Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 20
Á lista Victoria Beckham var efst á lista Blackwells 2007, en Mary Kate Olsen í þriðja sæti. Paris Hilton datt út af listanum, en hafði 2006 verið í fyrsta sæti ásamt Britney Spears . Listahöfundi þótti óviðeigandi að hafa Spears á listanum vegna erfiðleika hennar í einkalífinu. Í ágústbyrjun leit út fyrir að endi yrði bundinn þar á, því Blackwell, sem er 85 ára, féll meðvitundarlaus niður á heimili sínu í Los Angeles. Sambýlismaður hans og viðskiptafélagi flutti hann í dauðans ofboði á spítala, en betur fór en á horfðist því Blackwell virðist nú á batavegi. Mr. Blackwell-fatalína Blackwell hefur komið víða við á langri ævi. Hann fæddist 1922 í Brooklyn, New York, þar sem hann ólst upp í fátækt og við ofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Þótt skólaganga hans væri aðeins þrír bekkir í barnaskóla, tókst honum að fá hlutverk í leikhúsi og þreytti frumraun sína 1935 á Broadway í leikritinu Dead End eftir Sidney Kingsley. Því næst lá leiðin til vest- urstrandarinnar þar sem hann fékk smáhlutverk í kvikmynd- um, vann ýmis viðvik þeim tengd og reyndi skamma hríð fyrir sér sem umboðsmaður í Hollywood. Hönnunargáfuna uppgötv- aði hann svo þegar hann lét umbjóðendur sína máta búninga. Seint á sjötta áratugnum haslaði hann sér völl sem tísku- hönnuður þegar hann kynnti fatalínu sína, Mr. Blackwell. Strax var góður rómur að henni gerður og henni hampað í svipuðum mæli og Valentino og Versace. Flíkur hans seldust dýrum dóm- um og hann hannaði m.a. á kvikmyndastjörnurnar Jayne Mans- field og Jane Russell og sjálfa forsetafrúna, Nancy Reagan. Tískuhús Blackwells leið þó undir lok á áttunda áratugnum eftir að fyrirtækið sneri sér í auknum mæli að framleiðslu dagfíns fatnaðar. Blackwell var þó síður en svo af baki dottinn, hvað þá horfinn af sjónarsviðinu. Hann hefur haldið úti útvarpsspjallþætti, verið sjálfur vinsæll gestur í slíkum hjá öðrum sem og alls konar sjónvarpsþáttum vestra. Þegar talið berst að tísku, eins og oft- ast er raunin þegar Blackwell er fenginn til að leggja orð í belg, er hann í essinu sínu og hefur margt til málanna að leggja. Hann kappkostar að vera í fremstu víglínu þegar tískuum- fjöllun er annars vegar og hefur t.d. gagnrýnt klæðaburð fólks á Ósk- arsverðlaunaafhendingunni og þyk- ir klæðaburðurinn á rauða dregl- inum ekki alltaf til fyrirmyndar og eftirbreytni. Reuters Mr. Blackwell 1998 tilkynnti Blackwell í 38. skipti hvaða konur væru að hans mati þær verst klæddu. Maddonna bar sigur úr býtum það árið og tók við af bragðlausasta kryddi heims. »Einu gilti þótt aðrir tískuspekúlantarröðuðu upp sínum lista, listi Mr. Black- wells, eins og hann er alltaf kallaður, var vinsælastur og ennþá verður uppi fótur og fit þegar hann kveður upp sinn dóm. Ein íslensk kona hefur notið þess vafasama heiðurs aðtróna ofarlega á lista tískurýnisins Richards Black-wells yfir tíu verst klæddu konur heims – og ekkibara einu sinni, heldur tvisvar! Árin 2000 og 2001 lét hann þá frægustu á Íslandi – Björk auðvitað – fá það óþvegið. „Eins og hún komi úr brotakenndu tískuævintýri. Köllum hana Lísu í Klúðurlandi,“ lagði hann til í fyrra skiptið og skipaði henni í 3. sæti, Britney Spears í 1. og Angelinu Jolie í 2. Ekki tók betra við árið eftir þegar hann sagði Björk „eins og tilgerðarlegan tískubjána í martröð eftir Salvador Dali“, og dæmdi hana í 5. sæti. Sama ár vermdi svo „Harry Potter í draggi“ betur þekktur sem breska sjónvarpskonan Anne Robinson, 1. sætið, og Britney Spears var komin í 2. sæti með umsögn um druslugang og bumbusýningar. Á síðasta lista, 2007, fékk Victoria Beckham hæstu ein- kunn (eða lægstu, eftir því hvernig á það er litið), eins og ára- tug áður þegar hún og stöllur hennar í Spice Girls voru sagðar eina bragðlausa kryddið í heiminum. Í þessum dúr hefur Richard Blackwell látið gamminn geisa um frægustu konur heims í áratugi, móðgað þær og skjallað á víxl, því hann setur líka saman lista yfir tíu best klæddu konur heims. Sá listi vekur ekki viðlíka athygli. Að vísu fór ekki mikið fyrir listunum á sjöunda áratugnum, enda þjónaði ekki hags- munum hans að halda honum á lofti meðan hann vann að upp- gangi Tískuhúss Blackwells og fatalínu sinni. Meinhorn Þótt fjölmiðlar fagni útkomu listans yfir tíu verst klæddu konur heims í janúar árlega og greini hann á alla lund, eru fáir sem raunverulega taka niðurstöðurnar hátíðlega núorðið. Kannski er sú hugsun útbreiddari en áður að fátt sé hallær- islegra en að vera ofurseldur duttlungum tískukónga heimsins í stað þess að hafa „sinn persónulega stíl“. En kannski ekki…? Þótt margar konur verði efalítið miður sín yfir að komast á lista yfir tíu verst klæddu konurnar finnst sumum það bara svalt, jafnvel upphefð eða góð auglýsing. Aðrar kæra sig koll- óttar eða líta á listann sem helberan dónaskap gamals mein- horns og karlrembu. Tiltækið byrjaði ósköp sakleysislega þegar Blackwell var í upphafi ferils síns sem tískuhönnuður beðinn um að skrifa grein í tímaritið American Weekly um 10 best og verst klædda fólk heims. Lesendur reyndust miklu áhugasamari um síðarnefnda listann, þar sem ítalska leikkonan, Anna Magnani, lenti í fyrsta sæti og franska þokkadísin, Brigitte Bardot, í öðru. Blackwell hélt ótrauður áfram og sparaði ekki stóru orðin. Eftir þrjú ár voru flestar sjónvarps- og útvarpsstöðvar í Bandaríkjunum farnar að fjalla um lista Blackwells og brátt er- lendir fjölmiðlar líka. Einu gilti þótt aðrir tískuspekúlantar röð- uðu upp sínum lista, listi Mr. Blackwells, eins og hann er alltaf kallaður, var vinsælastur og ennþá verður uppi fótur og fit þeg- ar hann kveður upp sinn dóm. Reuters Toppurinn á tískubotninum Björk í bleikum kjól Björk á kvik- myndahátíð- inni í Cannes í tilefni frum- sýningar Dancer in the Dark árið 2000, sama ár lenti hún í 3. sæti hjá Blackwell. 20 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.