávarútvegi sem er að leggja margar byggðir í auðn, hann er einnig alveg búinn að missa stjórn á frjálshyggj- unni og er hún farin að koma þeim illilega í koll. Ekki náðist að hafa al- veg stjórn á því hver fékk hvað þó lengi væri reynt að hafa á því ein- hverja stjórn með aðstoð Fram- sóknar, síðan var þeim hent fyrir borð og Samfylkingin tekin í staðinn og er næst í forarvilpu íhaldsins, sem er eins og ég sagði áðan alveg búinn að missa sjónar á því fyrir hverja þeir eru að vinna. Þetta er ömurlegt á að horfa og svo er utanaðkomandi að- stæðum kennt um, t.d. húsnæð- islánamarkaði í Ameríku. Hvernig er staðan á þeim markaði hér, er það til dæmis þeim vestur í Bandaríkja- hreppi að kenna að hér eru 15-16% stýrivextir? Ég held ekki. Það er með öllu óskiljanlegt hvað þessi rík- isstjórn er að gera eða kannski rétt- ara sagt ekki að gera. Það hlýtur að vera til hæfara fólk til að stjórna landinu, fólk sem er bet- ur tengt við það sem er að gerast og það er löngu kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn landsmála. AXEL YNGVASON verkamaður, Sólbrekku 1, Húsavík. Lýst er eftir ríkisstjórn Frá Axel Yngvasyni AÐ UNDANFÖRNU hafa átt sér stað talsverðar umræður um sam- göngumál og umferðaröryggi. Sú umræða hefur oftar en ekki skapast í framhaldi af slysum eða umferð- aróhöppum og inn í þá umræðu blandast eðlilega samgöngur til og frá Reykjavík. Það er því hryggilegt að sjá hversu litla áherslu stjórnvöld leggja á frekari samgöngubætur til og frá höfuðborginni okkar. Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi hafa síðastliðin ár lagt mikla áherslu á mikilvægi tvöföldunar á þjóðvegi 1 frá Holtavörðuheiði að Kollafirði. Hafa samtökin bent á mikilvægi þess að hefja fram- kvæmdir sem fyrst vegna þeirrar miklu aukningar sem hefur orðið á þungaflutningum á þessum slóðum síðastliðin ár. Hafa önnur samtök, þar á meðal íbúasamtökin á Kjala- nesi sem og hverfisráð Kjalarness, sent frá sér ályktanir sem snúa að þessum málum. Slit og slysahætta Í dag er ekkert flutningaskip sem siglir úti fyrir ströndum Íslands með viðkomu í helstu höfnum hringinn í kringum landið. Það er eðlilegt að vöruflutningar hafi færst í auknum mæli inn á þjóðvegakerfið vegna krafna um ferskleika vöru við af- hendingu. Staðreyndin er hins vegar sú að þróunin hefur leitt til þess að allir flutningar fara landleiðina því ekki hefur þótt hagkvæmt að aðeins hluti vöruflutninga sé á hafi úti. Allir flutningar fara því landleiðina með þeirri miklu umferð sem því fylgir og ómældu sliti á vegakerfinu. Þess- ir flutningabílar eru allt að 50 tonn fullhlaðnir á meðan meðalfólksbíll- inn er innan við 2 tonn. Hver maður sér hina auknu slysahættu sem af þessu hefur hlotist. Það er því löngu tímabært að kanna kosti þess að nið- urgreiða strandsiglingar með op- inberu fé því talsverður sparnaður hlýtur að koma á móti vegna minna slits á vegakerfi landsmanna og vegna minni slysahættu. Þetta er sú alvarlega staðreynd sem blasir við okkar í dag – flutn- ingar á vörum og sjávarfangi fara þvers og kruss um þjóðvegi lands- ins, flestir með viðkomu í höf- uðborginni, og aldrei kemur Sunda- braut. Hefjumst handa við tvöföldun þjóðveganna til og frá Reykjavík Ég tel að á meðan samgöngu- ráðherra er að velta fyrir sér legu Sundabrautar og því hvort inn- heimta eigi veggjald vegna þeirrar framkvæmdar þá gæti hann byrjað á því að gera vegina til og frá höf- uðborginni sómasamlega. Hann gæti byrjað nú þegar að tvöfalda ak- reinar frá Borgarnesi að Reykjavík, þ.e. að þeim stað sem Sundabraut kemur upp á Kjalarnes. Vest- urlandsvegur í þeirri mynd sem hann er í nú gengur ekki og þolir enga bið. Hið sama á við um Suður- landsveg til Selfoss. Við höfum horft upp á svo mörg alvarleg slys á þess- um vegaköflum undanfarin ár og alltaf þyngist umferðin. Landsmenn eru orðnir lang- þreyttir á aðgerðaleysi samgöngu- yfirvalda og vilja skýr svör og