Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórdís Haralds-dóttir Thorodd- sen fæddist á Þor- valdsstöðum í Bakkafirði 20. júní 1920. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni Patreksfirði 2. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Haraldar Guðmundssonar, bónda og kennara, f. 9.10. 1888, d. 1.6. 1959, og Þórunnar Bjargar Þórarins- dóttur, húsfreyju og ljósmóður, f. 18.12. 1891, d. 3.9. 1973, á Þor- valdsstöðum í Bakkafirði. Systkini Þórdísar: Ingveldur, f. 8.12. 1917, Unnur, f. 17 3. 1919, d. 25 5. 1941, Kristín, f. 16.7. 1920, d. 14 11. 1998, Þórarinn, f. 27.11. 1921, d. 8.10. 2005, frá Vatnsdal í Patreks- firði. Þórdís og Bragi bjuggu allan búskapinn á Patreksfirði og lengst í Aðalstræti 78. Þau áttu sex börn sem öll eru á lífi: Úlfar, f. 17.7. 1945, maki Helga Bjarnadóttir, f. 19.6. 1947, Eiður, f. 16.10. 1946, maki Sigríður Sigurðardóttir, f. 8.2. 1947, Erlingur, f. 15.7. 1948, maki Ágústa Valdís Svansdóttir, f. 31.7. 1952, Björg, f. 20.11. 1950, maki Jon Asmund Færöy, f. 15.7. 1950, þau skildu, Ólína, f. 26 2. 1952, maki Paul Weightman, f. 14.9. 1944, og Ólafur, f. 25 7. 1953, maki Þóra Ákadóttir, f. 27 5. 1953. Fyrstu hjúskaparárin var Þór- dís heima og annaðist heimilið og börnin. Síðar, þegar börnin kom- ust á legg, fór hún að vinna sem ráðskona í vegagerð á sumrin og við fiskvinnslu og önnur störf að vetrum. Þórdís var lengst lík- amlega hraust þrátt fyrir ýmis áföll sem drógu úr henni máttinn að lokum. Andlegu atgervi hélt hún nánast óskertu til hins síðasta. Útför Þórdísar fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 12.5. 1995, Steinunn, f. 3.1. 1923, Sigrún, f. 19.2. 1924, Ragnar, f. 13.5. 1926, Hálfdán, f. 30.7. 1927, Auðunn, f. 8.10. 1928, Arnór, f. 10.12. 1929, Guð- ríður, f. 24.2. 1931, Haraldur, f. 3.6. 1932, Þórunn, f. 1.5. 1934, og Ragnhildur, f. 22.6. 1939. Þórdís ólst upp á Þorvalds- stöðum og dvaldi í heimahúsum þar til í desember 1943. Þá flutti hún vestur á Patreksfjörð til vistar hjá Bjarna Guðmundssyni héraðslækni og Ástu eiginkonu hans og vann ýmis störf á heim- ilinu og á sjúkrahúsinu. Þórdís giftist 12.5. 1945 Braga Ó. Throddsen, f. 20.6. 1917, d. Nokkur orð um manneskju sem erfitt er að kveðja. Hreinskilin, litrík og skemmtileg. Drengjunum mínum ávallt góð og þolinmóð. Perla á meðal steina og nú skærasta stjarnan á himnum. Ég hugga mig við góðar stundir og geymi allt það sem okkar fór á milli innra með mér. Trúr vinur er öruggt athvarf og auðugur er sá, sem finnur hann. (Sírak.) Selma. Þórdís Haraldsdóttir Thoroddsen ✝ Björn StefánLárusson fædd- ist á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði 29. marz 1936. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 29. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin séra Lárus Arnórsson, sóknarprestur á Miklabæ, f. 29.4. 1895, d. 5.4. 1962, og Guðrún Björnsdóttir hús- móðir, f. 27.2. 1897, d. 19.1. 1985. Björn Stefán var næstyngstur fimm bræðra. Elstur var Ragnar Fjalar, f. 15.6. 1927, d. 26.6. 