Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ É g sótti um stöðuna vegna þess að ég veit að Ísland býður upp á eina bestu heilbrigðisþjónustu í heimi og Landspítalinn hefur átt stóran þátt í því,“ segir Hulda. „Ég hef unun af að vinna inn- an heilbrigðisþjónustunnar, þróa hana og þar af leiðandi þjóðfélagið. Það er ekki á hverjum degi sem maður getur sameinað áhugamál sitt og það sem brennur á manni.“ Hulda hefur búið í nítján ár í Noregi, fór þangað upphaflega til náms við Háskólann í Osló þar sem hún lauk embættisprófi í hjúkr- unarvísindum. Hún vann um tíma hjá Ullevål- háskólasjúkrahúsinu, þar á meðal sem hjúkr- unarframkvæmdastjóri á barnaskurðdeild. Árið 2005 varð hún forstjóri Aker-háskólasjúkra- hússins og lætur af því starfi til að verða for- stjóri Landspítalans. Hún er fámál um það hvaða breytingar hún vilji sá í rekstrinum. „Ég ætla að taka mér tíma til að kynna mér málið í nokkra mánuði og átta mig á hlutunum áður en ég gef yfirlýsingar,“ segir hún. Megum ekki koma á eftir Hún hefur ákveðnar skoðanir á því hvað hægt sé að gera betur innan heilbrigðiskerfisins. „Vegna þess að við búum yfir mikilli þekkingu þá getum við notað hana enn betur til að fá sem mest út úr því fjármagni sem við höfum yfir að ráða. Það sem við stjórnendur höfum ekki verið nægilega góðir í er að spyrja starfsmenn, og þá aðallega læknana, hvað muni gerast eftir tvö ár eða fjögur ár. Hver verða nýju lyfin? Hvernig verða nýju tækin? Ný lyf og tækjabúnaður verða til þess að það þarf að breyta skipulagningunni og þjónust- unni. Verkefnin breytast út af þessari þróun í heilbrigðisvísindunum en við erum alltof oft fimm eða jafnvel tíu árum á eftir. Við eigum að hugsa: Hvernig eigum við að skipuleggja starf- semina, hvað þurfum við margt starfsfólk og hvaða menntun þarf það að hafa? Við stjórnendur megum ekki koma á eftir, við verðum að vinna með starfsfólkinu sem hefur alla þessa kunnáttu og þekkingu. Ég er mjög upptekin af gæðum og þjónustu. Við eigum að vera með hagkvæman rekstur og meðhöndla fleiri sjúklinga og á betri hátt. Þetta hefur verið keppikefli mitt í stjórnunarstarfi.“ Hulda er spurð hvort hún hafi eftir menntun sína sem hjúkrunarfræðingur stefnt að því að fara í stjórnunarstarf. „Nei, þetta bara gerðist,“ segir hún. „Kannski liggur þetta í eðli mínu, að vilja að hlutirnir gangi og sjá stöðugt nýja möguleika.“ Þegar Hulda er spurð hvernig stjórnandi hún sé svarar hún: „Ég spyr margra spurninga og reyni að vera meðal fólks eins mikið og ég get. Ég geri kröfur, er metnaðargjörn, vil ná árangri og reyni að hvetja fólk. Maður verður að vera seigur og ekki gefast upp. Ef ein leið gengur ekki þá finnur maður aðra leið.“ Norðmenn elska Íslendinga Hulda segist fagna því að flytja aftur heim til Íslands. Eiginmaður hennar, Lars Erik Flatö, verður eftir í Osló, og hjónin verða því í fjarbúð. Hulda Gunnlaugsdóttir, for- stjóri Aker-háskólasjúkra- hússins í Ósló, hefur verið ráðin nýr forstjóri Landspít- alans og tekur þar til starfa 10. október næstkomandi Eins og að spila eftir nýjum leik r Hulda fædd- ist árið 1958 og ólst upp í Kópa- vogi. Hún fór 17 ára gömul til Nýja-Sjálands sem skiptinemi. Bróðir henn- ar er Andrés Gunnlaugsson húsa- smiður og þjálfari ÍR í handbolta. Áhugamál hennar eru heilbrigðismál, rekst- ur og þróun sjúkra- húsa og þjóð- félagsmál. Hún stund- ar gönguferðir og er tíður gestur á heilsu- ræktarstöðvum. Þau hjón fara lítið í bíó og leikhús og Hulda segir þau ætla að geyma þær heim- sóknir til elliáranna. » Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Hún safnar hvorki bók- um né tónlist en les allar bækur Arnaldar Indriðasonar. Und- anfarin sex ár hefur hún farið reglulega á skíði til Austurríkis með íslenskum vinum sínum. » » » »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.