ákvarðanir. Því segi ég: Vaknaðu, herra sam- gönguráðherra. Slysin gera ekki boð á undan sér. ÞÓRIR INGÞÓRSSON Esjugrund 52, 116 Reykjavík Samgöngur til og frá höfuðborginni Frá Þóri Ingþórssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á HEIMASÍÐU fjármálaráðuneytisins gefur að líta nið- urstöðu nefndar sem skipuð var til þess að setja fram tillögur til að draga úr losun co² frá bifreiðum. Skýrslan hefur að geyma hinar ýmsu upplýsingar um efnið. Helstu niðurstöður eru tvíþættar. Lagður er til ákveð- inn skattur á eldsneyti sem allir bifreiðaeigendur komi til með að greiða, að viðbættum sér skatti sem taki mið af co²-losun viðkom- andi bifreiðar pr ekinn km. sem leiðir til þess að eigendur bifreiða með stórar og eyðslufrekar vélar verða sérskattaðir. Nú er það svo að margir til þess að gera léttir bílar geta verið með stórar vélar, mun stærri en þörf krefur. Verði tillögurnar að veru- leika má reikna með að þessir bílar lækki verulega í verði og að kaup- endunum fækki. Eigendurnir spyrja eðlilega, hvað sé til ráða, hvað getum við gert til þess koma í veg fyrir að eignir okkar rýrni í verði. Getum við ekki bara látið skrá afl vélanna minna í framhaldi af því að tak- marka eldsneytisflæðið til þeirra, t.d. með því að stinga hæfilega þykkum steini undir eldsneyt- isgjöfina ha ha ha? En væri slík aðgerð einstök og alveg út í him- inblámann? Nei, ekki aldeilis. Á árinu 1984 var sett reglugerð nr. 143 um skráningu á afli að- alvéla skipa. Reglugerðin kvað skýrt á um að ekki væri leyfilegt að skrá aflið niður eingöngu með takmörkun eldsneytis. LÍÚ taldi þessa framkvæmd nálgast mann- réttindabrot og kvartaði sáran við alla sitjandi samgönguráðherra, en án árangurs allt til ársins 2003, eða í um tvo tugi ára, þá sat hinn víðsýni tré- smiður Sturla Böðv- arsson (St.B) í stóli samgönguráðherra sem af sinni óskeikulu tækniþekkingu setti nýja reglugerð um skráninguna sem heimilaði útgerð- armönnum, nánast, að skrá það afl sem þeim hentaði hverju sinni. Eini skugginn á þess- ari sigurgöngu LÍÚ er að einn og einn framleiðandi vél- anna hefur af vanþekkingu sinni ekki verið tilbúinn að ábyrgjast þær þannig keyrðar en það eru bara undirmálsmenn sem þannig láta. Auðvitað vita þeir St.B og LÍÚ betur, nei miklu betur, í þessu efni sem öðrum. Með því að skrá vélaraflið nán- ast að eigin vild getur útgerðin haft áhrif á fjölda vélstjóra um borð, menntun og þjálfun þeirra ásamt veiðislóð skipanna; fækkað formlega um einn, en ráðið í stað- inn ódýrari einstakling og stungið launamuninum í eigin vasa. Ein- stakling sem ræður ekki full- komlega við starfið sem eykur álagið á þá sem eftir eru án þess að þeim sé umbunað í nokkru fyr- ir. Hve nálægt ströndinni skip mega veiða með botnvörpu, ræðst af skráningarlengd þeirra og afl- vísi. Aflvísirinn er margfeldi vél- araflsins í hestöflum og skrúfu- þvermálsins í metrum. Sé skipið búið skrúfuhring hefur hann einnig bein áhrif á aflvísinn. Beint línulegt samband er því á milli vélaraflsins og aflvísisins sem þýðir að með því að skrá það niður lækkar aflvísirinn um sama hlut- fall. Gott dæmi um hringavitleysuna í þessu öllu saman er að togari einn, styttri en 42 m, gat lengdarinnar vegna fiskað allt upp að 4 mílum, en með aflvísi 4526 sem var langt fyrir ofan mörkin, sem eru 2500, lét færa afl aðalvélarinnar niður, úr 1280 kW í 705 kW, eða um 45% með því einu að takmarka elds- neytisflæðið til vélarinnar, eða að setja stein af réttri þykkt undir ol- íugjöfina og fá síðan vélina mælda niður í það afl sem er hagkvæmast hverju sinni. Toppurinn á snillinni er þó sá að viðkomandi útgerð- armaður getur svo oft sem honum hentar látið breyta skráningunni þar sem St.B.