Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 15
Gefur á bátinn á íslandsmiðum. Ljósm.: Jón Kr.. Fríðgeirsson. - Hvemig er þessi mynd byggð upp? „Við völdum þá leið að fylgja eftir sjó- mönnum á þremur bátum. Tveimur dag- róðrabátum frá Arnarstapa og línubát frá Grindavík. Við myndum lífið og vinnuna um borð í þessurn bátum. Svo erum við að fara út núna með frystitogara frá Vest- mannaeyjum.1' Björgunar og slysasögur Margrét segir að auk þess efnis sem þannig er aflað muni fleira koma fram í myndinni. „Inn í þessar sögur af sjónum sem koma út úr þessu og almennum öryggis- útbúnaði íslenska fiskveiðiflotans ætlum við svo að flétta björgunar- og slysasög- um. Greina frá frækilegum björgunum og einhverjum stærri slysum. Þá erum við helst að hugsa um björgunina við Látrabjarg 1947 og svo ætlum við að tala við Guðlaug Friðþórsson frá Vestmanna- eyjum. Einnig ætlum við að rekja söguna frá þessurn dögum 1997 þegar Dísarfell, Vikartindur og Þorsteinn GK fóru niður á fimm dögum. Þar munurn við setja nokkuð áhersluna á björgunarþátt Land- helgisgæslunnar og hvernig menn eru undirbúnir fyrir svona slys. Síðan ætlum við líka að taka fyrir Svanborgarslysið við Svörtuloft á Snæfellsnesi frá árinu 2001. Þessu efni fléttum við inni og þetta verð- ur því dálítill hættuþáttur. Myndin á að fara á erlendan markað og við erum meðal annars að reyna að sýna hvað okk- ar sjómenn eru vel þjálfaðir. Enda eru þeir búnir að fara í gegnum Slysavarnar- skóla sjómanna og því við öllu búnir.“ - Er búið að vinna lengi að gerð mynd- arinnar? „Hugmyndin er búin að vera á borðinu í tvö ár en fórurn ekki í gang með tökur fyrr en í febrúar á þessu ári. Sjómenn sem við höfum átt samskipti við hafa tekið okkur mjög vel og sama er að segja um alla aðra sem við höfurn leitað til. Það er greinilegt að margir hafa áhuga á þessu verkefni," sagði Margrét Jónasdótt- ir kvikmyndagerðarmaður. rgrét ogjón Karl á brúarvœngnum á Tý að taka myndir af Guðmundi VE-29 sem erfullur af loðnu. Ljósmyndir: Jón Páll Ásgeirsson. Sjómannablaðið Víkingur - 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.