Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 11
HREINN PÁLSSON: Um leiðsögumenn (lögbrot í hugsunarleysi) Fyrir skömmu birtist í útvarpinu aðvörun frá vitamálastjóra þess efnis, að skipstjórar, stýri- menn og aðrir, sem tækju að sér að veita skip- um leiðsögn með ströndum fram, mættu vara sig á að veita skipum leiðsögu inn á hafnir, þar sem ákveðnir leiðsögumenn eru fyrir hendi og eins í leiðsöguumdæmunl ákveðinna leiðsögu- manna. í aðvörun þessari voru taldir upp þeir staðir, sem skipaðir leiðsögumenn eru fyrir hendi. Ástæðan til þess að vitamálastjóri birti að- vörun þessa, mun vera sú, að nú, sérstaklega upp á síðkastið, hafa menn brotið leiðsögu- lögin svo oft, að til vandræða horfir. Mun þetta eiga við flest leiðsöguumdæmi landsins, þótt hér verði sérstaklega talað um Eyjafjörð. f mörg ár hefir verið skipaður leiðsögumað- ur í Hrísey á Eyjafirði. Fyrsti leiðsögumaður í Hrísey var Jóhannes Jörundsson, fyrverandi útgerðarmaður í Hrísey. Starfaði hann sem leiðsögumaður í mörg ár áður en hann var til þess skipaður af ríkisstjórninni og allt til árs- ins 1941 er hann lét af starfi þá 83 ára að aldri. Mun hann hafa starfað við leiðsögu skipa í samfelld 60 ár. Rækti hann starf sitt með frábærri skyldurækni og áhuga í öll þessi ár. Var ávallt reiðubúinn til þess að fara um borð og sat oft af sér ferðir annara erinda til þess að vera heima tilbúinn í skyldustarf sitt. Ekki er þó leiðsögumannsskylda á Eyjafirði, og eru margir erlendir skpstjórar hissa á því. Geta skip fengið leiðsögumann inn og út fjörð- inn ef þeir cska þess, en þurfa þess ekki frekar en þeir vilja. Þegar þann veg er kveðið á, reyna margir skipstjórar að spara sér leiðsögn, en tekst þó ekki alltaf vel, eins og sjá má á því, að á árinu 1942, fyrstu 11 mánuði ársins, strönduðu eigi færri en 4 stór flutningaskip á Eyjafirði. Fóru þau öll upp í bjartviðri, en dimmt var að nóttu, er sum þeirra strönduðu. Eftir að Jóhannes Jörundsson var skipaður fastur leiðsögumaður í Hrísey, átti hann stöð- ugt í höggi við ýmsa menn, sem höfðu atvinnu VIKINGUR Jóhannes Jörundsson af honum með því að veita skipum leiðsögn um Eyjafjörð. Gerði hann sér ferðir til Reykja- víkur eingöngu til þess að vinna að því aö bæta úr þessu ófremdarástandi, en varð lítið ágengt. En er Jóhannes lét af störfum versnaði þetta mjög, sem að vísu stafaði nokkuð af auk- inni skipakomu á Eyjafjörð. Nú geta farið hér um fleiri skip á mánuði án þess að taka leið- sögu manninn í Hrísey, en það versta er að meira en helmingur þessara skipa nota leið- sögumenn, en ekki aðeins þann rétta, heldur ýmsa aðra, aðallega skipstjóra og stýrimenn, hér og þar að af landinu. Aðeins einn af þeim mönnum, sem komið haía með skip og veitt því leiðsögn hingað, hefir talið sér það skylt að ganga af stjórn- palli í Hrísey og tilkynna skipstjóra að hér sé skipaður leiðsögumaður og verði skipstjóri því að nota hann sem leiðsögumann um Eyja- fjörð ef á þurfi að halda. Ef fleiri fengjust til að fara þannig að, væri málinu borgið. Það er vert að athuga að þessi maður tapar engu við framkomu sína, því hann, eins og allir þessir menn, er ráðinn upp á dagpeninga meðan hann dvelur um borð í skipinu. Eins og fyrirsögn þessarar greinar bendir til, verður að ætla að flestir þeir, er brjóta leiðsögulögin, geri það í athugunarleysi. En því miður er það þó ekki alltaf tilfellið, eins og sjá má á eftirfarandi dæmi. Eitt skifti á þessu ári kom skip inn Eyja- fjörð. Þegar það fór fram hjá Hrísey, hægði það ferðina og flautaði í ákafa. Leiðsögumaður- inn í Hrísey brá við og fór um borð í skipið. En þegar hann kom að skipshliðinni kvaðst skip- stjóri ekki þurfa leiðsögumann, því hann hef'i mann úr Reykjavík, sem ráðinn væri leiðsögu- maður. Leiðsögumaðurinn úr Ilrísey bað ]?á um leyfi til þess að mega vera með til Akureyrar, og játaði skipstjóri því, en tók fram „aðeins sem farþegi“. Hinn rétti leiðsögumaður var svo niðri í skipi, meðan skipstjóri úr Reykjavík tók starf 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.