Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Side 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Side 54
Fyrirtækið NORTEK sérhæfir sig í sölu og þjónustu öryggiskerfa Búnaður sem hægt er að treysta Björgvin Tómasson framkvæmdastjóri NORTEK. Fyrirtækið NORTEK sérhæfir sig á sviði öryggiskerfa til sjós og lands. Má þar nefna brunaviðvörunarkerfi, slökkvikerfi, myndavélakerfi, varaaflgjafa, innbrotavið- vörunarkerfi, aðgangsstýrikerfi og neyðarljós. NORTEK selur kerfin, hannar þau og setur upp, þjónustar þau og gerir árlegar skoðanir á þeim. NORTEK ehf var stofnað árið 1996 og er með aðsetur bæði í Reykjavík og á Akureyri. Björgvin Tómas- son rafmagnstæknifræðingur og fram- kvæmdastjóri NORTEK starfaði hjá ABB í Noregi um árabil og þar kynntist hann öryggiskerfum sem þar eru framleidd og þykja einhver þau bestu sem fáanleg eru. Nokkur af þeim veiðiskipum sem nú eru í smíðum erlendis verða búin öryggisker- fum frá NORTEK. Meðal fyrirtækja í landi sem eru með öryggiskerfi frá fyrirtækinu má nefna Kaupþing, Bifreiðar- og landbú- naðarvélar, Vísa ísland og svo sjálft Alþingi. Við ræddum við Björgvin Tómasson um starfsemi NORTEK og fyrst var hann spurður u brunavarnarkerfið sem fyrirtækið selur. „Þegar útgerðarmenn láta smíða fyrir sig skip velja þeir búnaðinn í brúna en skipta sér lítið af hlutum eins og bruna- viðvörunarkerfum. Því er algengt að svokallað rásakerfi sé sett upp í skipum. Það virkar þannig að ef einn skynjari bilar þá þarf að einangra alla rásina. Þetta þýðir að ef rásin er til dæmis í vélarrúmi þá er vélarúmið einangrað og engin viðvörunar- búnaður þar virkur þar til skipið kemur til lands og viðgerð fer fram. Það mega vera upp í 20 skynjarar á hveri rás og í þessum stærri togurum okkar geta verið um 70 skynjarar í skipinu og skipinu skipt upp í ca. átta slaufur." -Að hvaða leyti er sá brunaviðvörunar- búnaður sem þið bjóðið uppá frábrugðinn þessu kerfi? „Við bjóðum svona kerfi en við mælum frekar með hliðrænum kerfum (adressuk- erfi). Þar er hver skynjari með eigið heimil- isfang, ef svo má að orði komast. Þar er hægt að einangra hvern skynjara en öll slaufan er í áfram í lagi og virk. Sá bún- aður sem við bjóðum er frá Eltek í Noregi og finnst hann í nokkrum íslenskum skipum. Verðmunurinn er ekki tiltakanlega mikill á þessum búnaði og það sem munar sparast hiklaust með minni viðhaldskost- naði, auknu öryggi og minnkun á óþarfa brunaboðum. Ég er ekki að halda því fram að sá viðvörunarbúnaður sem nú er um borð í mörgum skipum sé lélegur. Engu að síður er sá hængur á að í versta tilfelli getur verið að enginn skynjari á íbúða- gangi eða í vélarúmi sé virkur vegna þess að einn er bilaður. Kerfið sem Nortek mæl- ir með frá Eltek gefur því mun meira öryggi, er aðeins dýrara í innkaupum, en á móti kemur að það er mun ódýrara í rekstri." -Þú sagðir að hver skynjari frá ykkur væri með eigið heimilisfang. Lýstu því aðeins nánar hvað það þýðir? „Á skjá í stjórnstöð kemur fram nákvæm staðsetning hvers skynjara um borð. Við skulum segja sem svo að skynjari í brú sé númer 201 og ef það númer kemur á skjáinn ásamt texta er strax vitað hvar skynjarinn er sem gefur brunaboð. Sama má segja um skynjara í káetum eða hvar sem er. Þetta er mikið öryggisatriði og sparar dýrmætan tíma. Búnaðurinn frá Eltek er viðurkenndur af virtum flokkunar- félögum svo sem Det Norske Veritas og Lloyds. Við erum nýbúnir að hanna svona kerfi í eitt af nýju skipunum sem er í smíð- um fyrir íslenskt útgerðarfélag. Þar eru tvær stjórnstöðvar í kerfinu, önnur í brú og hin í vélarrúmi. Þær „tala“ hundrað prósent saman og þú færð allar upplýsin- gar á báðum stöðunum og getur gert allar aðgerðir hvort heldur er uppi í brú eða niðri í vélarými. [ hliðrænu kerfunum getum við stillt næmi hvers og eins skynjara til að aðlaga hann umhverfinu og koma þannig í veg fyrir að þeir fari í gang að óþörfu eins og oft vill brenna við í rása kerfum. Þá fara menn að slökkva á skynjararásum sem er mjög alvarlegt mál eins og áður hefur komið fram. Ég er sannfærður um að ef útgerðarmenn taka viðvörunarbúnað okkar strax inn í útboðslýsingu fyrir nýs- míði eða breytingar sem send er skipas- míðastöðvum þá gætir þess í engu í heil- darverði." Slökkvikerfi í framhaldi af þessu liggur beint við að ræða lítið eitt um slökkvikerfi. NORTEK býður fram stór og lítil slökkvikerfi af ýmsum gerðum, til dæmis C02, vatns- þoku, Argotec og Halotron IIB. Björgvin Tómasson segir að kerfin sem NORTEK selur komi frá þekktum framleiðendum, svo sem Heien Larssen. „Það eru mörg skip í íslenska flotanum með C02 og Hallon kerfi frá Heien Lars- sen, en því miður verða Hallon slökkvi- 54 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.