Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 260. DAGUR ÁRSINS 2008 ! &3 3 &3 3&  3& !3 4  $5#' . #+ $ 6   ##&%# 1 . # !3& &3 3 &3 3& 3! 3! 3! - 71 '  ! 3 &3 3 &3! 3  89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'7#7<D@; @9<'7#7<D@; 'E@'7#7<D@; '2=''@%#F<;@7= G;A;@'7>#G?@ '8< ?2<; 6?@6='2+'=>;:; Heitast 16 °C | Kaldast 9 °C  S 10-15 m/s og víða rigning en úrkomulítið NA-lands. Hvessir tals- vert v-lands í kvöld og bætir í úrkomu. » 10 »MEST LESIÐ Á mbl.is >>VEÐUR 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Dimmur dagur  Tveir stærstu fjárfestingarbankar Bandaríkjanna riðuðu til falls í gær. Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar Seðlabankans, segir hremmingarnar á alþjóðlegum fjár- málamarkaði til þess fallnar að skapa vantraust á fjármálakerfinu. » Forsíða Árásarmenn í gæslu  Þrír voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald í gærkvöldi vegna alvar- legrar líkamsárásar í Þorlákshöfn. Fimm lögreglumenn þurfti til að yf- irbuga einn hinna handteknu. » 2 Dollarinn étur lækkun  Þrátt fyrir umtalsverða lækkun á hráolíu á heimsmarkaði hefur út- söluverð á eldsneyti ekki breyst. Styrkingu á gengi dollars er kennt um og hún sögð vega lækkunina upp. » 4 Áfram flutningsjöfnun  Lagt er til að flutningsjöfn- unarsjóður olíuvara verði starf- ræktur áfram en að lögin um hann verði endurskoðuð. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um fyr- irkomulag flutningsjöfnunar. » 4 SKOÐANIR» Staksteinar: Ósannfærandi krónustefna? Forystugreinar: Lán í óláni? Vottun gegn misrétti Ljósvakinn: Alvöru raunveruleiki UMRÆÐAN» „Heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða“ Lítil binding kolefnis með skógrækt Væðingarsýki í Vinstri grænum Ný plata Mammút er „jákvæð, kraft- mikil og skemmti- leg“, að mati Jó- hanns Ágústs Jóhannssonar. » 43 TÓNLIST» Kraftmikill Karkari KVIKMYNDIR» Komin efst á vinsælda- listann. » 39 Sigurjón Kjartans- son, handritshöf- undur Svartra fugla, segir alveg hægt að búa til drama á Ís- landi. » 36 SJÓNVARP» Íslenskt drama FÓLK» Tekjuhæsta sjónvarps- stjarnan. » 37 TÍSKA» Sumartíska næsta árs er sparileg. » 41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Illvíg deila nágranna í Kjós 2. Endurtekning frá 1931 í aðsigi? 3. Lausafjárkreppan versnar 4. Ramsey í klandri  Íslenska krónan veiktist um 1,6% Borgarleikhúsinu Fýsn Morgunblaðið/Kristinn Í röð Ólafur stillir forvitnum börnunum upp í röð áður en þau halda inn í íþróttasalinn í Fossvogsskóla. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „ÞETTA er frábært starf,“ segir Ólafur Guðmundsson sem vinnur í Neðstalandi, frístundaheimili Foss- vogsskóla. Ólafur hefur lagt sitt af mörkum við að leysa manneklu- vandann á frístundaheimilum borg- arinnar en fyrir hans atbeina hafa fjórir vinir hans hafið störf í Neðstalandi. Þar dvelja rúmlega 50 börn á aldrinum 6-9 ára eftir að skóladegi lýkur og iðka tómstundir. Þeir félagarnir gæta þess að gleyma sér ekki í umræðum sín á milli á vinnutíma enda þurfa börnin athygli þeirra alla. Spurður hvernig það sé að vinna með vinum sínum stendur ekki á svörum: „Það er með því skemmtilegra sem maður gerir.