Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1987, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1987, Blaðsíða 3
í upphafi afmælisárs. í byijun ágústmánaðar n.k. eru liðin 80 ár frá því Ungmennafélag íslands var stofnað á Þingvöllum. Sá tími þykir ekki hentugur hátíðahalda, og verður því afmælisins minnst með ýmsum hætti á öðrum rímum ársins. Mörg verkefni og stór munu einkenna þetta afmælisár. Þann 24. janúar s.l. var nýja húsnæðið okkar að Öldugötu 14 formlega tekið í notkun. 1 tilefni dagsins komu um 60 gestir í kaffisamsæti og virðast allir sammála um að vel hafi til tekist um húsakaupin og þær breytingar sem framkvæmdar hafa verið á húsinu. Húsnæðið býður upp á aukna möguleika á þjónustu við félög og héraðssambönd og stórbætta gistiaðstöðu fyrir íþróttahópa af landsbyggðinni. Afmælishlaup UMFÍ verður háð í öllum grunnskólum á svæðum ungmennafélaga í vor. Fyrst verður undankeppni í skólum, síðan keppni milli skóla innan hvers héraðssambands og að lokum úrslitahlaup á Landsmóti UMFI á Húsavík 10.-12. júlí. Þangað verður stefnt tveimur pUtum og tveimur stúlkum úr hverjum árgangi 5.-8. bekkjar grunnskóla innan hvers sambandsaðila UMFÍ. Þátttakendur gætu orðið um 400. 19. Landsmót UMFÍ verður haldið á Húsavík. Gífurlegur áhugi hjá heimamönnum og er undirbúningur allur með miklum ágætum. Ýmislegt nýtt verður á dagskrá án þess að í nokkru verði raskað þeirri reisn sem einkennt hefur Landsmótin. Ungmennafélagar um allt land þurfa að leggja sitt af mörkum til að gera mótið sem fjölmennast og glæsilegast með þátttöku sinni. Þing UMFÍ verður haldið fyrstu helgi í september. Til þess verður reynt að vanda eftir föngum og afmælisfagnaður mun tengjast þinginu. Margt fleira er á dagskrá m.a. gerð fræðsluefnis um félagsstörf á myndböndum fyrir grunnskóla. Göngudagur fjölskyldunnar verður að þessu sinni í samvinnu við skáta og gæti sú samvinna orðið upphaf að meira samstarfi þessara aðila. Eitt tölublað Skinfaxa verður sérstaklega helgað afmælisárinu. Það voru miklir hugsjónamenn sem hófu merki ungmennafélagshreyfingarinnar á loft fyrir 80 árum. Enginn þeirra hefur sjálfsagt séð fyrir þá þróun sem orðið hefur. Vandamálin voru mörg sem við var að glíma. Þau hafa breyst en ungmennafélagshreyfingin hefur fylgst með þróuninni og er því ekki síður mikilvæg í dag en fyrir 80 árum. f framtíðinni verður mikil þörf á skipulögðu íþrótta- og félagsstarfi, enda vafalaust mikilvægasta aflið gegn þeim hættum er kunna að verða á vegi æskufólksins. íslandi allt Pálmi Gíslason I blaðinu er meðal annars: Afrekaskráin í frjálsum íþróttamaður ársins 1986 t as? si;'rii | ! 1 1 5 2 6 2 Sumarbúðir í Róykjaskóla Útgefandi: Ungmennafélag íslands • Ritstjóri: GuSmundur Gíslason • Ábyrgðarmaðun Pálmi Gíslason • Stjóm UMFÍ: Pálmi Gíslason form. Þóroddur Jóhannsson varaform. Þórir Jónsson gjaldkeri, Bergur Torfason ritari, meðstjómendur: Dóra Gunnarsdóttir, Diðrik Haraldsson, Guðmundur H. Sigurðsson • Afgreiðsla Slrinfaxa: öldugata 14 Reykjavík sími: 91-14317 • Setning og umbrot: Skrifstofa UMFÍ • Filmu og plötugerð: Prentþjónustan hf. • Prentun: Prentsmiðjan Rún sf. Allar greinar er birtast undirnafni eru á ábyrgð böfunda sjálfra og túlka ekki stefnu eða skoðanir blaðsins né stjómar UMFl.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.