Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 30
Sölusamband íslenzkra fiskframleidenda var stofnað í júlímánuðl 1932, með frjálsum samtökum fiskframleiðenda hér á landi. — Sambandið er stofn- að til þess að reyna að ná eðlilegu verði á útfluttan fisk landsmanna að svo miklu leyti, sem kaupgeta í neyzlulöndum leyfir. Skrifstofa Sölusnnibaiidsiiis er í nafiiarhúsinu Símnefni: Pisksölunefndin. Simar 1480 (7 línur). Búnaðarbanki íslands Austurstræti 5 — Reykjavík. Sími 81200 — Útibú á Akureyri. Bankinn er sjálfstæð slofnun undir sérstakri stjóm, og er eign ríkisins. * Trygging fyrir innstæðu er ábyrgð ríkisins, auk eigna bankans sjálfs. VO \5trvauuif6V' óezt A — Reynsla mín hefur sannfært mig um að kvenfólkið þolir sárs- auka miklu betur en karlmenn —• Eruð þér lækuir? ■—- Nei, skókaupmaður. — Hve gamall ertu drengur minn? — Eg er á erfiðu aldursskeiði. — Hvernig- þá? Jú, ég er of stór til að gráta og of lítill til að vera seint á fótum. * Ameríkanar finna upp á ótrúleg- ustu tiltækjum, þegar um auglýsing- ar er að ræða. Eitt nýjasta dæmið er þegar þekkt-ur hnefaleikamaður var „sleginn út“ og hann lá endi- langur á pallinum, gátu hinir fjöl- mörgu áhorfendur lesið eftirfarandi auglýsingu á skósólunum: „Hfosshársmadressur frá firmanu Smith tryggir yður góða hvíld“. * Björgunarbáturinn haí'ði lent á eyðiey, og maður kom hlaupandi og fagnaði skipverjum innilega, en hann hafði ekki séð hvíta menn í 5 mánuði. Þegar hann liafði skýrt frá örlögum sínum, lirósuðu bátverjar honum fyrir hraustlegt útlit þrátt fyrir erfitt líf, — en livað er aS sjá í þér framtennumar, þær eru hræSi- lega útleiknar. — Þær myndu ekki líta betur út í ykkur. sagði .maöurinn, ef þið hefS- uð strandað á eyðiey ásamt 80 bjór- kossum og engum upptakara! * Amerískur stjómmálamaður sagSi nýlega: — Til þess að útbúa einn hermann þarf ull af 20 kindum og skinniS af 10 skattþegnum. * Smáfjólur úr ræðum danskra þing- manna: — Hér tala menn fram og aftur FRÍV/ um framtíð þjóðarinnar og hér eru gerðar ráðstafanir til liagsbóta fyrir afkomendur vora. Nú vil ég spyrja, livað hafa þessir afkomendur gert fyrir okkur ’t — Eg vona að þingmenn beri þaS mikið traust til mín að enginn gruni mig um að skipta um skoSun ann- anlivern mánuð, eins og ég hef skyrtuskipti! * .Maðurinn bálreiður; — Mér þætti gaman að vita, hversvegna guð skap- aSi ykkur konurnar svona fagrar og heimskar. — Það skal ég segja þér, sagði kona hans blíðlega: GuS skapaði okkur fagrar til þess að þið elskuð- uð okkur, og svona heimskar til þess að viS gætmn elskað ykkur. * Sex ungar konur, sem bjuggu í sama húsi, urðu ósáttar, og þær leit- uSu réttvísinnar. Þegar þangaS kom, rifust þær svo mikið, að ekki heyrð- ist mannsins mál. Að lokum barði dómarinn í borðiö svo að frúrnar þögnuðu augnablik: — Sú elzta talar fyrst. Þær dróu sig allar í hlé. * Vafasöm gleði. Þýzka herskipið „Atlantis", sem frægt varð í fyrri heimsstyrjöldinni fyrir skyndiárásir á farskipaflota bandamanna víðsvegar um heimshöf- in, var dulbúið á ýmsan hátt eftir því, sem við þótti eiga í hverju til- felli. Um tíma var það dulbúiS sem japanskt flutningaskip, og til þess aS blekkja enn betur höfðu Þjóð- verjarnir málaS nokkra japanska stafi á bóginn á því, sem þeir liöfðu fundið í japönsku blaði, en enginn vissi hvað þau þýddu. Löngu síðar voru þau þó þýdd fyrir þá, og kom þá í ljós, aS á bógnum stóð: „Kom- ið inn fyrir og gleðjiS ykkur við skin hinna rauðu ljósa“. 142

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.