Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 48
íslands-sléttbakur hans, tíðast 14 m. Blásturinn sést oft aðgreindur í tvo stróka. Heim- kynni þessa hvals voru norðanvert Atlantshafið allt frá Biscayaflóa og Nýfundnalandi til Svalbarða. Hvalurinn er mjög gæfurog munu Baskar á Pyreneaskaga hafa orðið manna fyrstir til að stunda stór- hvalaveiðar, er þeir, þegar á 10. öld, fóru að skutla þennan slétt- bak í Biscayaflóa og hvalurinn enn kenndur við þennan flóa á sumum tungum. Á 14. og 15. öld komust aðrir Evrópumenn upp á lagið með að fanga hvalinn og fór honum brátt fækkandi. Eitthvað var eftir af þessum hval er Norð- menn hófu hér veiðar, og er vitað með vissu að þeir fengu nokkur dýr. Hvalsins hefur síðan ekki orðið vart hér við land. Talan 4 þús. hefur verið nefnd sem hugs- anlegur fjöldi þessara sléttbaka nú. en talan 50 þús. um uppruna- íegan fjölda. Af þeim dýrum sem enn eru eftir tilheyrir meginþorr- inn Suðurhafs- og Kyrrahafs- stofnum, sem teljast hvor um sig til sjálfstæðra tegunda. Af N-At- lantshafsstofni munu fá dýr eftir, sem aðallega hafa sést við Ný- fundnaland, Bermuda- og Madeiraeyjar. Hvalurinn ku vera svifæta, eingöngu. Búrhvalur er einn á báti meðal tannhvala og tilheyrir sérstakri ætt 48 sem við hann er kennd. Hann er stærstur tenntra hvala, tíðast 15—18 m og er þá átt við tarfa. Kýrnar mega hins vegar kallast dvergar miðað við karlkynið og eru tíðast 10—11 m. Helstu ein- kenni búrhvals til að sjá eru að þeir eru hornlausir, en á stirtlunni eru 2—3 kúlur eða hnúðar. Þeir slá sporðinum, sem er stór og mikill, upp úr sjó er þeir kafa. Hausinn er kubbslegur og hnúð- laga að framan og bakliturinn tíðast svartur eða mjög dökkur. Blásturinn er fremur lágur svepp- laga bólstri sem veit nokkuð fram. Búrhvalur er mestur kafari allra hvala og getur farið allt niður á tveggja km dýpi og verið allt að 80 nrín. í kafi. Að jafnaði er megin- fæða búrhvals blekfiskar svo sem risakolkrabbi. Hér við land er hins vegar lítið um smokkfisk svo hann nærist hér mest á fiski. Búrhval- Búrhvalur urinn er sennilegast útbreiddasta stórhveli jarðar og kemur fyrir í öllum heimshöfum, en þó mjög misjafnlega algengur. Kýrnar og kálfarnir halda sig eingöngu í heitari höfum (milli 40°N og S), en tarfarnir (piparsveinar, burt- reknir úr fjölkvænissamfélagi búranna) halda til kaldari hafa á sumrum. Hér hafa verið veiddir árlega um 100 búrhvalir, allt tarf- ar. Sökum þess hve útbreiddur búrhvalurinn er, hefur fjöldi hans verið áætlaður mestur allra stór- hvala eða yfir 1 millj. dýra er stofninn var upp á sitt besta. Mjög hefur verið dregið úr búrhvals- veiðum hin síðari ár og heildar- fjöldinn nú hefur verið áætlaður liðlega 600 þús. dýr. Andanefja Andanefja er tíðast 7—8 m. Hún hefur sérstöðu meðal tannhvala og tilheyrir andhvalaætt. Blástur- inn er nokkuð áberandi, en miklu tíðari en gerist hjá stórhvölum, eða á Vi til 1 mín. fresti. Hún er sögð éta mikið af síld og smokki, er úthafs- og farhvalur og heldur sig í N-Atlantshafi og í Kyrrahafi við Beringsund. Andanefjan fer mjög norðarlega, allt að Sval- barða og Novaya Zemlya. Á vetrum hverfur hún til suðlægari slóða allt suður til Grænhöfða- eyja. Tegundin er hér frekar sjaldséð á fiskimiðum, en töluvert er um hana er kemur á stórhvala- slóðir fyrir V og N land. Fyrir aldamót hófu Norðmenn veiði á þessari tegund (veiðisvæði aðal- lega milli 66° og 69°N) og veiddu allt upp í 3000 dýr á ári, en þá fór að draga úr veiði. Síðan hefur hún lítið sem ekkert verið veidd, og stofninn líklega vel á sig kominn hvað stærð snertir. í Suðurhöfum VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.