Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 57
Jón Sigurðsson Vestmannaeyjum: III Þegarm/b III Farsællogm/b III islandfórust Höfundur þessarar frásagnar er lesendum Víkings að góðu kunnur fyrir þætti sína í blaðinu: „Bátar og formenn í Vestmannaeyjum“. í þeim þáttum eru geymdar gagn- merkar heimildir um þá formenn í Eyjum, sem fastast sóttu sjóinn og lögðu grunninn að velgengni íbú- anna, með dugnaði og aflasæld, en margir guldu líf sitt fyrir. Þess munu fá eða engin dæmi, að tvær skipshafnir, sem störfuðu á einum og sama báti, hafi farist á sömu vertíð. Atburðir þessir áttu sér þó stað á vetrarvertíðinni í Vestmannaeyjum árið 1912. Greinarhöfundur segir frá báð- um þessum slysum og einnig þriðja slysinu, sem skeði skömmu fyrir árslok 1911. ritstj. M/b „FARSÆLL“ Árið 1908 voru vélbátar í Vest- mannaeyjum orðnir yfir 30 tals- ins. Svo ört hafði þeim fjölgað, frá því að vélbátar fóru að koma hingað til lands. Allir voru þessir bátar um 7 smálestir að stærð og höfðu 8 hestafla vélar. Heldur þóttu þessir bátar litlir til sjósókn- ar og ganghraði þeirra lítill, svo að menn fóru að fá sér bæði stærri og gangmeiri báta. VlKINGUR Haustið 1908 keyptu þeir sér vélbát, Högni Sigurðsson í Bald- urshaga, Jón Einarsson í Hrauni, Magnús ísleifsson í London, Ágúst Ámason í Baldurshaga og Helgi Jónsson í Jaðri. Átti Helgi að vera formaður með bátinn. Helgi var sonur Jóns Árnasonar, dannebrogsmanns í Þorlákshöfn. Þessi bátur þeirra félaga hét „Farsæll“. Hann var um 8 smá- lestir að stærð og óvenju gang- mikill, enda hafði hann tveggja strokka Dan-vél. Helgi var með „Farsæl“ tvær vertíðir, þ.e.a.s. vertíðirnar 1909 og 1910, og gengu aflabrögð illa hjá honum báðar þessar vertíðir. Um vorið 1910 kom milli- landaskipið „Ceres“ til Vest- mannaeyja og lagðist á ytri höfn- ina. Vélbáturinn „Gústaf" annað- ist flutninga milli skips og lands. Margt manna fór um borð í „Ceres“, svo sem títt var þegar millilandaskip komu. Meðal þeirra, sem um borð fóru, var Helgi Jónsson, og var hann þá klæddur sínum venjulegu hvers- dagsfötum. Um kvöldið þegar „Ceres“ fór af höfninni, fóru allir, sem í land ætluðu, niður í „Gúst- af“, sem skyldi flytja fólkið í land. En er „Ceres“ létti akkerum sáu þeir á „Gústaf“ hvar Helgi stóð uppi á brúarvæng á „Ceres“. Hafði hann skipt um föt, og stóð þarna „uppábúinn“. Síðan lét „Ceres“ í haf, og sigldi Helgi með skipinu til Englands. Það var ekki fyrr en löngu seinna að fréttir bárust um það að Helgi væri í Glasgow. Eigendur „Farsæls“ vildu nú fá afsal fyrir eignarhluta Helga í bátnum og skrifuðu honum bréf þar um. Hann svaraði þeim með þessu stutta og laggóða bréfi: „Farið þið með allt til andskot- ans.“ Önnur svör fengu þeir ekki við málaleitan sinni. Eigi að síður seldu eigendur „Farsæls" eignarhluta Helga, og var kaupandinn Sigurður Einars- son frá Stóru-Mörk undir Eyja- fjöllum, og var jafnframt ákveðið að hann skyldi verða vélamaður á bátnum. Átti Sigurður heima í Hrauni, hjá Jóni Einarssyni. Nú vantaði formann fyrir „Farsæl“. Fengu þeir til þess Bergstein Bergsteinsson á Tjörn- um. Var hann með bátinn á ver- tíðinni 1911 og aflaði hann svo vel að „Farsæll“ varð hæstur allra báta með aflamagn. Var nú Berg- steinn ráðinn áfram til for- mennsku á bátnum á vertíðinni 1912. Hinn 27. desember 1911 var 441
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.