Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Page 36
Guöjón A. Kristjánsson, alþingismaður og fyrrverandi forseti Far- manna- og fiskimannasambands íslands, er ekki í minnsta vafa um hvaö mannfólkinu ber aö gera varðandi fjölgun sjávarspen- dýra. Sigurjón Egilsson ræddi viö hann. Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður hefur ákveðnar skoðanir á hvað ber að gera vegna fjölgunar sjávarspendýra. Hann hefur ekki aðeins áhyggjur af því sem þau éta, ekki síður hefur hann áhyggjur af mengun sem fylgir spendýrunum. Sjómannablaðið Vík- ingur settist niður með Guðjóni og ræddi þessi mál, og í fyrstu var spurt hvort áhyggjur hans vegna þess að veiðar hafa ekki verið stundaðar í áraraðir séu miklar. „Ég tel að þessi þáttur lífríkisins, það er fjölgun sjávarspendýra og þá ekki bara hvala heldur líka sela, sé þáttur sem allar fiskveiði- þjóðir geti ekki látið þróast sjálfstætt og utan við alla stjórnun. Það er ekki fræðilegur möguleiki að sjá framtíðina þannig að sjávar- spendýrin fái algjöran frið og taka til sín þá fæðu sem þau þurfa til viðhalds án þess að maðurinn komi þar nokkursstaðar nærri til nýtingar eða stjórnunar. Það mun enda með að fiskistofnarnir, þar á meðal þorskur, muni ekki gefa af sér helming sem þeir annars gerðu. Þetta er þróun sem ftskveiðiþjóðir geta ekki horft aðgerðarlaus á. Það er ekki hægt að ákveðinn hluti lífríkis sjávar, það er spendýrin sem eru efsti hlutinn og nýti fiskstofnana þannig að einhvern tíma taki þessu hluti lífskeðjunnar meirihluta þeirrar fæðu sem hafið gefur af sér hér á norðurslóðum." Hafa menn þegar séð merki þess sem þú talar um? „Það eru nokkuð mörg síðan að bent var á, á ráðstefnu sem ég var á í Noregi, að sela- stofnar myndu á næstu árum höggva veruleg skörð í ftskistofna og menn eru að færa fyrir því rök að selir og hvalir séu að taka til sín stóran hluta af framleiðslu fiskistofna í Barentshafi. Það má færa fyrir því rök að nið- urslagið í Barentshafinu, sé frekar vegna þess hversu þessi dýr hafa fengið að nýta lífríki Barentshafsins óhóflega, en vegna veiða.“ Heldur þú að pólitískur vilji til að veiða, ekki bara hér á Iandi heldur meðal þeirra þjóða sem hafa hagsmuna að gæta, hafi auk- ist? „Ég geri ráð fyrir því þar sem fleiri og fleiri vísindamenn sýna fram á að sjávarspendýrin hafa meiri áhrif á fiskistofnana en menn gerðu sér grein fyrir. Rannsóknir íslenskra fiskifræðinga hafa sýnt að hvalir hér við land éta milljónir tonna, það er ekki allt fiskur, heldur einnig fæða fisksins. Þetta hefúr bein og óbein áhrif á uppgang fiskistofnana. Ég hygg að menn standi frammi fyrir því að ekki verði hægt að horfa á þessa þróun aðgerðar- laust. Það mun þurfa að grípa til veiða og skynsamleg nýting sjávarspendýra er sú leið sem við verðum að taka upp. Annars munum við búa við það að sjávarspendýrin verði um of ráðandi um stöðu fiskistofna.“ Andstæðingar hvalveiða hér á landi hafa bent á, og sennilega réttilega, að vegna alls sem á hefúr gengið séu markaðir fyrir hvalaaf- urðir mjög takmarkaðir. Hefur það ekki á- hrif? „Þetta er hárrétt. Það er erfiðara að mark- aðssetja þessar afurðir nú en var fyrir ein- hverjum árum. Það er ekki síst vegna baráttu þessara svokölluðu „náttúruverndarsamtaka“, sem ég kýs reyndar að hafa innan gæsalappa, „Ég geri ráð fyrir því þar sem fleiri og fleiri vísindamenn sýna fram á að sjávarspendýrin hafa meiri áhrif á fiskistofnana en menn gerðu sér grein fyrir. fyrir verndun hvala og verndun lífríkis. Það er reyndar hlálegt að fiskveiðiþjóðir veraldar skuli eiga samleið með þessum „náttúru- verndasamtökum“ hvað varðar mengun haf- svæða. Allir þessir aðilar hafa áhuga á að halda höfunum hreinum. En staðreyndin er samt sú, að vegna þessar misskildu náttúruvernd- arstefnu sem mörg friðunarsamtök hafa sett á sjávarspendýr, hafa fiskveiðiþjóðirnar og „náttúruverndarstamtökin" átt í deilu um nýtingu lífríkisins en eiga samleið um meng- un og umgengni mannsins. Þar komum við að áhugaverðum punkti, en þó með nei- kvæðri merkingu. Pólssvæði jarðar safna til sín mengunarefnum sem gufa upp á helstu 36 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.