Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 28
124 SKINFAXI Þær máðu ckki silfrið af beltunuin blám né borðann af möttlinum græna. Og ef oss nú sjálfum er ætlað að flá það af, sem var hægast að bjarga, jiá sést hér j)ó mark eftir synina þá, sem síðustu grípunum farga. Og eins þegar göfgin og gígjan er braut og gullið er orðið að vonum, þá þarf ekki móðirin þessháttar skraut hjá þrautleigðrar ambáttar sonum. Nú snýr porsteinn sér að skáldbróður sínum, sem sótt hefir í fossinn mátt og megin, lifandi anda i óð sinn, „sem ætlaði að fæðast jmr liðinn“. Hann skilur eldvi, hví skáldið vill loka þessum heilnæma brunni og varna þvi: að ættjörðin megi þá aflstrauma fá úr óbornu skáldanna kvæðum. Og úr þessu fer porsteinn að gerast ærið þunghöggur i garð þeirra, sem lionum virðist gulldraumarnir vera að teygja á glapstigu: Það er svo stopult hvað þeim sýnist frítt. Nú þykir ]>eim sælast að dreyma, að þú værir asni, sem uppí er hnýtt og íslenskar þrælshendur teyma. Og þeir eru farnir að leita sér lags; og líkast þú kröftunum eyðir hjá hverjum sem ok er og tjara til taks og tafarminst þrælsverðið greiðir. Jafnréttishugsjónir porsteins, óbeit hans á matarhyggju; auðvaldi og kúgun, er engin uppgerð. Umhyggja hans fyrir smælingjunum, saniúð hans með öllu, sem undir- okað er og ranglæti beitt, kemur víða í ljós og greini- lega. Hann segir um sjálfan sig á öðrum stað: Allra mest bans instu taugar altaf særðu þeir, er sína þræla börðu. Það var eins á hiinni og jörðu. Hann trúir ekki á draum Hannesar Hafsteins: „strit- andi vélar, starfsmenn glaða, prúða“, né hugmyndir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.