Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 67
Ólafsvíkur á björtum og fallegum júní- degi. Matsveinninn hafði tekið kost og er við vorum komnir nokkum spöl út íyrir Akurey þá kom hann til mín og spurði mig hvort ég héldi að því yrði illa tekið ef hann syði flsk fyrir mannskapinn, svona í fyrsta skiptið. Ég taldi það í góðu lagi en fylgdist síðan ekkert frekar með Birni. Stuttu síðar tók ég hins vegar eftir því, að Bjarni var kontinn upp á dekk og stuttu síðar Bjöm og hafði hann með sér pott með vatni sem rauk úr. Hann snaraðist síðan í kistu franian við lúkarskappann og tók upp úr henni tvær vænar ýsur og skar þær snarlega niður og tók síðan til við að þrífa þær úr snarpheitu vatninu. Fyrr en varði voru fiskstykkin orðin að einum graut x höndurn hans og Bjarni stóð álengdar og hafði auðsjáanlega gam- an af. Ég kallaði á Björn þegar í stað upp til mín og gekk á hann um það, hvort hann kynni í raun eitthvað til verka í eldamennsku. Hann játaði þá þegar fyrir mér að svo væri ekki. Ég minntist þess þá, að við ráðningu Bjarna hafði hann m.a. sagt mér, að hann hefði oft verið kokkur á skipum. Ég kallaði hann þá fyr- ir mig og spurði hann hvort hann vildi taka við eldamennskunni. Hann færðist undan því en lofaði að vera Bimi innan handar meðan hann væri að komast inn í starfið. Þetta stóð Bjami svo sannarlega við því ekki leið á löngu þar til Björn náði tökurn á matseldinni og varð fljótlega hinn besti kokkur. Skólaskipið Glaður Ekki leist nú mönnum björgulega á þennan mannskap minn í byrjun. Fljót- lega fékk báturinn viðurnefnið „skóla- skipið“ og það upphaflega í heldur nei- kvæðri merkingu. Þrátt fyrir ýmsa byrj- unarörðugleika þá varð þessi ínannskap- ur fljótlega samstilltur og skilaði sínu verki vel. Við fiskuðum til jafns við aðra, en einkum reyndum við að halda í við Leif Halldórsson á Bjarna Ólafssyni, sem var sem endranær kappsamur og með góðan mannskap. í júní og frarnan af júlí var mest róið á hefðbundnar slóðir vest- ur af Snæfellsnesi, á norðanverða Jökul- tungu og Jökuldjúp. Var þar reitingsafli en dró úr honum er leið á júlí. Fréttist þá af veiði út af ísafjarðardjúpi og héldurn við Leifur fljótlega þangað. Þama reynd- ist nokkur veiði í fyrstu og var lagt upp á Bolungarvík hjá jxcim rnerka útgerðar- manni og fiskverkanda, Einari Guðfinns- syni. Em mér minnisstæð persónuleg kynni af honum. Hann hafði haft spurnir af mannskapnum á bátnum og þótti djarfleg sú ákvörðun mín að ráða á bát- inn nánast einvörðungu háskólanema. Rabbaði hann við mig drjúga stund á skrifstofu sinni um ýmsa hluti og meðal annars mikilvægi þess að sem flestir kynntust í raun undirstöðuatvinnuveg- um þjóðarirmar. Óskaði hann mér góðs gengis og kvöddumst við með virktum. Las ég seinna æviminningar þessa merka manns með rneiri athygli og skilningi en ég hefði ella gert. Þegar veiði tregðaðist á ísafjarðardjupi fréttist af dreifðri síld út af Siglufirði og á Grímseyjarsundi. Var ekki beðið boð- anna en haldið þangað. Reyndist þarna nokkuð magn af dreifðri síld á stóru svæði, einkurn norðaustur af Grímsey. Við vomm þarna að veiðum næstu tvær eða þrjár vikurnar og var þokkalegur afli í upphafi, upp í 100 tunnur í lögn, en dró síðan úr því. Við héldurn heim á leið síð- ustu dagana í ágúst og reyndum fyrir okkur út af Jöklinum næstu tvær vikum- ar. Veiði var lítil og var veiðum hætt um miðjan september. Heimspeki og póliti'k í lúkarnum Mér er þetta úthald á margan hátt ntjög minnisstætt. Ekki aðeins fyrir það, að ég fór þarna í fýrsta skiptið með skip- stjórn á skipi, heldur einnig hversu góð- ur og samstilltur þessi mannskapur varð fljótlega. Sérstaklega eru ntér minnis- stæðar margskonar umræður í lúkarnum okkar, sem var þröngur en að ýmsu leyti vistleg vistavera að því er okkur famist. Björn kokkur var afar þrifimi og leið ekki neinn óþrifnað þar niðri. Þama var oft tekist snarplega á um pólitík, bókmennt- ir og heimspekileg efni. Höfðu sig þar mest í franimi Logi, sem var harður sjálf- stæðismaður og vel lesinn í þeim fræðurn sem öðrum og Björn kokkur, sem var mjög vinstrisinnaður og vel að sér á mörgum sviðum og kom stundum mönnum í opna skjöldu með athuga- semdum sínum. Hann var jafnframt þol- inmóðasti áheyrandinn að átökum Loga og Bjöms. Aldrei minnist ég þess að þess- ar rökræður í Iúkarnum á honum Glað leiddu til illinda eða átaka. Allir þessir menn bundust þarna vináttu- og tryggð- arböndum sem lengi héldust. Þess má að lokum geta að allir þessir háskólalærðu skipverjar mínir luku embættisprófum í sínum greinum og em vel látnir á sínum sviðum. Allir em þeir sammála um að vist þeirra á „skólaskipinu" Glað hafi ver- ið þeini eftirminnileg og gagnleg reynsla, sem þeir hefðu ekki viljað verða af. Sú ákvörðun mín að taka þetta skip- stjórnarpróf í Stýrimannaskólnaum á sín- um tíma var í raun mikið happa- og gæfuspor og nýttist mér seinna á marg- víslegan hátt, bæði beint og óbeint. Ekki er rúm til að rekja þá sögu frekar í þessu greinarkorni. ■ t Steinunn SH er einn þeirra báta sem Halldór Jónsson lét smíða og gerði út um ÁRARAÐIR. Sjómannablaðið Víkingur 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.