Morgunblaðið - 06.10.2008, Page 16

Morgunblaðið - 06.10.2008, Page 16
16 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Alþýðu-sambandiðhefur í þeim viðræðum, sem staðið hafa undanfarna daga um aðgerðir til bjargar íslenzku fjármálalífi, lagt til að þegar verði gefin út yfirlýsing um að Ísland muni sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Þetta sjónarmið nýt- ur stuðnings hjá stærstum hluta aðildarsambanda Sam- taka atvinnulífsins. Jafnstór ákvörðun og sú að ákveða að sækja um aðild að Evrópusambandinu verður ekki tekin á einni helgi. En röksemdum fyrir að taka slíka ákvörðun fljótlega hefur fjölg- að, eins og mál hafa þróazt hér á landi að undanförnu. Alþjóðlega fjármálakreppan kemur niður á flestum ríkjum heims. Tvennt gerir hins veg- ar að verkum að skellurinn er þyngri fyrir Ísland en mörg önnur. Í fyrsta lagi er krónan of lít- ill gjaldmiðill til að gagnast al- þjóðavæddu hagkerfi eins og því íslenzka. Hvorki almenn- ingur né fyrirtæki geta til lengdar búið við eins gríðar- legar sveiflur í gengi gjaldmið- ilsins og verið hafa undanfarin ár. Krónan er allt of viðkvæm fyrir utanaðkomandi áföllum eins og hinni alþjóðlegu láns- fjárkreppu. Áhættufælnir fjárfestar leggja á flótta og enginn vill kaupa krónuna sem fyrir vikið hrynur í verði. Með upptöku evrunnar myndu slíkar sveiflur heyra sögunni til. Meiriparturinn af utanríkisviðskiptum landsins yrði í evrum og jafnvel þótt evran sveiflaðist eitthvað gagnvart öðrum gjaldmiðlum myndi það ekki hafa sömu áhrif á innlent verðlag og sveiflur krónunnar gera nú. Vextir á Íslandi myndu sömuleiðis lækka við upptöku evru og verða sambærilegir við það sem gerist í evruríkj- unum. Verðtryggingin yrði væntanlega úr sögunni. Allt þetta væri stórfelld breyting fyrir almenning á Íslandi. Þetta hefur út af fyrir sig legið fyrir lengi og er megin- ástæða þess að bæði verka- lýðshreyfingin og samtök at- vinnurekenda hafa upp til hópa komizt á þá skoðun að krónan dugi ekki og evran verði að koma í staðinn. Í öðru lagi hefur komið á daginn á síðustu vikum það sem margir höfðu raunar ótt- azt, að fjármálageirinn sé orð- inn of stór fyrir íslenzka hag- kerfið. Eignir bankanna nema nú um nífaldri landsfram- leiðslunni. Stærð þeirra hefur gert Ísland berskjaldað fyrir áfalli eins og því sem nú hefur dunið yfir. Yfirtaka Glitnis hafði neikvæð áhrif á lánshæfismat rík- issjóðs sem sýnir að á alþjóðlegum mörkuðum hafa menn ekki trú á að ríkisstjórn Íslands og seðlabanki hafi bolmagn til að koma fjármála- kerfinu í heild til aðstoðar. Ef Ísland væri í Evrópu- sambandinu myndi Seðlabanki Íslands njóta bakstuðnings Seðlabanka Evrópu og væri betur í stakk búinn að útvega lausafé til að greiða úr stöðu eins og þeirri sem nú er komin upp. Undanfarið hafa sumir talað um að bezt væri að bankarnir færu úr landi til að draga úr þeirri áhættu sem stærð þeirra hefur í för með sér fyrir íslenzka hagkerfið. Það er hins vegar ekki hægt að reka þá úr landi og ákvæði EES-samn- ingsins þýða raunar að Ísland getur ekki bannað evrópskum fyrirtækjum að hafa höf- uðstöðvar hér. Það er varla nokkur kostur að stíga skref til baka, banna frjálsa fjármagnsflutninga eða takmarka staðfesturétt fyr- irtækja. Það þýddi í raun að Ísland yrði að bakka út úr EES-samningnum. Það er mun rökréttara að stíga skref- ið fram á við, í eðlilegu fram- haldi af EES-samningnum, og tryggja vaxtarmöguleika ís- lenzkra fjármálafyrirtækja og annarra þegar núverandi kreppu lýkur með því að ganga til liðs við stærri efnahags- heild og myntbandalag. Yfirlýsing um að stefnt sé að ESB-aðild og upptöku evru er um leið stefnuyfirlýsing um að hér verði vöxtum og verðbólgu náð niður og fjárlagahallinn réttur af fljótlega. Slík stefna er nauðsynleg hvort sem er en fengi meira aðhald og aga. Spurningin um aðild að ESB er ekki óviðkomandi núver- andi vanda í fjármálakerfinu, eins og sumir vilja vera láta. Yfirlýsing um að stefnt skuli að aðild myndi að öllum