2005, sonur Jensínu Björnsdóttur verkamannavinnu á nokkrum stöðum en miklu lengst hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Næsta illvígur sjúkdómur er Björn Stef- án fékk í bernsku átti efalaust stærstan þátt í að hindra að hann hugsaði til mennta- og háskóla- náms, enda þótt hann hefði góða hæfileika til slíks náms. Þetta bernskuáfall takmarkaði því óhjákvæmilega starfsmöguleika hans þá er tímar liðu fram. En hann bætti úr þessu eftir bestu getu og varð einkar vel sjálf- menntaður, svo sem í sögu Ís- lands, einkum tíma sjálfstæð- isbaráttunnar. Björn Stefán var traustur maður og trygglyndur og eign- aðist góða vini m.a. í gegnum vinnu sína. Hann var næsta frændrækinn og naut virðingar innan stórfjölskyldunnar. Útför Björns Stefáns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. frá Miklabæ, Stefán, f. 18.11. 1928, Björn, f. 8.12. 1933, d. 6.6. 1935, og Halldór, f. 2.4. 1939, d. 1.1. 1997. Björn Stefán átti heimili á Miklabæ til 24 ára aldurs og vann hann á þeim árum löngum að búi foreldra sinna. Eftir lok barnaskólanáms naut hann a.m.k. í einn vetur einka- kennslu á heimili sínu. Veturinn 1954-55 dvaldi hann í Reykjavík við nám í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar. Síðla árs 1960 fluttist Björn Stefán svo alfarinn ásamt móður sinni til Reykjavíkur. Þar stundaði hann Minn kæri bróðir Björn Stefán Lárusson kvaddi þessa jarðvist hinn 29. júlí sl. eftir rösklega mánaðar sjúkralegu á Landspítalanum í Reykjavík. Er hann hinn fjórði okkar bræðra sem horfinn er yfir um mær- in miklu. Á þessum dögum sækja að minningarnar um horfinn bróður og vin, minningar frá samvistum okkar í áranna rás, m.a. minningar frá bernskuheimili okkar Björns á Mik- labæ. Þar stafar vísast miklum ljóma af minningum um kærleika og um- hyggju foreldra okkar, blessuð sé þeirra minning. Björn Stefán sýndi sem drengur óvenju ríka fróðleiksvísi og bók- hneigð og þá er tímar liðu fram mátti segja að hann hafi bókstaflega orðið hamhleypa við bóklestur. Margvís- legt efni heillaði Björn til lestrar og var áberandi hvað ævisögur merkra manna vógu þar þungt. Mörg ljóð höfuðskálda vorra voru honum einkar kær svo sem Davíðs frá Fagraskógi, en tvímælalaust skipaði í þessu efni hæstan sess hjá honum skáldið Einar Benediktsson. Björn tók á ungra aldri ástfóstri við Sturl- ungatímann. Síðar fönguðu ýmis merk tímabil í sögu þjóðar vorrar hann, en áhugasvið Björns var reyndar töluvert víðfeðmara en hér var að vikið. Því hann var einlægur unnandi tónlistar, sér í lagi hinnar sí- gildu eða klassísku. Þar dáði hann mest þá Beethoven og Bach en af innlendum tónsmiðum mat hann Sig- valda Kaldalóns mjög mikils. Björn var og mikill myndlistaraðdáandi, einkum þeirra sígildu en þar var uppáhaldsmeistarinn hans Rem- brandt van Rijn. Minnisverðar þrjár ferðir fórum við Björn til London á árunum 1976-1991, í þeim tilgangi að skoða listasöfn í þeirri borg. Á Reykjavíkurárunum héldu þau móðir okkar og Björn heimili saman eða allt þar til hún varð farlama af völdum veikinda. Eftir það varð hann einbúi, síðasta heimili hans um all- margra ára bil var í Suðurhólum 28 í Reykjavík. Borgarlífið náði aldrei sterkum tökum á Birni því sveita- maðurinn var svo ríkur í eðli hans. Þótt ferðir hans norður til Skaga- fjarðar yrðu ekki margar átti hið fagra fæðingarhérað ætíð sterk ítök í honum og merkast alls þar sem þar var að sjá var Miklibærinn gamli. Hann var í raun alla tíð innan seil- ingar í minningunni. Á fagnaðar- og hátíðarstundum hjá skyldmennum Björns þótti jafnan sjálfsagt að bjóða honum væri þess kostur. Ég minnist þess að á Oddaárum okkar