“ Heldur börnunum við efnið Ólafur er 21 árs en hann byrjaði að vinna í Neðstalandi fyrir tveimur árum meðan hann var enn í mennta- skóla. Hann mætti þangað þegar skóladeginum lauk en nú í vetur er hann í fullu starfi. Ólafur hefur hins vegar hug á frekara námi næsta haust og mun heimilið því aðeins njóta fullra starfskrafta hans fram að þeim tíma. Vinir Ólafs eru allir í hlutastarfi og mæta eftir hádegi. „Þeim líkar frábærlega,“ segir Ólafur og bætir við að það sé aldrei að vita nema fleiri vinir hans sæki um að fá að vinna með þeim félögum. Dagur Ólafs gengur þannig fyrir sig að á morgnana er dagurinn framundan skipulagður fyrir börn- in. Þau mæta kl. 13.30 og hafa möguleika á að vera til kl. 17 þó að flest fari fyrr. „Það þarf að halda þeim við efnið og reyna að gera eitt- hvað á áhugasviði allra,“ segir Ólaf- ur. „Í því felst t.d. að fara á bóka- safnið, leira, lita, perla eða stunda íþróttir.“ Spurður hvernig honum hafi kom- ið til hugar að sækja um vinnu á frí- stundaheimili segir Ólafur margt hafa stuðlað að því, t.d. áhugi á starfseminni auk þess sem hann bjó í næsta nágrenni við Neðstaland. Ólafur segir mannekluvanda frí- stundaheimilanna felast í því að of fáir námsmenn sæki í störfin nú í ár en skólafólk sé yfirleitt meirihluti starfsfólksins. Spurður hvernig standi á dvínandi áhuga svarar hann hreinskilnislega: „Ég skil það bara ekki.“ Vinnugleði á frístundaheimili Hvetur vini sína til að vinna með sér á frístundaheimili ÁSDÍS Rán Gunnarsdóttir, fyrir- sæta og kona Garðars Gunnlaugs- sonar knattspyrnumanns, var á laugardag lögð inn á sjúkrahús í Búlgaríu vegna verkja í kviði. Eftir skoðun lækna kom í ljós að hún var með töluverðar innvortis blæð- ingar vegna æxlis sem hafði rifið gat á eggjastokk. Ásdís var skorin upp í snatri og æxlið sem reyndist góðkynja var fjarlægt. Þegar Morgunblaðið náði tali af Garðari sagði hann Ásdísi alla að hressast. „Uppskurðurinn gekk vel og þeim tókst að stöðva blæðinguna sem var töluverð og okkur var sagt að Ásdís hefði verið aðeins nokkrum klukkutímum frá bráðri lífs- hættu.“ Garðar, sem gekk nýverið til liðs við CSKA Sofia, átti að leika sinn fyrsta leik á sunnudaginn en af því varð að sjálfsögðu ekki. „Fjölskyldan hefur alltaf for- gang.“ | 36 og Íþróttir Morgunblaðið/Valdís Thor Á batavegi Ásdís Rán liggur enn á sjúkrahúsi í Sofíu, í Búlgaríu. Ásdís Rán í bráðri lífshættu í Búlgaríu „ÞAÐ var mjög skrítið að taka þátt í spurningakeppni og öðrum atriðum þar sem ég skildi ekki neitt. Ég mátti aðeins tala íslensku og allt annað fór fram á kóresku. Þetta gekk því meira og minna út á handapat og að láta aðra hlæja að mér,“ segir Jó- hann Karl Hermannsson, laganemi í Seoul í S-Kóreu, en hann sigraði í þætti hjá stærstu sjónvarpsstöð Kóreu þar sem hann atti kappi við nokkra erlenda nemendur. | 21 Súrrealísk upplifun Hvað eru mörg frístundaheimili í Reykjavík? Frístundaheimilin eru um 36 talsins. Íþrótta- og tómstundasvið Reykja- víkur starfrækir heimilin við alla grunnskóla borgarinnar en markmið þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir 6-9 ára börn þegar skóladegi þeirra lýkur. Á þrem- ur stöðum er boðið upp á þjónustu fyrir fötluð börn. Hvaða áhrif hefur manneklan á frístundaheimilin? Yfir 80 starfsmenn vantar á frí- stundaheimilin og eru um 1.000 börn á biðlista eftir plássi. Rætt hef- ur verið um að skólaliðar létti undir á heimilunum en þær upplýsingar fengust þó í gær að áhugi fólks væri farinn að glæðast og væru atvinnu- umsóknir farnar að berast inn í meira mæli en undanfarið. S&S mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.