Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1930, Side 23

Skinfaxi - 01.04.1930, Side 23
SKINFAXI 119 Ríkarður Jónsson: Tröllamóðir. hafnir, svo sem barnaskirnir, hjónavígslur o. þ. h., að fá verður leyfi biskups í hvert skifti, sem foreldrar vilja láta skíra börn sín á færeysku, eða ungt fólk vill ganga í hjóna- band og fá vígslu á móðurmálinu. Ekkert er þó til fyrirstöðu ])ví, að framanneíndar kirkju- legar athafnir megi fram fara í kirkjum vorum á sænsku, norsku og víst á islenzku líka, og það án þess að spyrja bisk- up leyfis. — Órannsakanlegur er sá vísdómur, er skapað hefir þessi lög vor. Helgisiðirnir í færeyskri þýðingu — þeir eru nú prentaðir — og fjöldi færeyskra sálma hafa legið í mörg ár lijá biskupi og kennslumálaráðherra til löggildingar, en hún hefir ekki fengizt enn. í sama mund og baráttan hefir staðið um móðurmálið, hef- ir einnig margt verið gert til þess að tryggja grundvöll vorr- ar færeysku þjóðmenningar, og duglegir menn hafa leyst þar gott verk af hendi. Er fyrstan að nefna vísindamanninn dr. Jakob Jakobsen. Hann gaf út „Færöske Folkesagn og Æven- fyr“, sem er stór bók, XLVII + 648 bls. Þó að nafnið sé danskt, er allt innihald hcnnar á færeysku, nema formálinn.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.