Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 16
 Síldarskij) við Grímsey. þeir höfðu komizt höndum yfir. Skipasmíðastöðvarnar við Eystrasalt bergmáluðu einu sinni af hamarshöggum, þegar þar var unnið að því að smíða flota, er berjast skyldi við Dani, sem kepptu við Þjóðverja um yfirráðin. Tvisvar sinnum unnu flotar Hansastaðamanna langar og kostnaðarsamar styrjaldir, og Hansastaðasambandið varð sterkara en nokkru sinni fyrr. Vissu- lega hefðu Hansastaðamenn átt þess kost um skeið að sameina gervallt Þýzkaland í eitt heimsveldi. En síldin, sem skapað hafði SÍLDIN OG VEf Hjalteyrarverksmiðjan í fullum gangi. Franskur rithöfundur á seytjándu öld ritaði um síldina sem fisk þann, er ákvæði örlög heimsvelda. Um alda- skeið hefur verulegur hluti tekna ýmissa þjóða myndazt vegna nærveru þessa fiskj- ar við strendur Norðurálfu. Síldin olli því, að smá fiskiþorp breyttust á skömm- um tíma í stórborgir, er efndu til við- skipta við framandi lönd og færðu Vestur lönd og Austurlönd nær hvert öðru. Síld- in olli því og, að stjórnmálakenningar urðu til, sem enn gætir og hafa meira að segja margvísleg áhrif á hildarleik þann, sem nú er háður. Fyrir nær sex öldum lögðu geysistórar síldartorfur leið sína inn í hið salta Eystrasalt. Var sú trú manna, að hvalir væru valdir að síldargöngum þessum. Um þær mundir var kjöt munaðarvara í Norð urálfu, og fiskur var mun þýðingar- meiri fæðutegund þá en nú. Hann var snæddur á öllum hinum fjöldamörgu há- tíðisdögum, en þegar tekið var að verka síld, var raunverulega brotið blað í sögu mannkynsins. Síldin reyndist hinar ákjós- anlegustu vistabirgðir, og nú var mun auðveldara að búa heri vistum en áður hafði verið. Það er sögn, að brezki herinn við Crécy hafi neytt hálfrar milljónar síldar áður en hann lagði til hinnar sögufrægu orrustu. — Krossfararnir neyttu geysilegra síldarbirgða. En síldarorrustan var háð í febrúar árið 1429, til þess að ná á vald sitt saltfisksendingu til ensku hersveitanna, er sátu um Orléans. Með síldveiðar að aðalatvinnuvegi urðu borg- irnar Lúbeck, Bremen, Hamborg, Stettin og Rostock mikilvægar miðstöðvar heimsviðskipt- anna. Floti þeirra óx mjög, og viðskiptafrömuðir þessara borga gerðu út verzlunarleiðangra um gervalla Norðurálfu. Kaupmenn þessir stofnuðu Hansastaðasambandið árið 1241 til þess að treysta hagsmuni sína sem bezt. Þegar veldi þeirra var mest, höfðu þeir útibú í hundrað og þrjátíu borgum, og slíkt var traustið á austur- lingnum, eins og gjaldeyrir þeirra var nefndur, að hann varð dollar vorra tíma. Þegar svo mátti segja, að veldi Hansastaða- manna byggðist á yfirráðum yfir fiskveiðunum, gerðu þeir ráðstafanir til þess að halda því, sem uppgang og velmegun þeirra, olli og hnignun veldis þeirra að lokum. Síldartorfurnar fluttu sig yfir í Norðursjó, að því er talið er af völdum breytingar á sjávarhit- anum, til stranda Hollands, og kaupmennirnir í Amsterdam biðu ekki boðanna með að hagnýta sér tækifærið og ná yfirráðum verzlunarinnar úr höndum Hansastaðamanna. Vegur þeirra varð sízt minni en Þjóðverjanna. Brátt flutti floti þeirra varning um víða veröld og lagði grund- völlinn að heimsveldi Hollendinga. Auðæfi þau, er Hollendingum hlotnuðust af fiskveiðum, ollu því, að þeir gátu kostað frægar könnunarferðir og veittu borgurum landsins kost á því að þroska vísindi og listir og eignast slíka menn sem Rem- brandt. Þau gerðu þeim fært að hefjast handa um hina margþættu og merkilegu blómarækt sína. Sannnefnd gullöld og auðnutími rann upp fyrir Holland, einkum eftir að Mynher Bauckels fann upp nýja og hagkvæma aðferð við síldarverkun. En þegar vegur Hollands var mestur, breytti hinn dutlungafulli fiskur enn um háttu, og hnign- 128

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.