Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1965, Blaðsíða 28
r j^rá Pjarstýring- véla í skipuni er nft vííia notutS, og vertSur algengari nicíS íiri Itverju. Hinsvesa** er sjíilfvirkni atSal- véla enn íi tilraunastis'i* l*aíí mál er ]»ó vltSa á dagskrá me'ð- ai sigliiigaltjðlianna, og ifröðlegrt að kynnast tillösum, sem uppi eru um ]»á liluti. Eftirfaraiuli grein ér iiusleiðinsar blaöamanns um mót, sem haldið var á vegnrn enska vélstjórasambandsins fyrir nokkrií, og skoðanir, seni þar liafa verið rœddar. Hails'r, Jðnsson. Blaðamaður Reynsla undanfarinna ára hef- ir fært mönnum heim sanninn um nauðsyn þess að hækka stöðu vélstjóranna á sjónum, það er, meta meira starf þeirra en nú er gert. Til þess að mæta stöðugri vöntun réttindamanna á skipin, hefir Flutningamálaráðuneytið orðið að veita vélstjórum undan- þágur frá núgildandi lögum, og fyrir nokkru voru fram bornar till. um breytingar á lögunum í þeim tilgangi að sjá ákveðnum skipafélögum fyrir nægilegu vélaliði. Það má nú öllum ljóst vera, að verði menntun skipavélstjóra í Bretlandi ekki tekin hið bráð- asta til athugunar og umbóta verða brezkir skipaeigendur að gera annað tveggja, að setja ein- faldari vélbúnað á skip sín, eða taka sjálfir að sér uppeldi vél- stjóra sinna, og sjá þeim fyrir viðhlýtandi menntun og þjálfun. Með fáum undantekningum, eru ný verzlunarskip nú búin afl- miklum aðalvélum, sem, ef þeirra er gætt af þekkingu og kost- gæfni, hafa skilyrði til þess að gefa eigendum sínum arð, sem réttlætir bæði kostnað þeirra og stærð. Til þess að ná fullum afköst- um og til aukins öryggis, treysta menn nú meira og meira á sjálf- virk tæki og fjarstýringu vél- anna. Að öðrum kosti verður að koma fyrir mælitækjum á mörg- um stöðum í vélarúminu, eins og nú er gert, þar sem gæzlumenn lesa á þeim hitastig, þrýsting o. s.frv. Um það, hve framför og á- vinningur er mikill við fjarstýr- ingu og sjálfvirkni vélanna, flutti Captain Sermier, aðstoðarmaður hjá Shell Maritime Company, greinargott erindi á móti hjá The Institute of Marine Engin- eer þ. 4. og 5. maí s.l. Nefndi hann erindið „The training and qualifications of Seagoing Mar- ine Engineers,“ kalla mætti það: Menntun og hæfni skipavél- stjóra, á íslenzku. Erindi Captain Sermiers var eitt af 7, sem flutt voru á mót- inu, fjölluðu hin erindin um kennsluaðferðir, menntun og hæfni vélstjóra í Bretlandi, Nor- egi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýzkalandi og Hotlandi. Nokkur hluti af er- indi Captain Sermier fjallaði um menntun vélstjóra í Frakklandi. Nokkur meiriháttar útgerðarfé- lög í Frakklandi hafa gengist fyrir gagngerðri rannsókn á þörfum flotans með hliðsjón af því, að vélar verði í framtíðinni sjálfvirkar og fjarstýrðar. Það er og talið eðlileg þróun, á þessu sviði að stjórntæki vélanna verði staðsett á einum stað, þ.e. á stjórnpalli. — Verði þróunin á þann veg að öll stjórntæki verði staðsett á stjórnpalli, leiðir af því, að hin hefðbundna skipting áhafnarinnar í þilfars- og véla- lið á ekki lengur við. Það má gera ráð fyrir að varðmenn, fá- ir talsins, verði staðsettir á þeirri miðstöð. Viðhalds og við- gerðafólk, þ.e. bæði yfirmenn og undirgefnir, verða til eftirlits og tilfallandi viðgerða. Menn úr þeim flokki mundu og leysa af á stjórnpalli ef með þyrfti. — Þá mundu þeir taka að sér „hand- stjórn“ á tækjunum, ef fjarstýr- ing og sjálfvirkni þeirra gengi úr skorðum. í erindi sínu lýsir Captain Sermier ofangreindu fyrirkomu- lagi mjög nákvæmlega og niður- staða hans verður á þá leið, að skipstjórinn verði þá í rauninni stjórnandi tveggja deilda, þ.e. stjórnardeild og viðhaldsdeild. Meiri hluti skipaeigenda svo og vélstjórar, eru þeirrar skoð- unar, að það sé einber skamm- sýni að standa í þeirri meiningu að fjarstýristæki og sjálfvirkni séu eingöngu til þess að geta fækkað áhöfninni og sparað launagreiðslur. — Kostirnir við sjálfvirkni og fjarstýringu eru fólgnir í eftirfarandi atriðum: 1. Auknu öryggi, sem fæst í því, að tækin eru sífellt á verði, sýna á hverri stundu ástand vélarinnar. Vélstjóri á verSi í hljóSeinangruSum klefa. — Hér hejur hann öll mcelitœkin á einum staS og yjirsýn yjir vélbúnaSinn og fjarstýringu á honum. Hér er um 14000 hestajla orku aS rœSa. 62 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.