Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 39
„Hún er ákaflega aðlaðandi persóna, viljaföst, heiðarleg og ákveðin. Þessir eig- INLEIKAR ÁSAMT PERSÓNUTÖFRUM HENNAR HEILLUÐU MIG OG HEILLA ENN.“ son og Jón Baldvin hafi hent þér út úr ríkisstjóm í beinni útsendingu. „Þá var stjórnarsamstarflð í raun um garð gengið. Það var bara spuming hver yrði á undan að tilkynna að samstarfmu væri lokið. Þeir unnu það kapphlaup. Ég vona að þeir séu ánægðir með það. En þetta fræga sjóðasukksævintýri var stórt skref afturábak í pólitísku siðferði. Það hafði slæmar efnahagslegar afleiðingar. Hluti lánanna lenti á skattgreiðendum, annar á sjávarútveginum. Þau munu veik- ja samkeppnisaðstöðu hans nokkuð fram á næstu öld. Þetta ævintýri er pólitískur minnisvarði sem ég vil ekki hafa nafnið mitt á.“ Svo tókustþið Davtð á um formanns- embœttið í Sjálfstœðisflokknum, jafna menn nokkurn tímann slík átök? „Það skal ég ekkert um segja, en það var kosið á milli okkar á lýðræðislegan hátt. Ég hef ekki látið úrslitin vefjast fyrir mér, hvorki persónulega né í störfum mínum fyrir flokkinn eða í ríkisstjómum eftir það. Þeir sem ekki taka báðar hliðam- ar á pólitíkinni eiga að sinna öðm.“ En nú er sagt að það sé fremur kalt með ykkur Davíð þátl kurteisin ríki á yfirborðinu. „Auðvitað hafa átök eins og þessi ein- hver áhrif á persónuleg samskipti manna en það er ekki rétt lýsing að samskiptin séu köld.“ En fannst þér ódrengilegt af honum að fara í slaginn við þig? „Það er alls ekki mitt að kveða úr um það. Ef tii vill munu einhverjir sagnfræð- ingar spá í þá hluti síðar.“ VlNÁTTA OG EINKALÍF Heiðarleiki í samskiþtum við aðra er eiginleiki sem stjómmálamenn hafa orð á sérfyrir að stunda ekki. Finnstþér vera mikið um fals í heimi stjómmál- anna eða hentistefnukunningsskaþ? „Mér flnnst eins og það sé mun minna um sanna vináttu í heimi stjórnmálanna en víða annars staðar. Það vom mikil um- skipti fyrir mig að koma úr öðmm störf- um til starfa í pólitík vegna þess að ég varð svo áþreifanlega var við þennan mun. Ég var um tíma framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. Þá átti ég bæði rnikil samskipti við fyrirtæki og fé- lagasamtök í landinu og ekki síður við for- ystumenn Alþýðusambandsins og stærstu verkalýðsfélaganna. í þessurn samskipt- um ríktu mjög ákveðnar reglur um trúnað sem aldrei bmgðust. Það vom viðbrigði og viss vonbrigði að koma úr þessu um- hverfi inn í heim stjómmálanna því þar er þessi trúnaður fyrir hendi í mun takmark- aðra mæli. í heimi stjórnmálanna em Sjómannablaðið Víkingur 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.