Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1956, Side 48

Skinfaxi - 01.04.1956, Side 48
48 SKINFAXI Þrastaskógur. Ungmennafélögunum hefur verið send tilmæli um að þau leggi fram eitthvert fjármagn til endurnýjunar girðingar um- hverfis Þrastaskóg. Þrastaskógur er eign samtakanna, og ber þeim að sýna þeim fagra stað fullan sóma. Öllum ungmenna- félögum ber að hafa það í huga, að þau eiga sinn hluta i Þrastaskógi og að þau hafa einnig sínar skyldur við hann. Eitt umf. brá við skjótt og rausnarlega og sendi 500 kr. strax og til þess var leitað. Þetta var sama félagið og svo skjótt brá við og svaraði málaleituninni um minnisvarðann. Þetta félag, sem sýnir svo mikinn félagsþroska, er umf. Ör- æfinga. Ungmennafélagar! Takið félaga ykkar i Öræfunum til fyr- irmyndar og sýnið sameiginlegum málefnum samtaka okkar áhuga og velvild. Skarphéðinn 1910—1950. Héraðssambandið Skarphéðinn hefur gefið út inyndarlcgt minningarrit í tilefni 40 ára afmælis síns. Ingimar Jóhannes- son fulltrúi er höfundur ritsins. Er þetta stór bók, um 300 bls. i Eimreiðarbroti, prýdd. mörgum myndum, og frágangur allur hinn vandaðasti. Nánar verður sagt frá bókinni i næsta hefti Skinfaxa. Leiðrétting. Þau leiðu mistök urðu i siðasta hefti Skinfaxa, að niður féllu nöfn fulltrúa Ungmennasambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu á 19. þingi U.M.F.Í. á Akureyri á siðastl. sumri. Fulltrúar Snæfellinga á þinginu voru þeir Kristján Jónsson, bóndi á Snorrastöðum, og Sigurður Helgason, íþrótta- kennari í Stykkishólmi. Skinfaxi biður hlutaðeigendur vel- virðingar á mistökunum. Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélags fslands. Pósthólf 406. — Reykjavík. Afgreiðsla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð. Ritstjóri: Stefán Júlíusson, Brekkugötu 22, Hafnarfirði. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.