Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Blaðsíða 39
Til umhugsunar þegar rætt er um Endurnýjun fiskiskipaflotans Höfundur greinarinnar, Stefán Þórarinsson, er þritugur aö aldri og hóf störf sem fulltrúi í Sjávarútvegsráöuneytinu sl. vetur. Hann stundaði sjóinn um sjö ára skeið og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum 1981. Meö- an á sjómennskunni stóð, var hann á flestum tegundum fiskiskipa, t.d. bátum frá Suðurnesjum og togara frá Seyðisfirði. Stefán hefur einnig BA- próf í þjóðfélagsfræðum, frá Háskóla íslands. Síöustu misseri hafa orðiö tals- verðar umræður um endurnýjun is- lenska fiskiskipaflotans. Sem fyrr sýnist sitt hverjum og er afstaöa manna og röksemdir gjarnan mið- aðar við hagsmuni hvers og eins. Umræður af þessu tagi eru ekki nýjar i islenskri þjóðmálaumræðu og skal engan undra, þar sem út- gerð og f iskvinnsla hefur veriö höf- uðatvinnuvegur íslendinga allt frá siöustu aldamótum. Fram til þessa hefur umræðan aö mestu snúist um með hvaða hætti megi efla og auka fiskiskipaflotann. Þegar vel hefur árað i þjóðarbúskapnum hafa fiskiskip veriö keypt i kippum til landsins. Þrjú „skipakaupatima- bil" hafa gengið yfir okkur frá lok- um siðari heimsstyrjaldar. Fyrst var það „nýsköpunin" rétt fyrir 1950, en þá var fjöldi togara og báta keypturtil landsins, með þeim afleiöingum að fiskiskipastóllinn tvöfaldaðist á 3 árum, miöað viö rúmlestatölu. Næsta timabil var á árunum 1960—1968, en þá var keyptur fjöldi sildarbáta til land- sins, sem flestir hverjir eru enn i fullri notkun sem alhliða fiskiskip. Þriðja og siðasta timabiliö er nú að liða undir lok, en það hefur staðið alltfrá1970. Á þessu siðasta timabili hefur nótaskipafloti landsmanna verið byggður upp, alls 52 skip. Þá hefur og allur togaraflotinn verið endur- nýjaður með kaupum erlendis og smiöum hérlendis á skuttogurum, alls um 105 skipum. Megin ein- kenni þessarar þróunar, er að fiskiskipaflotinn hefur nær sifellt veriö að stækka og eflast. Nær öll afskipti stjórnvalda af þessum málum hafa stuðlaö að þessu sama markmiöi. Þannig hafa hin þrjú „skipakaupatimabil" öll hafist fyrir tilstuölan stjórnvalda á hverj- um tima, með aukinni lánafyrir- greiðslu til skipakaupa einstakl- inga eða beinum kaupum rikisins á skipum með þaö fyrir augum að endurselja þau til einstaklinga og sveitarfélaga. Þá hafa fiskiskip til skamms tima verið á „frilista", þ.e. innflutningur á þeim frjáls, og enn eru í gildi lög, sem sett voru 1917, sem banna sölu á fiskiskipum úr landinu. Lög þessi hafa verið virk alla tið og hefur þurft að sækja um undanþágur frá þeim til að selja skip úr landinu. Fiskiskipakaupin hafa að langmestu leyti veriö fjár- mögnuð meö fé úr Fiskveiðasjóði islands, sem stofnaður var af stjórnvöldum áriö 1905, sem sér- stakur sjóður sjávarútvegsins meö það meginhlutverk að efla framleiðslu og framleiöni í sjávar- útvegi með veitingu stofnlána til kaupa á fiskiskipum fyrst og fremst. Fækkaogsmíða ný... 'I þeirri umræöu, sem nú á sér stað, kveöur viö nokkuö annan tón en áður. Stjórnvöld og ýmsir helstu hagsmunaaðilar i sjávarútvegi vilja stemma stigu við frekari stækkun fiskiskipastólsins og þvi hefurver- ið sett bann viö öllum innflutningi fiskiskipa i tvö ár, og reynt að draga úr innlendri skipasmíði. Þeirri skoðun vex nú ört fylgi, að fiskiskipaflotinn sé orðinn of stór og benda menn gjarnan á þær veiðitakmarkanir sem gilda um veiöar á nær öllum fiskistofnum okkar sem rök fyrir þessari skoð- un. Eitt er vist, að margir af helstu fiskistofnum íslendinga eru of- veiddir og sumir jafnvel i útrýming- arhættu að mati islensku hafrann- sóknstofnunarinnar. Ekki eru allir á þessari skoðun, enda verða oft miklir hagsmuna- árekstrar þegar illa árar. Á siöustu 10—15 árum hefur skipasmiða- iðnaður islendinga verið efldur verulega. Nú er talið að islenskar skipasmiðastöðvar þurfi að smiða u.þ.b. 10 skip árlega til að halda i horfinu með eigin rekstur. Reynsla undanfarinna ára er sú, meö ein- staka undantekningum þó, að skip smiöuð innanlands eru hrein við- bót við flota landsmanna. Islend- ingar standa nú frammi fyrir þeim vanda annars vegar, að ekki er þörf fyrir fleiri fiskiskip i flota lands- manna, frekar hið gagnstæða, aö sennilega þyrfti að fækka skipum all nokkuð, og hins vegaraö smiða þarf u.þ.b. 10 ný fiskiskip innan- lands til að halda i horfinu þeim skipasmiðaiönaöi, sem fyrir er i landinu. Sumir talsmenn skipa- smiðaiðnaðarins vilja leysa þenn- an vanda með þvi aö endurnýja fiskiskipaflotann með smiðum á 10 skipum árlega. Þeir benda á, aö meðalaldur bátaflotans sé orðinn 18 ár og ekki sé hægt að búast við að skip endist að jafnaði i meira en 20—25ár. Hvernigfloti? Það er þvi komið að þvi að meta annars vegar, hver sé endurnýj- unarþörf islenska fiskiskipaflot- ans og hins vegar, hvernig flota sú endurnýjun á að skila okkur. Það er að sjálfsögðu umdeilanlegt, hver á að ákvarða endurnýjunar- þörfina sem slika. Á það að vera nef nd sérfræðinga á vegum stjórn- valda, skipasmiöaiönaðurinn eöa útvegsmenn sjálfir? Ég er þeirrar skoöunar, að á meðan stjórnvöld fjármagna skipasmiðar og skipa- kaup að mestu leyti, sé það þeirra aö hafafrumkvæði um umrætt mat. Þvi hef ég tekiö saman punkta um nokkra þætti sem huga þarf aö, þegar metin er endurnýjunarþörf Stefán Þórar- insson: íslendingar standa nú frammi fyrirþeim vanda annars vegar, að ekki er þörf fyrir fleiri fiski- skip íflota landsmanna, ferkar hiö gagnstæöa, aö sennilega þyrfti aö fækka skipum all nokkuö, og hins vegar þarf að smíöa u.þ.b.10 ný fiskiskip innanlands árlega til aö halda í horfinu þeim skipa- smíöaiönaöi sem fyrir erílandinu. Víkingur 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.