Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1972, Blaðsíða 38
íslendingar á fjarlœgum slóðum eftir Guðmund Jensson I fyrrasumar kom hinguð til lands í heimsókn eftir margra ára fjárvistir hressilegur íslenzk- ur skipstjóri Ágúst Guðjónsson, ásamt konu sinni. Þau hjón komu um langan veg, eða frá Seattle á Kyrrahafsströnd. Fyrir tilstilli kunningja okkar, Ingvars Pálssonar skipstjóra, náði Víkingurinn stuttu viðtali af Ágústi. Því miður varð viðtalið hvorki langt né ýtarlegt. Ágúst þurfti í mörg hom að líta á skömmum landvistartíma til að geta heimsótt sem flesta af ætt- ingjum og vinum. Ágúst er fæddur í Neskaup- stað sonur hjónanna Guðjóns Símonarsonar og Sigurveigar Sigurðardóttur á Neskaupstað. Hann fór til Kanada árið 1956, og vann þar í álverksmiðju nyrst í landinu á sjötta ár. Var það erfið og óholl vinna, en sæmilega borguð. Sagði Ágúst þau ár hafa verið ein hin verstu á sinni ævi. Árið 1961 drifu þau hjón sig til Seattle og þar virðast þau hafa komist í ákjósanlegt umhverfi. Ágúst réði sig sem háseti á bát, sem stundaði Kóngkrabbaveiðar, en þær eru stundaðar norður í Beringshafi um 1600 mílna vega- lengd frá Seattle, svo að fjar- vistir frá heimili eru langar. Frá Kodiac er aflanum landað úr kældum tönkum í frystihús og síðan fluttur fullunninn með flug- vélum frá Dutch Harbour á mark- að í Bandaríkjunum. Verðið á Kóngkrabba er stöð- ugt og gott eða um og yfir 80 kr. kílóið. Veiðisvæðið má heita að sé allt Beringshafið útaf ströndum Al- aska og veiðitíminn frá því snemma á haustin fram yfir miðjan janúar en á útmánuðum og fram á sumar liggur veiðin niðri, því að á því tímabili skiptir krabbinn um skel. Túrinn tekur yfirleitt 8—10 daga og meðalaflinn er 12—14 þúsund krabbar. Mesta magn, sem Ágúst var með nam um 20 þús. stk., eða rúm 60 tonn. Veitt er á 50 til 140 faðma dýpi og er yfirleitt leirbotn, og vega- lengdin á miðin 110 til 120 mílur. Veiðitækið er gildrur, hver um sig 7,5 fet á lengd og 4 fet á hæð með uppistöðum, sem lagðar eru niður við botn allt að 70 í hverri lögn. Síðan er legið yfir nokkrar klst. áður en dregið er. Ágúst var í 3 ár háseti á þess- um veiðum, síðan stýrimaður. En árið 1968 réðist hann í að kaupa nýjan bát með fullkomnum útbúnaði til veiðanna. Kaupverðið var um hálf millj- ón dala. Hefur Ágústi famast vel með útgerð sína, enda verið skipstjóri á bátnum, „Sea Spray" frá upp- hafi, og sýnt hæfni við veiðar og sjómennsku. Á þessum tíma árs er Berings- haf óveðrasamt, frosthörkur miklar og skipstapar tíðir. Tvær stórþjóðir stunda einnig veiðar á þessum slóðum; Japanir og Rússar. Veiðiskip hinna síðar- nefndu veita Krabbaveiðurunum oft þungar búsifjar. Klögumál þeirra til banda- rískra stjórnvalda fá oftast litla og seina afgreiðslu. Stórveldin hafa trúlega ýmsu öðru að sinna, en að reka réttar nokkurra fiskibáta norður í Ber- ingshafi. Þess vegna kvað Ágúst þá hafa gripið til þeirra ráða að vopnast sjálfir kraftmiklum skotvopnum til að verja sjálfir veiðarfæri sín, og voru haglabyssur þar einna mest ógnvekjandi, hafa þær oft komið að góðum notum með því að skjóta í veg fyrir þá, ef þeir gerðust nærgöngulir um of. Þá telur Ágúst japönskum VlKINGUR 254

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.