Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 10
Arngrímur Fr. Bjarnason: Aldrei meiri nauðsyn á nýbyggingarstyrkjum en einmitt nú Stóru skörðin í fiskiflotanum íslenzka, sem ófyllt standa, eru hverjum hugsandi manni auð- sæ. Og hitt ekki síður, að mikill hluti fiskveiða- flotans eru gömul og aflóga skip, og þetta á einkum heima um þann hluta fiskveiöafiotans, sem sækir mest á djúpmið og sum í fiutning- um landa á milli, svo sem botnvörpuskip, línu- veiðigufuskipin og sumt af stærri vélbátaflot- anum. Af hálfu löggjafarvaldsins hafa verið gerð- ar ráðstafanir tii endurnýjunar fiskiflotans með því að ýta undir útgerðarmenn með því að ieggja verulegan hluta af svonefndum stríðs- gróöa útgeröarinnar í nýbyggingarsjóði. Hjá botnvörpuskipaútgerðinni og þeim útgerðar- mönnum öðrum, sem hafa haft skip með fisk í förum, hefir safnazt verulegur gróði undar.far- in ár. Hjá öðrum útgerðarmönnum er gróðinn smávaxnari og hjá allmörgum aðeins sýndar- gróði frá ári til árs, sem í sumum tilfellum er margfaldlega aftur tekinn í auknum útsvörum og sköttum. Sé litið til heildarinnar, blasir sú staðreynd við þeim, sem til þekkja, að nauð- synleg endurnýjun fiskiflotans myndi ekki kom- ast í framkvæmd fyrir tilverknað lagaákvæð- anna um nýbyggingarsjóði. Til þess að sú löggjöf komi að notum, er nauð- synlegt að breyta henni á þann veg, að miklu fastara sé ýtt á framlög í sjóði þessa. Fyrst og fremst frá útgerðarmönnum, og jafnhliða frá ríkinu sjálfu. Eins og fjárhag ríkisins er nú farið, er það vel kleift, að það leggi fram sem beinan styrk verulegan hluta af kostnaðinum við endurnýj- un fiskveiðaflotans. Ætti framlag ríkisins í þessu skyni að vera: 1. Framlag af hluta, t. d. 20%, móti framlagi útgerðarmanns eða félags, enda væri endurnýj- un bundin samþykki og samráði trúnaðarmanna ríkisst j órnarinnar. 2. Nýbyggingarstyrkir, t. d. 25%, til þeirra útgerðarmanna eða félaga, sem nú eða á næst- unni láta smíða fiskiskip að nýju, án stuðnings eða framlags úr nýbyggingarsjóði. Ef ríkið rétti fram örfandi hönd á þann hátt sem að ofan greinir eða honum líkan, standa vonir til að endurnýjun fiskveiðaflotans muni þrátt fyrir dýrtíð og vandræði þau, er ófriðar- ástandið skapar, taka nokkurn fjörsprett og góð skip komi í stað þeirra, er farist hafa. Og það er sameiginlegt nauðsynjamál þjóðar- innar að á þessu veröi ekki löng bið. Ný og góð skip eru hin bezta vörn gegn atvinnuleysi og kreppu. Hin þráöu fley eru nauðsj nleg her- klæði vegna hagsmuna þjóðarheildarinnar, ek'ki útgerðarmanna einna eða sjómanna, heldur aiira. Keynsla undanfarinna áratuga hefir stað- fest og margundirstrykað þann saunieika, að útvegurinn hefir orðið að afla nær emgöngu ut- flutningsverðmæta í þjóðarbúið og jafnhiiða að standa að mestu leyti undir öhum skattabyrð- unum. Útvegurinn hefir líka að mestu leyti átt þátt- inn í hvernig farnast hefir styrjaldarárin. — Hvar stæðum við sem skipalaus þjóð? — og hvar stöndum við eftir stríðið með fiskveiða- flota, sem ekki er samkeppnisfær við útlend- inganna, sem þá munu aftur þyrpast til fisk- veiöa á miðin umhverfis fsland? Þá má ekki sú saga endurtaka sig, sem gerð- ist eftir fyrri heimsstyrjöldina og löngum síð- ar, að íslendingar kaupi fyrir ærið fé þau skip, sem keppinautar okkar á sviði fiskveiðanna eru að leggja frá sér sem ónothæf eða eru búnir að leggja frá sér fyrir löngu. Hin nýja saga um endurnýjun fiskveiðaflot- ans verður að byggjast á nýjum og vönduðum skipum, sem að svo miklu leyti sem frekast er unnt, séu að öllu leyti smíðuð af íslenzkum höndum og huga og á þann hátt hafi það tvö- falda ætlunarverk að skapa varanlega vinnu fyrir margt fólk í landi og bjóða sjómönnum tækifæri til þess að geta ausið meira fé úr hin- um ótæmandi auðlindum hafsins umhverfis fs- land. Til þess að fullkomna og framkvæma þetta ætlunarverk á alþingi og ríkisstjórn að hafa forustuna — og allir aðrir að leggjast á eitt um þangað til sigri er náð, því að ekkert er það bjargráð, sem betur tryggi framtíð þjóðarinn- ar og velsæld, en fullkominn fiskveiðafloti. 10 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.