Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Trúlega hefur enginn atburður í allri Íslandssögunni stækkað landið jafn mikið. VEÐUR Forvitnilegar upplýsingar um tóm-atarækt á Íslandi birtust í Morg- unblaðinu á sunnudag.     Þrefalt meira verður framleitt aftómötum í ár en fyrir fimm ár- um. Þá voru aðallega framleiddir hefðbundnir matartómatar, nú geta neytendur valið úr alls konar sérteg- undum.     Hvað hefurbreytzt á fimm árum? Jú, tollar á inn- fluttum tómötum voru felldir niður. „Við sáum að ef við myndum ekki auka fjölbreytn- ina og leggja aukna áherslu á rækt- un sértegunda til að þjóna neyt- endum væri auðvelt að kaffæra okkur með innflutningi,“ segir tóm- atabóndi við blaðið.     Frjáls innflutningur á landbún-aðarvörum hafði með öðrum orðum þau áhrif, sem margir spáðu; að innlendir framleiðendur brugð- ust við með því að auka vöruþróun og fjölbreytni. Þeir hafa getað stækkað afurðastöðvarnar. Neyt- endur kjósa áfram íslenzku vörurn- ar, þótt innflutningur sé í boði. Verð- ið hefur lækkað.     Sá, sem stóð fyrir þessari árang-ursríku breytingu í frjálsræð- isátt heitir Guðni Ágústsson. Hann var landbúnaðarráðherra þegar toll- ar á grænmeti voru felldir niður.     Nú er Guðni Ágústsson í fundaferðum landið. Má ekki gera ráð fyrir að hann leggi til að haldið verði áfram á þeirri braut sem hann markaði og tollar felldir niður af fleiri búvörum?     Landbúnaðurinn mun bregðast viðsamkeppninni – eða hvað? Hefur Guðni ekki trú á fleiri bændum en tómatabændum? STAKSTEINAR Guðni Ágústsson Tómatarækt í tollfrelsi SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     ! "" !""!   !""!  #$%      :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? &   &                                   *$BC                               ! ! "   #   $    %&    *! $$ B *! '(  )  (  %  $ *$ <2 <! <2 <! <2 '%) "!  + " , -!$".  CDB E                 <7    '  !           (   "  )  <   *  (         !    "  #!  (   "    #!     (       (    "   +   /0!!  $11  "!$  2 $ $ + " Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR HEILDARSKULDIR íslenskra heimila við innlánsstofnanir námu 963 milljörðum í júlí og hækka skuld- ir um fjórtán milljarða frá því í júní. Þetta kemur fram á vef Seðlabank- ans sem hefur birt nýjar tölur um inn- og útlán bankakerfisins. Hlutfall gengisbundinna og verð- tryggðra lána helst nærri óbreytt í júlí borið saman við mánuðinn á und- an. Hlutfall gengisbundinna lána hefur þó aukist mikið það sem af er ári, í janúar námu gengisbundin lán 17% af heildarskuldum heimilanna en nema nú 23%. Skýrist aukningin að mestu leyti af gengisfalli krón- unnar í mars síðastliðnum, að því er segir í Hálffimmfréttum Kaupþings. „Í júlí er þróun heildarskulda fyr- irtækja á annan veg en heimila þar sem skuldir lækka um ellefu millj- arða milli mánaða. Skuldir fyrir- tækja hafa hins vegar verið að aukast jafnt og þétt það sem af er ári líkt og skuldir heimila og nemur vöxtur heildarskulda 35% það sem af er ári. Líkt og hjá heimilum má einkum rekja aukna skuldsetningu fyrir- tækja til gengisbundinna lána. Verð- tryggð lán hafa aðeins aukist