Ólafar var það sérstök tilhlökkun að fá Björn og móður okkar í heimsókn og til dvalar. Ólöf kona mín reyndist mági sínum fjarska vel og mat hann mikils. Sam- band Björns við okkur bræðurna og fjölskyldur okkar var alla tíð mjög gott. Nú er sætið hans í Suðurhólum 28 autt, þar átti hann vísast margar góð- ar stundir og erfiðar. Þá er heilsu- bresturinn minnti á sig sem í raun varð næsta oft. Þá var einkar mik- ilvægt og gott að geta þegið aðstoð. Við þessi miklu vegaskil Björns Stef- áns eru öllum þeim er veittu honum aðstoð á einn eða annan máta færðar heilar þakkir. Að síðustu bið ég kær- um bróður giftu í þeim nýju heim- kynnum er hann nú hefur verið kvaddur til. Megi ljósið frá Kristi Jesú lýsa honum nú og allar stundir. Stefán Lárusson. Þegar ég minnist Björns Stefáns rifjast upp margar minningar, hann gekk yfirleitt undir nafninu Bjössi frændi hjá okkur systkinunum. Fyrstu bernskuminningarnar eru frá því þegar farið var til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Skúlagötuna, þar sem Guðrún amma mín og Bjössi bjuggu. Oftar en ekki var Bjössi fenginn til að lesa ævintýrið um Litla-Kláus og Stóra-Kláus og þá sátum við Guðrún systir mín sitt- hvorumegin við hann. Bjössi hafði mikið langlundargeð að lesa þessa sögu fyrir okkur aftur og aftur, og alltaf hlógum við systkinin jafnmikið að ævintýrinu. Bjössi frændi var mjög fróður maður, það var nánast á hvaða sviði sem borið var niður að aldrei var komið að tómum kofunum. Sögu- þekking hans og þekking á líðandi stundu var með eindæmum og skipti þá litlu hvort það voru íþróttir, listir, menning eða stjórnmál sem þar bar á góma. Minnisstætt er atvik þegar ég kom í heimsókn til hans fyrir einum 12 ár- um og þurfti að fá aðstoð til að glöggva mig betur á ríkisstjórnum Íslands og ráðherrum. Þá taldi hann upp fyrir mig allar ríkisstjórnir og ráðherra frá 1904 til þess dags ásamt ártölum. Ég hafði nú talið mig ansi fróðan á þessu sviði og ætlað að fara að stæra mig við frænda minn, en burtu fór ég alveg forviða á þessari yfirburðaþekkingu Bjössa frænda. Það var líklega á þessu augnabliki sem ég gerði mér grein fyrir að hann átti fáa sína líka. Fyrir um áratug, en þá var Bjössi fluttur upp í Suðurhóla 28, fór ég að venja komur mínar til hans og oftar en ekki í þeim erindagjörðum að fá að horfa á knattspyrnuleik hjá hon- um. Ansi oft höfum við skemmt okk- ur yfir góðum leikjum, og oftar en ekki spunnust upp hinar ýmsu um- ræður um líðandi stundu sem kom knattspyrnu lítið við. Hlé varð á þessum heimsóknum þegar ég stundaði nám í Danmörku síðustu ár, það var svo í fyrra þegar ég flutti aft- ur heim að ég tók þráðinn upp að nýju. Það má segja að fótboltafár hafi gripið okkur frændur nú í vor en þá var ég nánast tvisvar til þrisvar sinn- um í viku hjá honum. Síðasti leikur- inn sem við horfðum á saman var úr- slitaleikurinn í meistaradeildinni og mun sú stund seint gleymast. Bjössi frændi átti við veikindi að stríða frá unga aldri og síðustu fimm ár þurfti hann einnig að berjast við krabbamein. Þrátt fyrir þetta kvart- aði hann sjaldan að fyrra bragði yfir þessum veikindum. Það má segja að hann hafi verið mjög skýr allt til loka þó svo að veikindin hafi verið farin að hafa einhver áhrif. Minningin um Björn Stefán mun lifa, sem frænda og vin. Blessuð sé minning hans. Hveitikorn