lík- indum efla traust umheimsins á íslenzku efnahagslífi, þótt ekki sé vegna annars en þess að framtíðarmarkmiðin væru þá skýr. Hins vegar verður slík ákvörðun ekki tekin nema að undangengnu lengra og lýð- ræðislegra ferli en kemst fyrir á einni helgi. Rökin fyrir því að ESB- aðild myndi styrkja íslenzkt peningakerfi og efnahagslíf eru nokkuð skýr. Þau þarf að vega á móti öðrum röksemd- um, svo sem að ESB-aðild sé óaðgengileg fyrir sjávarútveg- inn. Atburðir liðinna vikna hafa breytt forsendunum í þessu hagsmunamati. Það þarf að eiga sér stað sem fyrst; ef pólitískur vilji er fyrir hendi getur það tekið skamman tíma. Atburðir liðinna vikna hafa breytt forsendum í hags- munamatinu.} Rökin fyrir ESB-aðild T augaveiklunarlegar yfirlýsingar í kreppunni eru sumar nánast fyndnar. Eða öllu heldur tragi- kómískar. Ég er alla vega svo illa innrætt að glotta út í annað þeg- ar fullorðnir menn, sem ættu að vita betur, gráta og veina á sjónvarpsskjánum af því að allt er að fara til fjandans hjá þeim og þjóðin öll hlýtur að fylgja þeim lóðbeint til helvítis. Ég glotti auðvitað af því að ég er sannfærð um að þeir meina þetta ekki allt í raun og veru. Þeir eru bara að framfylgja dagskip- uninni, að væla sem mest þeir mega til að hafa áhrif á atburðarásina. Auka söluna tíma- bundið eða beina athyglinni frá eigin verð- hækkunum. Og ýta á stjórnvöld að gera það sem þeim sjálfum kemur best. Þannig hlýtur því að minnsta kosti að hafa verið farið með yfirmann Bónusverslana, sem spáði miklum vöruskorti hér á landi innan skamms. Og bein- línis hvatti fólk til að hamstra eins og hér væri að skella á hungursneyð. Svo var eins og hann fengi bakþanka og þá ítrekaði hann að íslenskar vörur væru þrátt fyrir allt bestar og fólk ætti endilega að kaupa þær! Þetta virkaði svo vel að verslanir hans fylltust af fólki með skelfingu í hverjum andlitsdrætti. Forstjóri olíufyrirtækisins N1 bætti um betur og lýsti því að nú væru birgðir af olíu í landinu nánast á þrotum. Í framhaldinu tóku alls konar minni spámenn af honum ómakið, bættu við og ýktu enn og þegar hysterían hafði grafið rækilega um sig var öllum ljóst að nú voru ekki bara bílar landsmanna að stöðvast, heldur líka allur fiskiskipaflotinn! Verða landsmenn allir á fá sér dálitla bát- skel til að ná einhverju trosi í pottinn? Lítið finnst mér leggjast fyrir þessa kappa á þessum síðustu og verstu tímum þar sem vissulega er við erfiðleika að etja. Þeir ættu að taka sig saman í andlitinu og sinna vinnunni sinni, í stað þess að kvarta og kveina í sjónvarpinu. Og ef þeir gera það ekki upp á eigin spýtur ættu yfirmenn þeirra að taka í lurginn á þeim. Hvað finnst til dæmis alþingismanninum, sem situr sem stjórnarformaður N1, um framgöngu for- stjóra síns? Er hann sáttur við að fyrirtæki hans fái á sig stimpil taugaveiklunar og múg- æsings? Að forstjóri hans hræði úr lands- mönnum líftóruna, á meðan þeir sem ráða fyrir flokki hans leggja nótt við dag að finna lausn á vandanum? Þegar ein kýrin mígur verður annarri mál. Í útvarp- inu var skýrt frá óvenjumiklum áhuga hobbýbænda á líflömbum þetta haustið og strax farið að fabúlera um að nú ætluðu menn að tryggja sér mat í kreppunni með því að stækka við frístundabústofninn. Allir geta ímynd- að sér framhaldið: Nokkrar skjátur við hvert hús svo blessuð börnin fái stundum ferskt kjöt í þeim harð- indum sem eru um það bil að skella á þjóðinni! Erum við alveg að missa tökin á raunveruleikanum? Er ekki betra að bíta á jaxlinn en gera sig að fífli með svona upphlaupum? rsv@mbl.is Ragnhildur Sverrisdóttir Pistill Grátandi lóðbeint til helvítis Skotárásir og eiturlyf í Kaupmannahöfn FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is T uttugu og fimm skotum var skotið að ungum innflytjanda fyrir utan pitsustað í Tingbjerg í Kaupmannahöfn hinn 14. ágúst í sumar. Osman Nuri Dogan, 19 ára, var skotinn til bana með skammbyssu og rifflum. Hann virtist hafa verið viðbúinn árásum því hann var