Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 34
Bjarnason, er kenndi rennismíði, Atli Marínósson, er kenndi teikn- ingu, stærðfræði og eðlisfræði, og Rafn Magnússon, er kenndi smíð- ar, rafsuðu og gassuðu. Þrotlaust starf hefur verið hjá kennurum í vetur að undirbúa kennslu sína, svo og við undirbúning vegna væntanlegra breytinga á kennsl- unni, sem fyrirhugaðar eru. Eink- um á þetta við um rafmagns- fræðikennsluna. Þrír rafmagns- fræðikennarar starfa nú við skól- ann. Auk Guðjóns, sem áður var nefndur, eru það þeir Eggert Gautur Gunnarsson raftíekni- fræðingur, sem kom að skólan- um í fyrra og Einar Ágústsson rafvirkjameistari sem kom að skólanum í fyrrahaust. Þessir kennarar hafa starfað mjög vel að undirbúningi kennslunnar og framkvæmd hennar. Ætlunin er að auka rafmagnsfræðikennsluna stórlega með tilkomu hins nýja tækjasals og fyrirhuguð kaup á tækjum í hann. Bogi Arnar Finnbogason tungumálakennari hefur auk kennslu sinnar starfað á skrif- stofu skólans og átt drjúgan þátt í að aðstoða kennara og skólastjóra við störf sín. Við skólann starfa nú 12 fast- ráðnir kennarar, ásamt 15 stundakennurum. Eg vil þakka öllum þessum mönnum fyrir gott samstarf á skólaárinu. í tilefni af væntanlegri aukn- ingu rafmagnsfræðikennslu, er rétt að vekja athygli á því, hvern- ig á þessum málum er haldið í Danmörku. Þegar véístjóri hefur lokið danska vélskólanum að fullu, á hann kost á að gerast raf- virki; hann gerir þá eins árs námssamning við rafvirkjameist- ara, og að árinu loknu gengur hann undir sveinspróf í rafvirkj- un. Óneitanlega gefur þessi möguleiki vélstjóramenntuninni aukið gildi, og ljóst er af þessu, hve Danir meta mikils rafmagns- fræðikennslu, sem vélstjórarnir hljóta í skóla sínum. Nú, að loknum prófum, vil ég flytja prófdómurum skólans þakkir fyrir störf þeirra. For- 250 maður prófnefndar er Þórður Runólfsson, fv. öryggismála- stjóri, prófdómarar í vélfræði þeir Ingólfur Ingólfsson vélstjóri og Jón Pétursson vélstjóri; í raf- magnsfræði Júlíus Björnsson, er kenndi hér rafmagnsfræði í fjölda ára; og í smíðum Sigurður Þórarinsson tæknifræðingur og Þorvaldur Brynjólfsson yfirverk- stjóri, en þeir dæma einnig sveinspróf vélvirkja. í fjárlagatillögu fyrir árið 1973 fer Vélskólinn, auk venjulegs rekstrarfjár, fram á fjárveit- ingu til kaupa á raftækjum í nýja raftækjasalinn, til kaupa á tækj- um í vélasali (mælitækjum, stilli- tækjum o.fl.).til kaupa á 3 renni- bekkjum, heflum og fræsivél. I vélasal þyrftum við að fá nýj- an mótor af nútímagerð, með fullkomnum stjórnbúnaði, en hann kostar nokkrar milljónir. Einnig er farið fram á fjár- veitingu til að geta haldið nám- skeið fyrir eldri nemendur. Sí- fellt eru þeir að spyrjast fyrir um það, hvenær þeir fái að koma aftur í skólann til að auka við menntun sína og halda henni við. Einnig hafa skipaeigendur spurzt fyrir um það, hvenær að því komi, að þeir fái að senda starfandi vélstjóra til að kynnast nýjungum hjá okkur. Það er víst flestum ljóst, að ef við eigum að geta fylgzt með, verða starfandi vél- stjórar að endurnýja sinn lær- dóm og bæta við hann, ef þeir eiga að geta valdið störfum sínum í framtíðinni, því að eins og allir vita er þróunin mjög ör í allri tækni nú á dögum, ekki sízt vél- tækni. f gamla daga var talað um útlærða menn, eða eins og það var kallað að vera fullnuma, en vei þeim manni í dag, sem heldur, að hann sé útlærður og geti ekki eða þurfi ekki að læra meira. Ætli það sé ekki betra að vitna í gamla málsháttinn: ,,Maður lærir svo lengi sem lifir". Ef til vill þykir ráðamönnum fjárveitinga ríkisins upphæðir þær allháar, sem skólinn fer fram á til tækjakaupa, en þá vil ég minna á það, hve mikil þau verð- mæti eru, sem vélstjórar hafa undir höndum, þegar þeir koma út til starfa. Til dæmis: aðeins stjórntæki vegna sjálfvirknibún- aðar í einu af nýjustu skipum Eimskipafélags íslands kostaði um 8 milljónir króna; skuttogari af minni gerðinni kostar um 100 milljónir króna, stærri togari 150 — 200 milljónir. Þess vegna tel ég það fremur hógværa kröfu að fá á næstu fjárlögum 10 millj- ónir króna til tækjakaupa fyrir skólann. Deildum Vélskólans á Akur- eyri og í Vestmannaeyjum var sagt upp sl. laugardag, 20. maí. Á Akureyri gengu 17 nemend- ur undir próf í 1. stigi; 16 stóð- ust prófið og 14 hlutu framhalds- einkunn. í 2. stigi gengu 8 undir próf; 6 stóðust prófið og 4 hlutu framhaldseinkunn. Forstöðumað- ur skólahs á Akureyri er Björn Kristinsson. í Vesmannaeyjum gengu 17 nemendur undir próf í 1. stigi; 15 stóðust prófið, en 11 hlutu framhaldseinkunn. I 2. stigi gengu 10 undir próf og stóðust allir, en 9 hlutu framhaldseink- unn. Forstöðumaður skólans í Vestmannaeyjum er Jón Einars- son. Vélsmiðjan Magni í Vest- mannaeyjum gaf áletrað gullúr þeim, sem hlaut hæsta einkunn í vélfræði úr 2. stigi, en það var Gústaf Guðmundsson. Vélstjóra- félagið í Vestmannaeyjum gaf bókaverðlaun þeim, sem hlaut hæsta einkunn í vélfræði í 1. stigi, og hlaut þau Friðrik Jóseps- son. Á hausti komanda er fyrir- hugað, að vélskóladeild taki til starfa á ísafirði undir stjórn Aage Steinssonar tæknifræðings, í nánum tengslum við Iðnskólann þar. Unnið hefur verið að samræm- ingu á námsskrá fyrir 1. og 2. stig. Reynt verður að hafa sömu próf alls staðar á landinu, svo að ekki verði um ósamræmi að ræða milli skóladeilda Vélskólans. Hér 1 Reykjavík voru innritað- VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.