þekktu þitt, þá upp rís holdið mitt. Í bindini barna þinna blessun láttu mig finna. (H.P.) Björn G. Stefánsson. Yndislegan sumardag barst mér sú sorgarfrétt að Björn Lárusson frændi minn ætti skammt eftir ólifað. Þrestirnir hoppuðu á grasbalanum og í runnunum glitruðu þræðir kóngulóanna, þræðir sem eru ekki alltaf sýnilegir þótt þeir séu ótrúlega sterkir, rétt eins og böndin sem verða til milli okkar sem kynnast á æskuárum. Nú er liðin hálf öld og fimm árum betur frá því að ég sá þennan frænda minn í fyrsta sinn, dökkan á brún og brá, fagureygan. Auðvitað höfðum við systkinin á mölinni heyrt talað um frændurna norður í landi, í sveit- inni þar sem fjöllin bera fegurri nöfn en annars staðar og slétturnar eru víðari. En það var langt á milli og við hittum ekki frændurna fyrr en tími þótti til kominn að senda okkur í sveit. Öll fengum við samastað í Blönduhlíð, ég á Miklabæ. Þarna var nýr heimur, önnur náttúra, ólíkt mannlíf. Hver hafði sitt starf en vinnuhörku var ekki fyrir að fara hjá Lárusi frænda þótt hugurinn væri stundum á flugi. Stefán stjórnaði heyskapnum, enda fullorðinn, langt kominn með guðfræðideildina. Hall- dór sá um viðhaldið á jeppanum og þeim fáu vélum sem til voru á bænum og var þó varla orðinn unglingur. Björn var tengiliðurinn milli okkar krakkanna og hinna fullorðnu, 17 ára gamall. Hann var heilsutæpur en lét aldrei á því bera. Öll sín störf vann hann af alúð og vandvirkni, fóðraði stóra nautið og tók þátt í heyvinn- unni. Alltaf var hlýtt í króknum hjá Agavélinni á kvöldin því að Björn gleymdi aldrei að fylla hana af koksi. Aldrei var neinn asi á honum, sama jafnaðargeðið og hjá Guðrúnu, móð- ur hans. Hann hélt ró sinni á hverju sem gekk, meira að segja þegar stóra nautið slapp út og yngsta kvenfólk- inu var skipað að halda sig innan dyra þar til boli var kominn á básinn. Þegar við sátum í eldhúsinu á kvöldin fór hann á kostum, hæglátur en kím- inn. Það ískraði í honum þegar hann sagði frá undarlegum atburðum og kynlegum kvistum í sveitinni en gamanið var ævinlega græskulaust og enginn maður lastaður. Seinna kom áhuginn á Sturlungu. Þá talaði hann um Örlygsstaðabardaga eins og hann hefði horft á öll ósköpin og síð- an setið við hlið Sturlu Þórðarsonar þegar hann skrásetti. Það var hörmulegt að þessi gáfaði unglingur gat ekki notið hæfileika sinna til fulls. Heilsuleysið meinaði honum skóla- göngu. Hann vann lengst af í máln- ingarverksmiðjum en hann hafði sama viðhorf til vinnu sinnar þar og til sveitastarfanna. Hann vann störf sín af kostgæfni og aldrei heyrðist hann bera sig illa undan því hlut- skipti sem honum hafði verið úthlut- að í lífinu. Frístundirnar notaði hann til að mennta sig. Hann var ótrúlega vel að sér í íslenskri stjórnmálasögu og stálminnugur og draumurinn um að skoða listaverk í erlendum söfnum rættist. Hann var gæfumaður á vissan hátt. Hann var virtur og vel látinn af samstarfsmönnum sínum. Hann átti góða bræður, mágkonur og ung frændsystkin sem reyndust honum afar vel. Nú kveðjum við þennan góða dreng með söknuði en varðveit- um minningarnar um hátt. Margrét E. Jónsdóttir. Ástkær föðurbróðir minn Björn Stefán lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 29. júlí eftir erfið veikindi. Það er sárt að þurfa að kveðja Bjössa frænda eins og við systkinin kölluðum hann