Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 23
ríkjamenn höfðu lagt mikið upp úr að vinna að þessu sinni. Höfðu sjómenn þeirra æft vel og dyggi- lega og meira að segja höfðu þeir haft undanrásir sín á milli, til að velja hezta liðið. Það vakti athygli, að hvorki Bretar, ftalir, Grikk- ir eða aðrar hinna stóru siglmgaþjóða, tóku þátt í keppninni. Var talið að þessar þjóðir teldu sig ekki hafa neinn sigurmöguleika, fyrst og fremst vegna þess, hve Bandaríkjamenn voru vel undir keppnina búnir. Að lokum voru þátttakendur að- eins frá fjórum þjóðum. Auk þeirra, sem nefndir voru, tóku Danir þátt í keppninni. Röð keppenda var þannig, að næst landi voru Norðmenn, þá Bandaríkjamenn, fslendingar og Danir. Nokkur vindur var á móti og var talið að Norðmenn hefðu haft bezta aðstöðu vegna þess, að þeir voru í hléi af landi. Norðmenn tóku strax for- ystuna í róðrinum og héldu henni alla leið. Þeir réru vegalengdina á 14 mín. 15,8 sek. Tími Banda- ríkjamanna var 14 min. 31 sek. Timi Islendinga var 15 mín. 21 sek. Danir komu í mark eftir 16 mín. 39 sek. Islenzka áhöfnin. Á hverjum bát voru níu manns, átta ræðarar og stýrimaður. Þessir skipverjar af Tröllafossi mönnuðu bátinn: Gunnar Jóhannsson, hátsmaður, var stýrimaður. Ræðarar: Sigurður Guðjónsson, aðstoðarvélstjóri, Reykjavik; Atli Snæbjörnsson háseti, Reykjavík; Ingi Lövdal loftskeytamaður; Agnar Ólafsson há- seti, Reykjavík; Sigurður Bjarnason háseti, Hafn- arfirði; Haraldur Ársælsson háseti, Reykjavík; Þorsteinn Pétursson 4. vélstjóri, Reykjavik; Sig- urður Jónsson 2. vélstjóri, Reykjavik. Mynd af íslenzku ræðurunum er á forsiðu Vík- ings að þessu sinni. Róið var bátum, sem allir voru af sömu gerð og þyngd. Skipverjar af Tröllafossi höfðu haft lítinn tima til æfinga. Þeim var ekki veitt neitt sérstakt frí frá vinnu til æfinga, en skipshöfnin hafði notað frístundir sínar til æfinga í tveimur síðustu ferðum til New York, og í Reykjavík. Aðalræðismaður fslands i New York og skrif- stofa hans vann mest að undirbúningi keppninnar, og afgreiðslumenn Eimskipafélagsins í New York, David Sommerfield og E. Coulfield, lögðu á sig mikla vinnu til þess að íslenzka skipshöfnin gæti tekið þátt í keppninni. Þótti íslenzku skipshöfninni vænt um aðstoð þesara aðila og umhyggju. Þetta mun í fyrsta skipti, sem íslenzk skipshöfn tekur þátt í alþjóða róðrarkeppni, og er það mál manna hér, að vel hafi tekizt og að hróður íslenzku sjómannastéttarinnar hafi vaxið við þátttöku þeirra. Þetta er ekki i eina skiptið, sem íslenzku skipin V í K I N G U R og íslenzkir sjómenn gera garðinn frægan í höfn- inni í New York. Tröllafoss vekur jafnan eftirtekt þeirra, sem erindi eiga í höfnina, þar sem hann liggur venjulega. Sérstaklega er rómað hve skipinu er vel við haldið í alla staði. Það er almennt mál þeirra, sem til þekkja, að Tröllafoss sé með hreinni og bezt við höldnu skipum, sem koma til New York að staðaldri. Dvalarheimili aldraðra sjómanna Risi af grunni göfug bygging görpum sem a3 veitir skfól, þáð öllum veföi örugg trygging að aldrei framar vanti ból þá, sem eyddu œvi og þreki út um höfin langa tíð, í öldnum brjóstum vorhug veki að voldug reist er bygging fríS. Fagurt húsiS fljótt skal reisa, fögnuS mun þaS veita þjóS, þaS er verk, sem þarf aS leysa af þekking, festu og manndómsgióS. Eins og fyrr viS formannskalli föngin bjuggu, héldu á dröfn, svo skal byggja stall af stalli, stefnt svo verSi í trygga höfn. Útsýn fagra allir prísa, ekkert vanti, er gléSja má. Út viS sjónhring öldur rísa ört sem brotna ness viS tá. FriSsœlt mun á fögru kveldi fegurS líta sólarlags er aftanskin í undraveldi eykur fegurS liSins dags. Ólafía Ámadóttir 243

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.