-reglugerðin setur því engar skorður. Útgerðarmenn sem eiga skip í lengri kantinum m.v. gildandi reglur um veiðhólf hljóta að eiga rétt á sveigjanlegum reglum um lengdarskráninguna m.t.t jafnræðisreglunnar. Þar á auðvitað að bjóða upp á ákveðinn sveigjanleika. Hætta t.d. að miða fremri mælipunktinn við mestu lengd en þess í stað t.d. við frammastrið, klóakrörið frammi í eða reykrörið á lúkarskabyssunni. Auðvitað á að hafa allar reglur af þessu tagi svo sveigjanlegar að viðkomandi geti valið sér hag- kvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. Markmið reglna á ekki að vera annað en að skapa ábúð- arfullum stofnanablýantsnögurum gagnslausa vinnu. Það var á sínum tíma ótrúlegt óráð að flæma St.B. úr stóli sam- gönguráðherra, hann hefði örugg- lega sett nýja sveigjanlega reglu- gerð um lengdarmælingu skipa af sinni alkunnu og þrálátu öngstræt- isfíkn. Öngstrætisfíkn Helgi Laxdal skrif- ar um afl aðalvéla skipa » Auðvitað á að hafa allar reglur af þessu tagi svo sveigjanlegar að viðkomandi geti valið sér hagkvæmustu nið- urstöðuna hverju sinni. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur. MIKIÐ hefur farið fyrir skrifum um virkjanir og álver og sýnist sitt hverjum. Nokkuð hefur borið á andúð á álverum og jafnvel virkjunum yfir höfuð. Undirrituðum hefur fundist mál- flutningurinn öfga- kenndur á köflum. Varla er hægt að deila um það að virkjanir eiga þátt í þeirri velmeg- un sem Íslendingum hlotnaðist á einum mannsaldri. Þær hafa gert okkur kleift að hætta bruna mós, kola og olíu og lækkað kostnað okkar við að lýsa og hita heimili landsmanna án mengunar. Vatns- afls- og jarðhitavirkjanir hafa sparað okkur mikinn erlendan gjaldeyri og gefa okkur mikil tækifæri í framtíðinni. Það að stöðva núna öll áform um nýjar virkjanir er óraunhæft og barna- legt enda nóg af virkjanakostum sem nýta má með skynsemi. Mats- ferlið og aðrir fyr- irvarar sem í gildi eru eiga að duga vel til að tryggja lýðræðislega og skynsamlega nið- urstöðu. Álverin á Íslandi hafa verið frum- kvöðlar á mörgum sviðum. Þau hafa inn- leitt nýja tækni- og verkþekkingu og kennt landsmönnum nýjar aðferðir í ör- yggis- og umhverf- ismálum. Þau hafa reynst góðir vinnustaðir starfs- manna. Það er eftirtektarvert hversu vel þau hafa sinnt öryggis- málum starfsmanna og mættu margir taka þau sér til fyr- irmyndar í allri umgengni. Þau eru kærkomin viðbót við aðra gjaldeyrisskapandi starfsemi. Sama má segja um virkjanir og orkuver, ekki síst gamlar vatns- aflsvirkjanir og umhverfi þeirra. Ál er ennþá framtíðarmálmur og notkun þess eykst ár frá ári. Notkun áls hefur sparað verulegt eldsneyti í samgöngum heimsins og spornað þannig við útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Álverin á Íslandi skapa verk- og tækni- mönnum mikil verkefni og gefa færi á að þróa hátækniþjónustu við álver innanlands og utan. Þannig hafa virkjanir og álver verið hryggjarstykkið í verkefnum sumra verkfræðistofa sem hyggja nú á frekari útrás á þessum vett- vangi. Allt tal um sóðalega frum- vinnslu áls breytir þessu ekki en benda má á nauðsyn þess að þau lönd sem stunda frumvinnslu áls, þ.e.a.s. súrálsvinnsluna, á óvið- unandi hátt lagi ferlana og m.a. taki upp verkferla Íslendinga í umhverfisvöktun og umhverf- isvernd. Sú krappa lægð sem nú fer yfir landið í efnahagsmálum er bæði af erlendum og innlendum toga. Leiðin út úr henni er aukin verð- mætasköpun, m.a. hagkvæm út- flutningsstarfsemi og hátt at- vinnustig. Virkjanir og álver sem búið er að skipuleggja geta vegið þungt í að rétta slagsíðuna sem komin er á þjóðarskútuna. Ekki er endalaust hægt að benda á eitt- hvað annað sem lætur bíða eftir sér. Það er huggun að ábyrgir ráðherrar og aðrir ráðamenn vita hvað gera þarf. Ekki blása á kertið Magnús Magnússon skrifar um álvinnslu og ávinning af henni » Álverin á Íslandi hafa innleitt nýja tækni- og verkþekkingu og kennt nýjar aðferðir í öryggis- og umhverf- ismálum. Magnús Magnússon Höfundur er vélvirki og verkfræð- ingur og framkvæmdastjóri VM – Fé- lags vélstjóra og málmtæknimanna. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.