alltaf en við eigum dýrmætar og kærar minningar sem við getum yljað okkur við. Á meðan við fjölskyldan bjuggum austur í Odda á Rangárvöllum þá var Bjössi frændi alltaf kærkomin gestur í fríum sínum. Bjössi frændi veiktist sem barn af flogaveiki og setti það mikið mark á líf hans. Hann lét þó veikindin ekki hindra sig við vinnu og einnig ferðað- ist hann mikið erlendis með bræðr- um sínum þeim Stefáni og Halldóri og eiginkonum þeirra. Bjössi frændi var víðlesinn og vissi ótrúlega margt þótt ekki væri hann langskólagenginn. Það var sama hvort um var að ræða sögu, landa- fræði, klassíska tónlist, myndlist eða íþróttir, alltaf hafði Bjössi frændi svörin á hreinu. Bjössi frændi var einhleypur alla sína tíð og eignaðist engin börn en bræðrabörn hans voru honum ákaf- lega kær og var hann ákaflega barn- góður. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann við fráfall Bjössa frænda. Eitt sinn vorum við stödd á Skúlagötunni þar sem Bjössi frændi bjó í mörg ár ásamt móður sinni, Guðrúnu ömmu minni. Ég og Bjössi bróðir minn vorum eitthvað pirruð og vorum farin að kýta. Mamma kom þá og leiddi okkur inn í herbergi til Bjössa frænda og bað hann að segja okkur sögu. Um leið og Bjössi frændi byrjaði á sögunni gleymdum við systkinin okkur alveg því það var svo gaman að hlusta á hann og alltaf var hann tilbúinn að segja okkur fleiri en eina sögu. Bjössi frændi kvaddi á einum fal- legasta og sólríkasta degi sumarsins sem lýsir því svo vel hvernig persóna hann var, fallegur bæði að utan sem innan. Ég er þakklát fyrir að hafa getað verið hjá Bjössa frænda síðustu daga hans og ég veit að hann vissi af okkur öllum hjá sér þó að hann gæti ekki tjáð okkur það. Ég veit líka að amma, afi og bræður hans taka vel á móti honum. Ég bið Guð almáttugan að styrkja okkur í sorginni og þá sérstaklega Stefán föður minn sem nú stendur einn eftir af bræðrunum. Blessuð sé minning þín Bjössi frændi. Þín bróðurdóttir, Guðrún Svava Stefánsdóttir. Um huga minn fara margar góðar minningar um Bjössa frænda eins og við systkinin kölluðum hann alltaf. Nú hefur Bjössi kvatt þennan heim eftir fimm vikna sjúkrahúslegu eftir hjartaáfall. Það er ekki ofsögum sagt að Bjössi hafi verið áhrifavaldur í lífi mínu hvað varðar list og nám. Fór hann með mig á mína fyrstu mál- verkasýningu þegar ég var ung stúlka og hafði það mikil áhrif á mig. Sóttum við saman margar myndlist- arsýningar um dagana. Einnig fór hann með mig á mína fyrstu sinfón- íutónleika sem er mér afar minnis- stætt. Þegar við fjölskyldan bjuggum á Bárugötunni með ömmu og Bjössa, þá leyfði hann mér að skoða lista- verkabækurnar sínar, en hann átti mikið safn bóka. Þetta þótti mér mik- il upphefð og var mér sýnt mikið traust, enda þurfti að handleika bæk- ur Bjössa með viðeigandi virðingu. Við Bjössi fórum saman m.a. á yf- irlitssýningu Ásgeirs Bjarnþórsson- ar myndlistarmanns, sem ég heillað- ist mikið af, og kom Bjössi mér í kynni við hann, sem varð til þess að ég komst að í einkanám hjá Ásgeiri í málun þegar ég var 15 ára gömul. Það var mér ómetanleg reynsla sem ég bý að enn í dag. Þær eru ófáar stundirnar sem við Bjössi höfum rætt um og rifjað upp þetta tímabil. Eftir því sem ég komst til vits og ára áttaði ég mig á því hvaða fjársjóð Björn Stefán Lárusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.