lítillega frá áramótum,“ segir þar. Heimilin skulda 963 milljarða 14 milljarða kr. hækkun frá í júní Breiðdalsvík | Jarðfræðisetur sem tengt er nafni breska jarðfræðipró- fessorsins Georges Walkers var opn- að í gamla kaupfélagshúsinu á Breið- dalsvík síðastliðinn laugardag. Ekkja Walkers og dóttir afhentu þar ýmsa muni og rannsóknargögn sem nú verða aðgengileg almenningi og fræðimönnum. Viðstaddir voru ma. nokkrir gamlir nemendur Walkers og samstarfsmenn, íslenskir jarðvís- indamenn, sendiherra Íslands í London og rektor Imperial-vísinda- og tækniskólans. Ómar Bjarki Smárason jarðfræð- ingur, gamall nemandi Walkers, átti hugmyndina að Jarðfræðisetrinu. Þegar Walker fór til Nýja-Sjálands 1978 skildi hann eftir hjá Ómari skrifborð sitt og frumrit af jarð- fræðikortum af Breiðdalseldstöð- inni. „Ég hef í þrjátíu ár verið að leita að plássi fyrir þetta,“ segir Óm- ar Bjarki. Hann var upphaflega með það í huga að fá horn í austfirsku safni en þegar svo forráðamenn í Breiðdalshreppi gengu til samstarfs og buðu gamla kaupfélagshúsið und- ir munina þáði Ómar það og hug- myndin hefur þróast áfram. Síðar kom fjölskylda Walkers til skjalanna og hefur ánafnað safninu öll rannsóknargögn hans. Ómar fór út til London í sumar til að ganga frá mununum og komu um tvö tonn til landsins fyrir opnunina. Þar á meðal er mikið af ljósmyndum, jarðfræði- kortum, skýrslum og skráningar- bókum. Stór hluti gagnanna er af- rakstur starfs Walkers á Austurlandi. Ómar segir að eftir sé að ná í gögn víðar. Sýning og fræðsla Gögn og munir Walkers eru til sýnis á efri hæð hússins en á þeirri neðri er sýning sem unnin er upp úr gögnum Hjörleifs Guttormssonar frá því hann skrifaði ferðabækurnar um Austurland. Ómar segir að setrið muni standa fyrir ráðstefnum og námskeiðum og veita almenningi fræðslu um jarð- fræði Austurlands. helgi@mbl.is Ljósmynd/Gretar Ívarsson Gamla kaupfélagið Jarðfræðasetrið er í elsta húsi Breiðdalsvíkur. Minnast starfs Georges Walkers Í HNOTSKURN »Jarðfræðisetrið á Breið-dalsvík er hugsað sem upplýsingaveita og fræðslu- setur íslenskrar jarðfræði, miðstöð rannsókna og fræði- mennsku í jarðfræði sem byggð er á arfleifð Walkers. Jarðfræðisetur hefur verið opnað á Breiðdalsvík GEORGE Walker fæddist í London 2. mars árið 1926. Hann lauk meistaraprófi frá Belfast 1949 og fékk doktorsgráðu frá Leeds sjö árum síðar. Walker kenndi við Lundúnaháskóla frá 1951 til 1978. Hann stundaði rannsóknir á Ís- landi á árunum 1955 til 1965 og sótti landið auk þess heim árin 1973 og 1988. Síðari rannsóknir Walkers voru einkum á Azoreyj- um, Ítalíu, Kanaríeyjum, Nýja- Sjálandi, Indónesíu og Hawaii. Hann lést á árinu 2005, 78 ára gamall. Walker skrifaði og birti margar ritgerðir um rannsóknir sínar á Íslandi, meðal annars um jarð- fræði Reyð- arfjarðar, Fá- skrúðsfjarðar, Breiðdals, Álfta- fjarðar og Þing- múla í Skriðdal. Hann skrifaði einnig vísindaritgerðir um land- mótun, samsetta bergganga, flikruberg og geislasteinabelti á Austurlandi og almennt um ís- lenska jarðfræði og landrek. Kortlagði Austurland George Walker

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.