Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 5
tók honum í handarkrika og hélt áfram að hækka, eftir því sem skipið sökk dýpra og dýpra. Hann teygði höfuðið upp í gluggakistuna, og hann sló í gluggann í örvæntingu og hrópaði og kallaði á hjálp þangað til hann var orðinn hás. En það heyrðust engin merki þess að hjálp væri nærri. Bráðlega náði sjórinn honum í höku, og hann varð að standa á tánum til þess að geta andað. Einmitt þá fann hann dálítið högg, er benti til þess að skipið væri komið til botns, og honum létti mik- ið. Um leið lagðist það á hliðina og sjónum í káet- unni skolaði til með miklu sogi yfir í neðri hliðina. Willey rann næstum þvi út af hallandi borðinu, þegar sjónum skolaði til í klefamnn, en tak hans á gluggaumgjörðinni bjargaði honum frá þvi. Samt reið aldan svo hátt, að hann saup nokkurn sjó og hóstaði og fannst hann vera að kafna. Hann dró sig í örvæntingu enn hærra upp í gluggakistuna, stóð á blátánum og reigði höfuðið aftur á bak og þrýsti andlitinu næstum því upp að mæninum. Smátt og smátt hægðist hreyfing sjávarins inni í klefanum og að síðustu varð hann alveg kyrr. Von Willeys lifnaði, er hann varð þess var, að sjórinn var hættur að hækka. Ennþá var nokkurt loftrúm í gluggakistunni, en hve lengi mimdi það endast? En hvað var það, sem gerzt hafði úti fyrir? Farþegaskipið „Dynamo“, sem var að leggja af stað frá Hull til Antwerpen, hafði siglt á „Quail“ og sökkt því. Lewis skipstjóri hafði strax beðið bana í rúmi sínu, því hann hafði orðið fyrir stefni skips- ins, er það skar sig inn úr súð togarans. Til varð- mannsins spurðist aldrei framar; það síðasta, sem til hans heyrðist var hræðsluópið, sem vakti stýri- manninn. Hann hefur að líkindum skolazt fyrir borð og drukknað, um leið og skipið kastaðist á hlið- ina. Farþegaskipið stöðvaði undir eins vélarnar og setti út mannaða báta, sem leituðu árangurslaust að skipbrotsmönmun á staðnum, þar sem skipið hafði sokkið. Þeir sneru brátt aftur til „Dynamo“, þegar sýnt þótti að leitin bæri engan árangur. Harry Willey, sem var inniluktur í sokknu flak- inu, standandi á tánum uppi á borðinu og á kafi í sjónum upp að höku, eins og áður segir, tók skyndilega eftir því, sér til undrunar og óumræði- legrar gleði, að sjórinn í klefanum var farinn aS lœkka. Hann ætlaði fyrst ekki að trúa þessu og hélt að skynfæri sin væru að draga sig á tálar. En þegar sjórinn færðist niður á axlir honum og hann gat aftur staðið í hælana, ætlaði hann næstum að sleppa sér af feginleik. Og enn hélt yfirborð sjáv- arins áfram að færast niður eftir homnn. Þegar sjórinn tók honum ekki meira en í mitti, áttaði hann sig á af hverju þetta stafaði. Það var útfall; VÍ KlNGU R sjórinn var að fjara í skipinu og hann skildi, að eftir nokkurn tima yrði svo fjarað, að hann kæm- ist upp úr þessari lifandi gröf. Togarinn hafði sokk- ið á grunnu; hann lá þarna á botninum og nú var svo mikið fjarað, að sjórinn rann út um gatið, sem hann hafði áður beljað inn um. Þetta var skýr- ingin á þessu, sem næstum því mátti kalla krafta- verk. Þessi vitneskja vakti von um skjóta björgun úr hinum yfirstaðna háska og hleypti nýjum krafti í líkama og sál. Willey beið eins þolinmóður og hann gat, þangað til sjórinn tók honum aðeins í ökla, þar sem hann stóð á borðinu. Þá stökk hann niður á gólfið og óð fram að hurðinrii og fór að bisa við að opna hana. Hann gat fyrst aðeins bifað henni nokkra þumlunga frá stafnum, en sjórinn streymdi út, og eftir dálitla stund opnaðist hún upp á gátt og hann hrökklaðist út með straumnum. Hann var svo þreyttur og illla á sig kominn eftir þessa skelfilegu baráttu sína fyrir lífinu, að hann gat rétt aðeins skreiðst upp stigann og upp á þilfar, þar sem hann hneig niður örmagna. Farþegaskipið „Dynamo“ lá enn nærri flakinu og ætlaði að senda báta sina út í það, þegar meira fjaraði, til að athuga flakið. Það má geta nærri, hve steinilostnir menn um borð í skipinu urðu við að sjá lifandi mann koma upp úr flakinu, sem verið hafði á kafi þar til fyrir skömmu. Bátur var strax sendur um borð i flakið, sem nú var komið talsvert upp úr sjó og farið að þorrna í geislum morgunsólarinnar. Bátverjar klifruðu um borð í flakið og tóku hinn dauðuppgefna mann, báru hann í bátinn og fluttu hann nm borð í „Dynamo“, þar sem hann fékk hina beztu aðhlynningu og gat skýrt frá hinni undursamlegu björgun sinni. Lík Lewis skipstjóra náðist seinna, þar scm það lá í mölbrotnu rúminu, en að því er ég bezt veit, fannst lík vesalings vaktmannsins aldrei. Ólafur biskup Hjaltason Ólafur biskup (Hólabiskup 1552—1569) var hvorki stoltur né stórmennskusamur, ekki ásælinn né fédrátt- ull, ekki mikill spekingur né skörungur að viti, forsjá eða framkvæmd, heldur var hann friðsamur, einfaldur og óáleitinn við aðra; var því vel látinn áf frómum og friðsömum mönnum. Hann lét gera til Hólakirkju stóru klukkuna, á hverri standa þessi orð: Herra Ólaf heiðursmann, sem Hólakirkju stýrir rann, stóra klukku á staðarins torg steypa lét í Hamborg. Úr Biskupasögum. 225

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.