íklæddur öryggisvesti og bar hlaðna byssu innanklæða. Stuttu síðar handtók lögreglan 22ja ára gamlan meðlim AK81- samtakanna, sem eru angi af Hells Angels-samtökunum. Hann var síð- ar látinn laus. Talið er að gengi úr röðum inn- flytjenda hafi í hefndarskyni staðið að baki skotárás á húðflúrstofuna House of Pain á umráðasvæði Hells Angels í Nørrebro hinn 15. sept- ember. Þar særðist maður er hann fékk skot í hálsinn. Lögreglan býst við frekari hefndum vegna beggja árásanna. Barátta vegna eiturlyfjasölu Ítrekað heyrast byssuhvellir á götum Kaupmannahafnar og lög- regluyfirvöld borgarinnar búa sig enn undir versnandi ástand. Þegar hefur komið til yfir 30 skotárása á móti 20 sem urðu allt síðasta ár. Flestar skotárásirnar tengjast, samkvæmt frásögnum danskra fjöl- miðla og lögreglu, hatrammri bar- áttu glæpagengja um yfirráðasvæði vegna eiturlyfjasölu. Hells Angels hafa í mörg ár haft ráðandi stöðu á eiturlyfjamarkaði Danmerkur. Í skýrslu dönsku rík- islögreglunnar árið 2004 kom hins vegar fram að ný teikn væru á lofti. Til sögunnar væru komin hin ýmsu samtök innflytjenda sem virtust ógna stöðu englanna á markaðinum. Innflytjendurnir hefðu aðgang að stærri markaði en englarnir og yrðu því ekki lengi að ná yf- irburðastöðu. Talið er að veltan af hasssölu í Kaupmannahöfn nemi um 37 milljörðum íslenskra króna eða 1,8 milljörðum danskra. „Þetta eru stöðugir árekstrar á milli mismunandi hópa. Sjö til átta skotárásir er hægt að rekja til sama tilefnisins,“ hefur Berlingske Tid- ende eftir lögreglunni. Brugðist hefur verið við auknu ofbeldi á göt- um úti með því að heimila leit á fólki í og í kringum hverfið Nør- rebro, þar sem mestur óróinn hefur verið. Danska lögreglan hefur kvartað undan manneklu, kalla þurfi lögreglumenn úr leyfi sem svo starfi illa útbúnir í hættulegu um- hverfi. Þessu hefur m.a. verið mætt með aukafjárveitingu í formi óút- fylltrar ávísunar frá dóms- málaráðherra. Íbúar í Nørrebro eru óánægðir með þróun mála í hverfinu og segja ótta og óöryggi einkenna daglegt líf. „Þetta er hverfi sem ég held upp á og vil búa í. Þessi ógn er að eyði- leggja hverfið og ég er reiður. Við megum ekki láta þessa hálfvita taka hér völdin,“ hefur Politiken eftir Kamal Quereshi, þingmanni Sósíal- íska þjóðarflokksins og íbúa í Nør- rebro. „Þetta er skelfilegt og hefur aldrei verið svo slæmt,“ segir annar íbúi hverfisins sem hefur búið þar í yfir 30 ár. Innflytjendur í hverfinu hafa jafnframt kvartað yfir því að ágengni lögreglu sé of mikil. Ekki sé gerður greinarmunur á glæpa- mönnum og almennum borgurum. Þrátt fyrir viðbúnað lögreglu hef- ur ekki enn tekist að hafa uppi á skyttunum. „Það eru ekki margir reiðubúnir að gefa upplýsingar,“ segir lögreglan. Síðustu vikur hafa skotvopn verið gerð upptæk nærri daglega í borginni og þ. á m. ein- hver vopnanna sem notuð voru í skotárásunum. Hells Angels Í yfirlýsingu á heimasíðu sinni fullyrða Hells Angels að sam- tökin hafi ekkert haft að gera með skotárásirnar í Kaupmannahöfn. Lögreglustjóri Kaupmannahafn- arborgar, Hanne Bech Hansen, seg- ir að ofbeldi af völdum innflytj- endagengja hafi aukist gífurlega og sé „mesta og dekksta vandamál höfuðborgarinnar“. Ýmislegt veld- ur því að ungmenni ganga til liðs við slík gengi og á það jafnt við um innflytjendur sem aðra; félagslegar aðstæður, skortur á menntun og fé- lagsleg einangrun er meðal þess sem mætti nefna. Khalid Alsubeihi, sem vinnur að aðlögun ungra innflytjenda í Nørrebro, segir í dagblaðinu Av- isen að yfirvöld og stjórnmálamenn hafi svikið ráðgjafana sem eigi að sinna þessari mikilvægu vinnu. „Hér fer ekki fram nægilega öflugt starf. Við fáum ekki þann stuðning og faglegu tæki sem nauðsynleg eru. Hér er heldur engin áfallahjálp eða stuðningur til að mæta áfallinu sem fylgir þeim átökum sem oft koma upp,“ segir Alsubeishi. Ráð- gjafar í Nørrebro gefist því oftar en ekki upp og hætti störfum. GENGJA- MYNDUN ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.