Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1956, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.04.1956, Qupperneq 18
18 SKINFAXI af formönnum félagsins frá byrjun. Þetta félag er lát- ið reka lestina í söguágripi félaganna. En í upphafi söguágripsins er U.M.F. Akureyrar talið fyrst og þá sem elzta ungmennafélag landsins, stofnað 7. jan. 1906; fylgir og greininni mynd af stofnendum félagsins. í áðurnefndri bók er þess getið, að nokkru eftir stofn- un U.M.F. Akureyrar, eða 11. marz 1906, hafi verið rætt um stofnun sambands U.M.F.l. Þá var og skipuð útbreiðslunefnd, með fullt framkvæmdavald í þessum málum. U.M.F.A. er þannig frumherji að stofnun U.M. F.I. Það er athyglisvert, að aðeins rúmum tveim mánuð- um eftir stofnun U.M.F. Akureyrar skuli því vera hreyft að stofna samband ungmennafélaga. Vissulega bendir þetta til, að þeim í U.M.F. Akureyrar hafi þá verið kunnugt um, að til væru starfandi ungmennafélög. Mál þetta verður þó auðskilið, þegar þess er gætt, að sá, sem hugmyndina á og málið flytur, er enginn annar en Bernharð Stefánsson frá Þverá í öxnadal, sem gerzt hafði félagi í U.M.F.A. þegar eftir stofnun þess, en hann dvaldi þá við nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Má ætla, að bak við þá hugmynd Bernharðs um stofn- un sambands ungmennafélaga hafi einmitt staðið sú reynsla, sem hann hafði þegar hlotið af deildasamband- inu í Ungmennafélagi Skriðuhrepps. Það er vert að benda á það, að þess er sérstaklega getið varðandi undirbúning stofnunar U.M.F.I. að á fundi U.M.F.A þann 14. júlí (1907) eru lesin upp bréf viðvíkjandi sambandinu frá Umf. öxndæla og Umf. Skriðuhrepps. Fyrsta sambandsþing U.M.F.I. sóttu sjö fulltrúar frá fimm félögum. Ungmennafélagi Akureyrar: Jóhannes Jósefsson og Guðmundur Guðlaugsson. Umf. Skriðuhrepps: Bernharð Stefánsson. Umf. Reykjavíkur: Guðbrandur Magnússon, Helgi Valtýsson og Jón Helgason.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.